Fransk-gríska kvikmyndin Moon, 66 Questions eftir Jacqueline Lentzou hlaut Gyllta lundann, meginverðlaun RIFF, í ár, en hátíðin var haldin í átjánda sinn og hlaut mikla aðsókn. Verðlaunin voru afhent á verðlaunaafhendingu hátíðarinnar sem fór fram í Bókabúð Máls og Menning kl. 17 en Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sleit hátíðinni með formlegum hætti.
Alls voru veitt sex verðlaun, þar á meðal hlaut Frjálsir menn (Frie Mænd) eftir Óskar Kristin Vignisson verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina. Verðlaun unga fólksins voru veitt í fyrsta sinn en einnig voru veitt sérstök NFT samhliða hverjum verðlaunagrip og er RIFF þarmeð fyrsta kvikmyndahátíð veraldar til að stíga inn í stafræna metaheiminn.
Umsögn dómnefndar um vinningsmyndina Moon, 66 Questions
„Moon, 66 Questions er verk sem dregur upp marglaga og heillandi mynd af ást og sáttum, leyndarmálum og sársakafullum sannleika, fjölskyldutengslum og seinunnu frelsi. Kvikmynd sem er ekki hrædd við að taka áhættu, í senn beitt og einlæg, leikstýrt með sérstæðri sýn og ljáð lífi með hugrökkum og hrífandi leikframmistöðum.“
Gyllti lundinn er veittur í keppnisflokknunum Vitrunum, sem saman stendur af fyrstu eða annarri kvikmynd leikstjóra. Dómnefnd Vitrana skipuðu Trine Dyrholm, leikkona og heiðursgestur RIFF, Yorgos Krassakopoulos, dagskrárstjóri alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Þessalóníku, Gagga Jónsdóttir, kvikmyndagerðarkona, Aníta Bríem, leikkona, og Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri.
Úr keppnisflokknum Vitrunum hlutu einnig sérstaka viðurkenningu dómnefndar kvikmyndirnar Wild Men (Vildmænd) eftir Thomas Daneskov og Clara Sola eftir Nathalie Álvarez Mesén. Clara Sola hlaut einnig útnefningu Dómnefnd unga fólksins.
Verðlaun í dagskrárflokknum A Different Tomorrow hlaut Zinder eftir Aicha Macky. Flokkurinn A Different Tomorrow saman stendur af heimildarmyndum sem fjalla á einn eða annan hátt um umhverfis- og/eða mannréttindamál.
Eftirsjón eftir Björn Rúnarsson var valin besta íslenska nemamyndin og Síðasti séns eftir Ástu Sól Kristjánsdóttur hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar í þeim flokki.
Verðlaun sem besta mynd í flokki alþjóðlegra stuttmynda hluta Strangers eftir Nora Longatti en sérstaka viðurkenningu dómnenfda í sama flokki hlaut State of Elevation eftir Isabelle Prim. Verðlaun Gullna Eggsins, stuttmynda þátttakenda kvikmyndasmiðju RIFF „Talent Lab“. hlaut Drowning Goat eftir Sebastian Johansson Micci.
Allar kvikmyndirnar má sjá á RIFF HEIMA (watch.riff.is), þar sem áhorfendum gefst færi á að njóta kvikmyndahátíðarinnar heima í stofu. Moon, 66 Question, Clara Sola, Wild Men and Zinder verða á dagskrá á lokadegi hátíðarinnar í Bíó Paradís.
Vitranir – Gullni Lundinn
Dómnefnd skipuðu: Yorgos Krassakopoulos, Trine Dyrholm, Gagga Jóns, Aníta Briem, Gísli Örn Garðarsson
Vinningshafi Gullna lundans: Moon, 66 Questions
Umsögn dómnefndar: „Verkið dregur upp marglaga og heillandi mynd af ást og sáttum, leyndarmálum og sársakafullum sannleika, fjölskyldutengslum og seinunnu frelsi. Kvikmynd sem er ekki hrædd við að taka áhættu, í senn beitt og einlæg, leikstýrt með sérstæðri sýn og ljáð lífi með hugrökkum og hrífandi leikframmistöðum.“
Sérstaka viðurkenningu dómnefndar fá Clara Sola and Wild Men.
Umsögn dómnefndar um Clara Sola: „Kvikmynd með einstæða sýn og afgerandi listræn heilindi sem blandar sem því dulræna við hið raunsæsilega í heillandi og brýnni sögu um að sjálfsleit og valdeflingu.“
Umsögn dómnefndar um Wild Men: „Næmur en beittur gamanleikur um hið örlítið hjákátlega hlutskipti að finna sér stað í síbreytilegri nútímaveröld. Saga sem er sögð af kímni og smekk fyrir því fáranlega sem reynist vera merkilega djúpvitur.
New Visions Jury’s statement on Wild Men: “A delicate but subversive comedy about the sometimes absurd quest to redefine your place in an ever-shifting modern world. A story told with humor and a taste for the absurd that it proves to be deceptively profound and rich.”
Clara Sola hlaut einnig verðlaun dómnefndar unga fólksins
Dómnefndina skipuðu: Katla Gunnlaugsdóttir, Kolbrún Óskarsdóttir, Markús Loki Gunnarsson, Sigtýr Ægir Kárason, Snædís Björnsdóttir.
A Different Tomorrow
Dómnefnd skipuðu: Guillaume Calop, Marie Zeniter, Silja Hauksdóttir
Sigurmynd í Önnur framtíð – Zinder eftir Aicha Macky.
„Í kvöld viljum við verðlauna kvikmynd sem hefur hrifið okkur út af grimmu viðfangsefni sem það sýnir á viðkvæman og blíðan máta. Í heimi myndarinnar ríkir ofbeldi en þar er samt rými fyrir endurlausn. Í gegnum sambönd og traust nær fólkið að lyfta hvor öðru á hærra plan og gera heiminn að betri stað. Þess vegna fara verðlaun í keppnisflokknum A Different Tomorrow til Zinder.
Af því að hún ólst upp í Zinder er komið fram við kvikmyndagerðarkonuna Aïcha Macky sem innanbúðarmanneskju af Kara-Kara fólkinu sem veitir henni aðgang að lífi sínu. Nærvera hennar er aldrei ágeng og einkennist heldur af virðingu – myndavél hennar sýnir öllum alúð og samúðarfullt augnaráðið lýsir upp myrka staði.“
Alþjóðlegar stuttmyndir
Dómnefndina skipuðu: Ninna Pálmadóttir, Óskar Páll Sveinsson, Sonja Wyss
The International Shorts Award – Strangers by Nora Longatti.
The International Shorts Jury’s statement on Strangers: “The 2021 International Short Film winner is a film that feels especially relevant during a time where most of us are urging to connect with one another. In its simplicity and quietness STRANGERS portrays – through its odd and sensitive protagonist – a deep sense of vulnerability and heartwarming curiosity. The humble execution allows for space to observe and feel like a part of the intimacy created by the story.”
The International Shorts Special Mention: State of Elevation by Isabelle Prim.
The International Shorts Jury’s statement on State of Elevation: “Our special mention goes to a documentary piece that showed the extraordinary ability of telling a poetic story with found footage in a way seldomly seen, ‘State of Elevation’ is both intriguing and leaves space for the spectator to evoke its own associations. ”
Íslenskar stuttmyndir
Dómnefndina skipuðu: Anton Máni Svansson, Nathalie Mierop, Þóra Björg Clausen
Besta íslenska stuttmyndin er Frjálsir menn eftir Óskar Kristin Vignisson.
„Sigurvegari íslenska stuttmyndakeppnarinnar er gamanmynd um að dreyma stórt á stað þar sem allt og allir, að besta vini þínum meðtöldum, virðast halda þér aftur. Þetta er einnig stuttmyndin sem snertir á stöðu innflytjenda og meðferð á fólki í láglaunastörfum í Evrópu.
Frjálsir menn (Frie mænd) eftir Óskar Kristin Vignisson er glæsileg og heilsteypt stuttmynd sem inniheldur ígrundaða og fyndna frásögn, sem og magnaða sjónræna framsetningu og frábæran leik.“
Besta íslenska nemastuttmyndin Eftirsjón eftir Björn Rúnarsson
„Leikstjórn, notkun sögusviðs og kvikmyndataka í Eftirsjón hrifu dómnefndina og erum við forvitin að sjá hvernig Björn Rúnarsson mun þróast sem leikstjóri.“
Sérstaka viðurkenningu dómnefndar í sama flokki hlaut Síðasti séns eftir Ástu Sól Kristjánsdóttur: „Fyndið og heilsteypt drama með frumlegri og skýrri söguhugmynd.“
The Golden Egg
Dómefnd skipuðu: Halldóra Geirharðsdóttir, Rúnar Rúnarsson, Vincent Boy Kars
Gullna eggið hlaut Drowning Goat eftir Sebastian Johansson Micci.
The Golden Egg Jury’s statement on Drowning Goat: “At film festivals like RIFF, we get an opportunity to access the newest trends and the best of modern cinema. These films are like windows into people’s lives all around the world. Often these films portray co-human elements that give us a reflection on our own life and own culture. The films in the Talent lab program are no exception to that.
There, the emerging filmmakers are preparing for their future and therefore our future as an audience as well. The jury was happy to discover that the future is bright. The winner of the Golden egg has an exceptional humanistic approach and sincerity towards its themes. A rare talent that we are looking forward to following in the coming years.”