SEARCH

Search
Close this search box.

Kvikmyndin Húsmæðraskólinn valin til þátttöku LongShots á vegum BBC

Það er RIFF Alþjóðleg Kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem er í samstarfi við LongShots ásamt 12 öðrum kvikmyndahátíðum víðs vegar um heiminn, sem tilnefndi Húsmæðraskólann ásamt fjórum öðrum íslenskum myndum.  

 

Húsmæðrskólinn var hins vegar ein af 13 myndum sem valin var til þátttöku af 110 tilnefndum. 

 

LongShots er kvikmyndahátíð sem haldin er árlega af BBC á Veraldarvefnum í samvinnu við kvikmyndahátíðir víðsvegar um heiminn þar á meðal RIFF.

 

Stefna hátíðar

Þær kvikmyndir sem valdar eru til þátttöku eru sögur sem eru bæði hvetjandi og spennandi, sögur sem heiðra nýtt upphaf og þá töfra sem fylgja mannlegri tilveru í heimi sem er bæði fjölbreyttur og litríkur. Myndir sem fá hjartað til að slá og jafnvel vekja undrun þar sem áríðandi viðfangsefni eru tekin fyrir í gegnum áhrifaríkan fókus kvikmyndalinsunnar. Markmiðið er umfram allt að halda upp á fegurðina í fjölbreytileikanum. 

 

Umsögn um hátíð frá BBC

,,Þetta verður hátíð hátíðanna’’ segir BBC Reel US Editor Anna Bressanin. ,,Við viljum veita áhorfendum tækifæri til að uppgötva og sjá kvikmyndir sem þeir hefðu annars ekki komist í kynni við nema með því að ferðast frá Reykjavík til Tel Aviv, myndir sem eru sýndar í viku á flottri hátíð en hverfa svo af sjónarsviðinu þangað til einhverjar þeirra birtast á streymisveitu einhvern tíman einhvers staðar. Persónulega fannst mér þetta dýrmætt samstarf að velja dágskránna í samvinnu við Alþjóðlegar hátíðir sem eru í miklum metum fyrir skuldbindingu sína til að bjóða upp á flotta dagskrá á hverju ári. Þetta árið er þema LongShots samvera og að halda upp á það hversu áhrifamikið kvikmyndaformið er í að sameina okkur sem manneskjur. 

 

Það voru 110 kvikmyndir tilnefndar til þátttöku í ár frá 13 Alþjóðlegum Kvikmyndahátíðum. Kvikmyndirnar koma frá hinum ýmsu löndum og hægt er skoða lista yfir hátíðirnar fyrir neðan. Af 110 innsendum myndum voru 13 valdar til þátttöku, ein frá hverri hátíð. 

 

Hrönn Marinósdóttir um afhverju Húsmæðraskólinn var tilnefnd
,,Það er áhugavert að sjá hvernig skóli eins og Húsmæðraskólinn sem er byggður á hefðum sem eru að hverfa úr samfélagi okkar hefur í gegnum árin þurft að aðlagast nýjum tímum. Skólastjórinn Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er merkileg kona sem hefur tekist vel til að sníða gamaldags hlutverk skólans að nútímanum en hún hefur nú stýrt Húsmæðraskólanum í 20 ár. Auk þess er hún viskubrunnur þegar kemur að allskonar heimilisráðum sem allir geta nýtt sér.”

 

Um heimildarmyndina ,,Húsmæðraskólinn’’

Heimildarmyndin Húsmæðraskólinn í leikstjórn Stefaníu Thors fjallar um hinn horfna heim íslensku húsmóðurinnar og hvernig hlutverk skólans hefur breyst í áranna rás. Í myndinni er gamli tíminn endurspeglaður með viðtölum við eldri nemendur skólans og með dýrmætum gömlum myndskeiðum sem sýna hversu mikilvægu hlutverki hann gegndi fyrir verðandi íslenskar húsmæður um miðbik síðustu aldar. Samhliða er fylgst með nemendum við skólann frá árinu 2016 og hversu mikil breyting hefur orðið á ímynd skólans. Vangaveltur um hlutverk húsmæðraskóla í dag, bæði hvað varðar gamaldags hlutverk kynjanna og hin dyggu grunngildi t.d. nýtni, viðhald fata, umhverfisvitund og spornun gegn matarsóun svo fátt sé nefnt.

Myndin er einstök samtímaheimild um húsmæðraskólann í Reykjavík sem enn stendur opinn fyrir þá nemendur sem hafa áhuga, þrátt fyrir óvissu um framtíð og mögulega yfirvofandi lokun hans.

 

Valdar myndir

Transnistria (Transnistria)
Intimate portraits of teens in an unrecognised Soviet territory 

The Viewing Booth (US, Israel, Palestine)
New insights into the most disputed videos from the Palestinian-Israeli conflict

The School of Housewives (Iceland)
The Nordic school that creates the perfect housewife

Moti Bagh (India)
The disappearing village where huge radishes grow

Dream in Silence (US/China)
Why it’s never too late to create your masterpiece

Soldier (Argentina)
The surreal life of a soldier in a country at peace

Kosher Beach (Israel)
Inside the secluded beach for orthodox Jewish women

 The Swing (Lebanon)
Would you lie to your father on his deathbed?

Baronesa (Brazil)
Life in one of the most dangerous neighborhoods in the world 

Maricarmen (Mexico)
What life is really like if you are blind

The Letter (Kenya)
The intricate story of deadly witchcraft accusations

Los Reyes (Chile)
Drugs, dogs and dating in a city park

The Kiosk (France)
The disappearing Parisian kiosk that sells dreams

 

Kvikmyndahátíðir sem sjá um tilnefningar

  1. Docaviv (Israel)
  2. Docs Lisboa (Portugal)
  3. Dokufest (Kosovo)
  4. Encounters South Africa (South Africa)
  5. El Gouna Film Festival (Egypt)
  6. Festival Internacional de Cine de Mar del Plata (Argentina)
  7. First Look (US)
  8. Guangzhou Int. Documentary Film Festival (China)
  9. International Film Festival of Kerala (India)
  10. Jeonju IFF (South Korea)
  11. Cinema Tropical (US covering South America)
  12. Reykjavik International Film Festival (Iceland)
  13. Docs Mx (Mexico)
Facebook
Twitter
LinkedIn
Email