Verðlaun

Fjölmargar kvikmyndir eru sýndar á RIFF ár hvert og þykja hver annarri magnaðri. Sérstök dagskrárnefnd skipuð fimm kanónum úr kvikmyndaiðnaðinum velja myndir inn á hátíðina.

Nokkrar kvikmyndir, sem þykja bera höfuð og herðar yfir aðrar, eru verðlaunaðar ár hvert fyrir framlag sitt til hátíðarinnar og kvikmyndaheimsins. Stærstu verðlaun hátíðarinnar er án efa Gullni Lundinn sem veittur er leikstjóra í flokknum Vitranir, fyrir fyrsta eða annað verk. Þar með hlýtur sá kvikmyndamaður og mynd hans titilinn Uppgötvun ársins.

Myndir frá þátttakendum í Reykjavík Talent Lab keppa síðan um verðlaunin Gullna eggið, en um er að ræða stuttmyndir.

Þá eru einnig veitt verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina og síðan bestu erlendu stuttmyndina. Ein heimildarmynd í flokknum Önnur framtíð fær einnig verðlaun sem besta heimildarmyndin sem varpar ljósi á samband manns og náttúru. Auk þessara verðlauna eru veitt sérstök dómnefndarverðlaun.

 

Dómnefndin í fyrra var skipuð eftirfarandi fólki úr kvikmyndaiðnaðinum:

UPPGÖTVUN ÁRSINS: GULLNI LUNDINN

Jakub Duszynski

Jakub Duszynski sér um dreifingu kvikmynda, er dagskrárstjóri og fyrrverandi forseti Europa Distribution.

 

 

 

 

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er íslensk leikkona.

 

 

Nick Davis
Davis er kvikmyndagagnrýnandi hjá Film Comment og dósent í kvikmyndafræðum við Northwestern háskólann í Bandaríkjunum.

 

 

STUTTMYNDAVERÐLAUN DÓMNEFND

Zeina Abi Assy

Zeina Abi Assy er margmiðlunarlistamaður frá Líbanon. Hún sér um gagnvirka dagskrá hjá Tribeca kvikmyndahátíðinni.

 

 

 

 

Heather Millard

Heather Millard er kvikmyndaframleiðandi sem býr á Íslandi

 

 

 

 

Adam Baldwin

Adam Baldwin er dagskrárstjóri hjá Anchorage safninu í Alaska.

 

ÖNNUR FRAMTÍÐ DÓMNEFND

Gabor Greiner

Gabor Greiner er yfirmaður aðfanga og meðframleiðslu hjá Films Boutique.

 

 

 

Hanna Björk Valsdóttir

Hanna Björk Valsdóttir er íslenskur framleiðandi heimildarmynda og leikstjóri.

 

 

 

Hrafnhildur Gunnarsdóttir

Hrafnhildur Gunnarsdóttir er íslensk kvikmyndagerðarkona.

 

 

 

THE GOLDEN EGG JURY DÓMNEFND

Árni Ólafur Ásgeirsson

Árni Ólafur Ásgeirsson er íslenskur handritshöfundur og kvikmyndaleikstjóri.

 

 

 

 

 

 

Hlín Jóhannesdóttir

Hlín Jóhannesdóttir er kvikmyndaframleiðandi frá Reykjavík.

 

 

Ása Hjörleifsdóttir

Ása Hjörleifsdóttir er íslenskur handritshöfundur og kvikmyndaleikstjóri.

 

 

 

 

 

 

Þær myndir sem báru sigur úr bítum árið 2018 voru:

Gullni lundinn : Knife + Heart – Yann Gonzalez

Önnur framtíð : América – Erick Stoll og Chase Whitesi­de

Gulleggið : Vesna – Nathalia Konchalov­sky

Besta erlenda stuttmynd : Gulyabani – Gürcan Keltek

Besta íslenska stuttmynd : Jörmundur – Maddie O´Hara, Jack Bus­hell & Alex Herz

Sérstök dómnefndarverðlaun : Styx í leikstjórn Wolfgang Fischer og Black Line í leikstjórn Mark Ol­exa & Francesca Scal­isi