UngRIFF

UngRIFF hefur verið haldin í leik- og grunnskólum landsins síðustu ár. Um er að ræða dagskrá með stuttmyndum sem hæfa hverjum aldursflokki fyrir sig.  Hver dagskrá inniheldur 6-8 stuttmyndir og er um 70-90 mínútur að lengd. Stuðningsefni fyrir kennara fylgir til þess að ræða við nemendur og nota við kennslu.

UngRIFF býður börnum upp á öðruvísi kvikmyndir en þeim bjóðast yfirleitt í kvikmyndahúsum landsins. Kvikmyndirnar snerta á samfélagslegum málum og skapast vitsmunalegar umræður milli barna að sýningum loknum. Þannig geta börnin reynt að komast að lausn tiltekinna mála sem auðgar samfélagslega vitund þeirra.

UngRIFF er skemmtileg og fræðandi upplifun þar sem dagskráin er sett þannig upp að börnin fá sérstakt námsefni um kvikmyndalæsi. Kennarar fá á einnig sérstakt kennsluefni sem er útbúið fyrir hvern flokk og nýtist í kennslu. Það fer síðan eftir umfjöllunarefninu hvernig verkefnin eru útfærð en almennt byggir námsefnið á hópavinnu, umræðum, íhugun, gagnrýni hugsun og spurningum.

Kennum börnum kvikmyndalæsi og gagnrýna hugsun Kynnum fyrir þeim mismunandi hliðar heimsins í gegnum linsu hreyfimynda Vekjum upp áhuga þeirra á samfélagslegum málum.

 

Okkar markmið með Barnadagskrá RIFF er að færa kvikmyndakennslu inn í íslenska grunnskóla og þar með efla gagnrýna hugsun og víðsýni nemenda og síðast en ekki síst gefa kennurum ný tækifæri og tól í kennslu.

   

Barnadagskrá RIFF 2020

Barnadagskrá RIFF 2020 var haldin í samstarfi við List fyrir alla þar sem boðið var upp á glæsilega dagskrá sem samanstóð af evrópskum stuttmyndum. Myndirnar voru sýndar í Norrænahúsinu yfir hátíðina og komust færri leikskólar og grunnskólar að sem vildu þar en einnig fór Bíóbíll RIFF hringinn í kringum landið sem sýndi dagskránna fyrir leik- og grunnskóla á landsbyggðinni. Á kvöldin var svo haldið Bílabíó sem sló rækilega í gegn.

Sýningar í Norrænahúsinu

4+ Dagskrá 2020

6+ Dagskrá 2020

9+ Dagskrá 2020

12+ Dagskrá 2020

14+ Dagskrá 2020