SEARCH

Search
Close this search box.

RIFF ómissandi á dagatali kvikmyndahátíða

Tímaritið The MovieMaker valdi  RIFF, Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, eina af tuttugu mikilvægustu alþjóðlegu kvikmyndahátíðum ársins.  Niðurstöðurnar voru birtar í gær á vef tímartisins; https://www.moviemaker.com/20-essential-international-film-festivals/ og þar er RIFF  talin upp í flokki þekktra kvikmyndahátíða á borð við San Sebastian, Rotterdam, Locarno, Mar Del Plata, CPHOX og Indie Lisboa.

„Við hjá RIFF erum mjög spennt og þakklát fyrir að verða fyrir valinu. Þetta eru mjög virtar hátíðir sem laða að ferðamenn , blaðamenn og kvikmyndagerðarmenn,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF.

Hátíðirnar tuttugu  eru taldar  ómissandi á dagatalinu, samkvæmt fréttinni. „ Ef þú átt möguleika á að sækja þær heim þá ættirðu að gera það.“ Og enn fremur segir:;  „Ef þú ert kvikmyndagerðarmaður sem hefur fengið myndina þína sýnda á viðkomandi kvikmyndahátíðum þá ættum við  að taka viðtal við þig því þá ertu annað hvort búinn að slá í gegn eða á barmi þess að slá i gegn.“

Tímaritið vill með þessu beina athygli að og fagna kvikmyndahátíðum, ekki aðeins fimm stærstu í heimi sem eru Cannes, Feneyjar, Toronto, Sundance  og Berlin, heldur virtum hátíðum sem eru afar mikilvægar til þess að vekja athygli á kvikmyndagerð í viðkomandi landi og  til þess að vekja athygli á vandaðri kvikmyndagerð.“

RIFF  nýtur stuðnings menningarmálaráðneytin og Reykjavíkurborgar auk fjölda stofnana og fyrirtækja. Á RIFF eru kynnt ný íslensk verk í vinnslu og kastljósi varpað á það sem vel er gert í íslenski kvikmyndagerð.

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email