RIFF fjölskyldubíó

Fyrr um daginn, klukkan 16:30  verður einnig verður boðið upp á fjölskyldubíó í Raufarhólshelli þar sem öll fjölskyldan getur notið saman sýningar á teiknimyndinni Eyjan hans Múmínpabba. Myndin fjallar um ævintýri múmínpabba á æskuárum hans og þegar hann hittir Múmínmömmu í fyrsta skipti og er sagan hluti af hinum klassíska sagnabálki Tove Jansson um Múmínálfana. Myndin er í leikstjórn Ira Carpelan frá árinu 2021. Hér er ómetanlegt tækifæri til að skapa minningar og njóta hins norræna sagnaarfs í stórbrotnu umhverfi.

 

Aðeins er um þessar þrjár sýningar að ræða og takmarkaður sætafjöldi í boði. Mikilvægt er að klæða sig vel fyrir hellasýningar. Raufarhólshellir er aðeins í 40 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík

 

Kaupa miða

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email