Hátt í þúsund umsóknir borist á RIFF 2019

RIFF undirbúningur er í fullum gangi! Mikil aðsókn er meðal kvikmyndagerðarfólks að komast með myndirnar sínar inn á hátíðina í ár en nú þegar eru meðlimir dagskrárnefndarinnar búnir að fá hátt í þúsund umsóknir frá kvikmyndargerðarfólki hvaðanæva að.

Opið er fyrir umsóknir til og með 7. júlí 2019 en eftir það verður ekki hægt að sækja um að taka þátt í hátíðinni. Þannig að nú er um að gera að bretta upp ermar og vinda sér í að sækja um því hver veit nema að ÞÚ gætir verið næsti sigurvegari Gyllta lundans!

Svo minnum við fólk vitanlega á að hægt er að kaupa miða á hátíðina hér inn á síðunni okkar og inn á Tix.is. Treystið okkur, þið viljið ekki missa af þessari veislu sem framundan er.

Sjáumst í bíó!

RIFF