Dagskrárnefnd RIFF 2020

Hátíð eins og RIFF verður ekki til í tómi. Að baki henni stendur sterkt teymi sem vinnur hörðum höndum allt árið um kring við að setja saman þá dagskrá sem sýnd verður að hausti.

Dagskrárnefndin er ein þeirra stoða sem heldur uppi RIFF. Þeirra hlutverk er að fara í gegnum allar þær umsóknir sem berast frá kvikmyndagerðarfólki hvaðanæva að. Umsóknirnar eru yfir þúsund og hefst umsóknarferlið um leið og RIFF klárast. Því er mikið verk sem liggur að baki vali sem þessu.

Við kynnum með gífurlegu stolti dagskrárnefndina í ár.

Gosetti Giorgio
Listrænn stjórnandi Venice Days Film Festival. Mikill íslandsvinur og hefur setið í dagskrárnefnd RIFF í fjölda ára.

 

Hrönn Marinósdóttir
Stjórnandi og stofnandi RIFF. Hefur átt þátt í að auðga menningarlífið hér á Íslandi og stuðlað að því að kynna íslenskt kvikmyndalíf á erlendri grundu.

 

Guðrún Helga Jónasdóttir
Dagskrárstjóri heimildarmynda og meðlimur í dómnefnd fyrir alþjóðlegu Emmy verðlaunin.

 


Ana Catalá
Dagskrárstjóri stuttmynda RIFF.