
Armadila
11.00 minutes | Serbía | 2020
Synopsis
Sanja er 13 ára stelpa, hörð af sér og forðast að sýna öðrum tilfinningar sínar – þá sérstaklega Darko, sem hún er skotin í – en þegar hana grunar að eitthvað hafi komið fyrir hundinn hennar Krle, verður erfiðara að halda tilfinningunum í skefjum.
Director’s Bio

Gorana Jovanović er handritshöfundur og leikstjóri frá Belgrad. Eftir að hafa útskrifast úr University of Westminster, vann Gorana sem handritsráðgjafi og höfundur nokkurra kvikmynda, bæði í fullri lengd og stuttmynda, áður en hún hóf að framleiða sínar eigin myndir. Hún skrifaði bresku dramastuttmyndina Mercury sem vann verðlaun fyrir besta handrit á Festival Européen Court Métrage í Nice. Stuttmynd hennar, Armadila, var frumsýnd í TeenArena-flokknum á kvikmyndahátíðinni í Sarajevo eftir að hafa verið valin til sýninga í Uppsala, Trieste og Go Short – Nijmegen. Armadila vann verðlaun sem besta myndin á Vienna Shorts sem gerði hana gjaldgenga í Óskarinn, auk verðlauna fyrir bestu stuttmynd á Motovun Film Festival, sem gerði það að verkum að hátíðin valdi myndina sem framlag til EFA.
Film Details
-
Year:2020
-
Genres:Drama
-
Runtime:11.00 minutes
-
Languages:serbneska
-
Countries:Serbía
-
Premiere:Icelandic Premiere
-
Edition:RIFF 2022
-
Director:Gorana Jovanović
-
Screenwriter:Gorana Jovanović
-
Producer:Gorana Jovanović
-
Cast:Iva Pernjaković, Nikola Zečević