RIFF 2020 hlýtur Media styrk Evrópusambandsins

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin að vanda í haust í 17. sinn. Hátíðin fer fram dagana 24. september til 4.október næstkomandi. Hátíðin hlýtur í ár svokallaðan Creative Europe – Media styrk Evrópusambandsins upp á nærri 8 milljónir króna. RIFF er ein af af ríflega 30 kvikmyndahátíðum í Evrópu sem hlutu styrkinn en umsóknir voru um 100. Styrkurinn er lyftistöng fyrir hátíðina og ýmis ákvæði sem fylgja styrkveitingunni er varðar dagskrá og framkvæmd.

„Það er góð viðurkenning á starfi okkar að fá Media styrkinn sem sýnir að við erum á réttri braut. RIFF er á hinu alþjóðlega kvikmyndahátíðarkorti, hún þykir hafa sérstöðu í evrópsku samhengi og fagaðilar fylgjast vel með því sem við erum að gera. Þessa dagana er unnið að því að móta dagskrá hátíðarinnar sem verður að einhverju leyti óhefðbundin í kjölfar ástandsins síðustu mánuða. Fólk vill örugglega geta farið í bíó eftir að hafa verið mikið heima fyrir en við ætlum líka að leita nýrra og spennandi leiða til að sýna myndirnar okkar,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF.

Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt þegar líða tekur á sumarið. Áhugasamir geta fylgst með fréttum á heimasíðu og samfélagsmiðlum hátíðarinnar. Hátíðin er einnig styrkt af ríki og borg og ýmsum fyrirtækjum og stofnunum.

R. Samtökin eru sett á fót í samvinnu við um tíu aðrar kvikmyndahátíðir m.a. írsku kvikmyndahátíðina Galway Film Fleadh, Geneva International Film Festival í Sviss, Festival de Films CINEMANIA í Kanada, Midnight Sun Film Festival, í Finnlandi, Filmfest Hamburg í Þýsklandi og hollensku hátíðina Noordelijk Film Festival.

Megin tilgangur samtakanna er sá að til verði vettvangur fyrir forsvarsmenn evrópskra kvikmyndahátíða til að deila reynslu, hugmyndum og áætlunum. Einnig verður unnið að stefnumótun er varðar ákvarðanir um álitaefni og sameiginleg málefni og þróaðar leiðir til styðja við undirstöður kvikmyndageirans með ýmsu móti. Þannig skapist einstakt tækifæri til að ljá kvikmyndahátíðum um Evrópu alla sameinaða og sterkari rödd.

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email