Vinningsmyndir RIFF og þær vinsælu voru sýndar

Verðlaun voru veitt í gær til sigurvegara hátíðarinnar RIFF í Norræna húsinu í sextánda skiptið. Hátíðinni er nú formlega lokið þótt verðlauna sem og vinsælustu myndirnar verði sýndar yfir sunnudaginn.

Aðalverðlaunin voru veitt til myndarinnar Munaðarleysingjaheimilið (The Orphanage) eftir Shahrbanoo Sadat sem Katja Adomeit framleiddi. Katja var viðstödd afhendinguna og tók við verðlaununum.

Um myndina segir:

Á seinni hluta níunda áratugarins býr hinn fimmtán ára Qodrat á götum Kabúls og selur bíómiða á svörtum markaði. Hann er mikill aðdáandi Bollywood mynda og lifir sig sterkt inn í uppáhalds atriðin úr myndunum. Dag einn fer lögreglan með hann á sovéska munaðarleysingjahælið. En stjórnmálaástandið er að breytast í Kabúl. Qodrat og öll börnin vilja verja heimili sitt.

Stikla úr The Orphanage:

https://www.youtube.com/watch?v=hgsjbrAurGg

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir afhenti verðlaunin og sagði af tilefninu að þrátt fyrir lítil fjárráð tækist kvikmyndagerðarmönnunum að endurskapa litríkan heim Afganistan níunda áratugarins. Aðrir í dómnefndinni voru Jakub Duszynski og Nick Davis.

Á ljósmyndinni er Katja Adomeit að fagna ásamt dómnefndinni.

Sérstaklega var minnst á myndina Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg. En þetta er í annað skiptið í 16 ára sögu RIFF sem mynd eftir Íslending er samþykkt í keppnina. Fékk hún sérstaka umfjöllun dómnefndar ásamt myndunum Corpus Christi og Maternal.

Dagskrá dagsins í dag – Bíó Paradís – Sunnudagur, 06.10.19

Time

Film Title

Room

13:00

The Father

Bíó Paradís 1

13:00

Cold Case Hammarskjöld

+ Q&A

Bíó Paradís 3

13:15

Varda by Agnès

Bíó Paradís 2

14:45

Corpus Christi

Bíó Paradís 1

15:30

The Great Green Wall

Bíó Paradís 2

15:30

House of Cardin

Bíó Paradís 3

17:00

PAPERBOY & THE ORPHANAGE

Bíó Paradís 1

17:15

The Last Autumn

+ Q&A

Bíó Paradís 2

17:30

Gods of Molenbeek

Bíó Paradís 3

19:00

Una Primavera

Bíó Paradís 3

19:00

INVISIBLE HERO & MIDNIGHT TRAVELER

Bíó Paradís 1

19:00

Notre Dame

Bíó Paradís 2

20:30

Dogs Don’t Wear Pants

Bíó Paradís 3

20:45

The Realm

Bíó Paradís 2

21:30

About Endlessness

Bíó Paradís 1

22:30

Maternal

Bíó Paradís 3

23:00

Marianne and Leonard: Words of Love

Bíó Paradís 1

23:15

One Child Nation

Bíó Paradís 2