RIFF setur umhverfisstefnu á oddinn

RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík vill vera í fararbroddi menningarhátíða með umhverfisvernd og sjálfbærni í nýrri stefnu sinni og breyttum áherslum í störfum í samvinnu við marga samstarfsfélaga hátíðarinnar.

 

Meðal þess sem RIFF hyggst gera í ár, til að uppfylla stefnumið sín, er að draga úr umhverfismengandi ferðalögum með samstarfsfélögum sínum, bílaleigunni Hertz, rafskútuleigunni HOPP and Strætó bs og í prentun efnis með prentsmiðjunni Ísafold og með notkun bola fyrir starfsfólk og gesti gerða úr 100% bómullarefni. Þá verður trjám plantað til kolefnisjöfnunar fyrir hvern flugfarþega sem sækir hátíðina heim. Environmental policy er áhersla RIFF í samstarfi við sex aðrar kvikmyndahátíðir í Evrópu og dagskrárliðir hátíðarinnar sem stuðla að umhverfisvitund hafa verið efldir.

 

Hertz leggur hátíðinni lið með rafbílum sem nýttir verða  til að ná í erlenda gesti á Flugstöð Leif Eiríkssonar. Hopp leggur starfsfólki hátíðarinnar til rafskútur til að ferðast á milli staða og á opnunardegi hátíðarinnar, 29. september, hefur Hopp ákveðið að fella niður gjöld þeirra sem nota Hopp rafskútur til að komast í Háskólabíó til að horfa á kvikmyndir RIFF! Strætó er einnig mikilvægur ferðamáti fyrir bæði starfsfólk og gesti RIFF. Þeir sem kaupa  hátíðarpassa geta ferðast frítt með strætó á meðan á hátíðinni stendur.

 

 “Við hvetjum hátíðargesti og kvikmyndaunnendur til að huga að umhverfinu í ferðaháttum og vinna með okkur að stefnunni. Erlendir gestir gera sér einnig ferð í Heiðmörk og leggja Benedikt Erlingssyni, leikstjóra, lið við gróðursetningu og ræktun sérstaks kvikmyndaskógar sem er einmitt stofnsettur til þess að draga úr umhverfismengandi áhrifum kvikmyndaiðnaðarins, hugmyndin er að hluti hans muni heita RIFF skógurinn,” segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF.

 

RIFF hefur einnig ákveðið að draga úr notkun prentaðs efnis á borð við dagskrá og plaköt, nýta vistvænan efnivið og auka notkun rafrænna gagna. Dagskráin okkar í ár er prentuð í færri eintökum og á færri síður en fyrri ár. Dagskráin er prentuð á umhverfisvænan pappír í samstarfi við svansvottaða prentsmiðju, Ísafold. Við viljum minna á verðmæti bæklingsins, ekki taka þér eintak til að henda því strax í ruslið – nýttu hann alla hátíðina eða lánaðu hann áfram og hjálpaðu okkur við grænu skrefin. Dagskráin verður einnig gefin út á rafrænu formi og hægt verður að nálgast hana á netinu og í nýju RIFF appi.

 

RIFF er í samstarfi við sex aðrar kvikmyndahátíðir í Evrópu, m.a. Thessalóníkuhátíðna í Grikkland og TIFF, Transilvaníuhátíðina í Rúmeninu um að vinna enn frekar að því að gera kvikmyndahátíðir umhverfisvænar og mun RIFF standa fyrir vinnusmiðju, væntanlega á næsta ári, fyrir starfsfólk þessara sjö hátíða. 

Dagskrárliðir hátíðarinnar sem auka meðvitund um umhverfismál hafa einnig verið efldir. Í gegnum árin hefur RIFF veitt verðlaun fyrir umhverfisvernd en á Bransadögum í ár vinnum við sérstaklega með áhrif kvikmyndaiðnaðarins á samfélagið og hvernig heimildarmyndagerðarmenn geta unnið í samstarfi við ólíka hópa í samfélaginu til þess að auka áhrifin af vinnu sinni. Löndin í Norðri eru í framvarðarsveit loftslagsbreytinga. Loftslagsbreytingar hafa stórkostleg áhrif á heiminn allan auk mikilla afleiddra félagslegra og efnahagslegra áhrifa. Documentaries geta hjálpað okkur til að skilja betur samhengi og áhrif og aðstoðað við að skerpa athyglina. Í gegnum kvikmyndir stuðlar hver saga að auknum alþjóðlegum skilningi og vitund, undirstöðu í  baráttu gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. RIFF 2022 sýnir flokk áhrifamikilla heimildamynda um mannréttinda- og umhverfismál. Þá er málþing einn af viðburðum hátíðarinnar í haust þar sem unnið er út frá framlagi kvikmyndagerðar til umhverfisverndar og mannréttindaþróunar í pallborðsumræðu, skipaðri sérfræðingum um þessi málefni, fræðimönnum, baráttufólki and kvikmyndagerðarfólki.

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email