Miðasala

Forsala miða fer fram á vefsíðu okkar riff.is og í Bíó Paradís.

Upplýsingamiðstöð og miðasala hátíðarinnar er á Center Hotel Plaza,  Aðalstræti 4, 101 Reykjaík. Opnunartími miðasölu frá 22. sept. til 5. okt frá kl 10:00 – 19:00.

Á meðan á hátíð stendur opnar miðasala hálftíma fyrir fyrstu sýningu í bíóhúsum.

Upplýsingamiðstöð fyrir kvikmyndagerðarfólk er einnig staðsett á Center Hotel Plaza og er opin alla daga frá 26. sept. milli kl. 10:00-19:00

Athugið að hver mynd er aðeins sýnd örfáum sinnum og því er um að gera að tryggja sér miða um leið og miðasala hefst. 

Af tillitssemi við gesti hátíðarinnar er hætt að hleypa inn í sal eftir auglýstan sýningartíma. 

Við viljum vinsamlega biðja gesti að njóta augnabliksins og reyna að takmarka ferðir út úr salnum á meðan á sýningu stendur. 

Allar myndir hátíðarinnar eru með enskum texta eða ensku tali nema annað sé tekið fram. 

ALLT UM PASSANN:

Að sækja miða fyrirfram – Handhafar hátíðarpassa geta sótt miða á stakar sýningar í Bíó Paradís  frá kl. 16:00 daginn fyrir sýningu, ekki fyrr.

Ef handhafar passa vilja tryggja sér miða með lengri fyrirvara verða þeir að greiða fyrir miðann.

Hámarksúttekt er 4 miðar í einu.

Ekki er hægt að taka út miða á sýningar sem skarast.

Ef passahafa snýst hugur getur hann skipt út miða í miðasölu.

Það er einungis hægt að nýta passann einu sinni á hverja kvikmynd.

Athugið að framboð miða fyrir passahafa getur verið takmarkað í einstaka tilfellum.

Passinn gildir ekki á sérviðburði.

Hafið skilríki meðferðis.  

ATH. passi veitir ekki forgang í sæti.

MIÐAVERÐ:

Stakur miði  – 1.700 kr.

Klippikort  – 8 miðar  – 9.600 kr.

Hátíðarpassi  – Gildir á allar myndir, ekki sérviðburði  – 14.900 kr.

Hátíðarpassi fyrir nema og eldri borgara  – 11.900 kr.