Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um að komast með myndina mína á RIFF?
Hægt er að sækja um að taka þátt í RIFF með því að senda inn allar upplýsingar í gegnum Eventival gagnagrunninn. Á forsíðu riff.is er hægt að ýta á hnapp sem leiðbeinir áhugasömum í rétta átt.

Hvenær hefst hátíðin og get ég verið viðstaddur/ viðstödd frumsýningu?
Hátíðin hefst 26.september með frumsýningu á mynd Elfar Aðalsteins, End of Sentence. Frumsýning verður í Bíó Paradís sem verður jafnframt höfuðstöð RIFF í ár. Þeir sem hafa tryggt sér miða á sýninguna geta verið viðstaddir. Hátíðarpassa er hægt að nálgast inn á riff.is/passar

Hvar verða viðburðir RIFF haldnir?
Bíó Paradís mun sýna allar þær myndir sem taka þátt í hátíðinni í ár og vera höfuðstöðvar hátíðarinnar. Einnig verður hægt að sækja viðburði í Norræna húsinu, Sundhöll Reykjavíkur og á LOFT Hostel.

Hvaða viðburðir verða á hátíðinni í ár?
RIFF heldur marga viðburði ár hvert. Sumir eru árlegir aðrir ekki. Árlegir viðburðir eru sundbíóið sem haldið verður í Sundhöll Reykjavíkur, Bransadagarnir sem verða í Norræna húsinu, Reykjavík Talent Lab sem einnig verður haldið í Norræna húsinu og á LOFT Hostel auk opnunarpartýsins og bransapartýsins en staðsetning þeirra verður auglýst síðar.

Viltu vera sjálfboðaliði?
RIFF býður þér að vera sjálfboðaliði á hátíðinni í ár. Sjálfboðaliðar aðstoða við að halda hátíðinni gangandi og fá jafnframt passa á hátíðina. Hátíðin er fjölþætt og því mikið af verkefnum sem þarf að sinna. Hægt er að sækja um að vera sjálfboðaliði inn á Eventival síðu hátíðarinnar með því að ýta á sjáboðaliðahnappinn á forsíðu riff.is.

Hvar er hægt að nálgast passa/klippikort/miða?
Hægt er að kaupa klippikort, hátíðarpassa og staka miða hér á vefsíðunni og í Bíó Paradís.

Allar pantanir er hægt að nálgast í miðasölu RIFF í Bíó Paradís. Miðasalan opnar hálftíma fyrir fyrstu sýningu dagsins.

Hver er munur á afsláttarkorti og passa?
Passinn gildir á allar almennar sýningar en ekki á sérviðburði. Einungis ein manneskja getur notað hvern passa. Klippikortið gildir á átta sýningar og hægt er að deila því með öðrum.

Eru myndirnar textaðar?
Allar myndir sem eru ekki á ensku eru með enskum texta.

 

Ef það vakna einhverjar frekari spurningar þá er alltaf hægt að senda tölvupóst á riff@riff.is