SEARCH

Takk fyrir samstarfið!

Kæru áhorfendur, kvikmyndagerðarmenn, og samstarfsaðilar stórir sem smáir.Við erum ákaflega auðmjúk og þakklát fyrir frábært samtarf og mótttökur á RIFF í ár.Háskólabíó var miðstöð RIFF, þetta sögufræga hús tók á sig nýja mynd sem fallegt kaffihús og bar með notalegri setustofu. Það var gaman að fylgjast með áhorfendum spjalla á milli sýninga og að sjá breitt aldursbil gesta sem sameinaðist í bíó.

Norræna húsið sem fyrr gengdi hlutverki umræðu af ýmsu tagi auk þess sem við sýnum kvikmyndir og héldum matarviðburði.Marmkið okkar sem að RIFF stöndum er að sýna splunkunýjar gæðmyndir sem annars kæmu ekki til landsins og   að búa til upplifun. Við veljum myndir sem skipta máli og  viljum sýna fram á gildi kvikmynda sem afls til að þroska samfélagið okkar til betri vegar. Við teljum að það hafi tekist.Aðsókn á sýningar og viðburði var með besta móti. Við áætlun að alls hafi ríflega 25.000 manns sótt sýningar í Reykjavík og úti á landi. Þúsundur barna og ungmenna sóttu sýningar á vegum UngRIFF sem haldin er samhliða RIFF í kvikmyndahúsum víða um land.

Bransadagar og Talent Lab Smiðjan okkar fór ákaflega vel fram og var mjög el sótt.  Markmiðið með bransaviðburðum er að sýna fram á það sem vel er gert á kvikmyndalandinu Íslandi, fjalla um mikilvæg bransamálefni og efla tengslet milli Íslendinga og þeirra sem koma til landsins á okkar vegum en það voru um 200 manns í ár.Við hlökkum til að taka móti ykkur á næsta ári.

Starfsfólk RIFF

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email