Dagskráarkynning: Önnur Framtíð!

Önnur framtíð – flokkurinn á RIFF er þar sem kvikmyndir, sem þora að takast á við erfið umræðuefni, stíga fram. Hér má sjá nánari lýsingar og stiklur úr kvikmyndunum sem móta flokkinn í ár.

 

„Sveitalíf” eftir Rebekka Nystabakk – Í þessari heimildarmynd fylgist Rebekka með Rakel systur sinni taka við sauðfjárbúi föður þeirra í fjórða ættlið, en það eru umskipti fyrir Rakel og Idu, konu hennar, að gefa tónlistarferilinn upp á bátinn og flytja norður í fásinnið, enda kann Rakel ekki til verka og Ida hefur aldrei búið úti á landi.

Trailer

 

„Eyðilönd” eftir Nicolás Molina – Enn einn ganginn kvikna eldarnir á einu augabragði í skóglendinu við hafnarborgina Valparaíso í Síle. Svo ráðast þeir af ákafa á viðkvæmt gróðurlendið upp með víðernum landsins og fara þar hratt um. Þetta eru þær áskoranir og hættur sem blasa endurtekið við sjálfboðaliðunum í slökkviliði bæjarins.

 

„Landlaus” eftir Basel Adra, Hamdan Ballal, Yuval Abraham, og Rachel Szor – Þessi heimildarmynd er gerð af hópi Palestínumanna og Ísraela í því augnamiði að sýna hversu landrán ísraelskra stjórnvalda á hersetnum Vesturbakkanum hefur leikið heimahaga Araba grátt, svo sem í byggðunum við Masafer Yatta. Jafnframt er fylgst með því nána sambandi sem myndast á milli palestínska aðgerðasinnans Basels Adra og ísraelska blaðamannsins Yuval Abraham.

Trailer

 

„Sagan af Soleymane” eftir Boris Lojkine – Hælisleitandi að nafni Souleymane, sem hefur þann starfa að sendast með mat á hjóli sínu um París, hefur aðeins tvo daga til að undirbúa sig fyrir viðtalið sem sker úr um hvort hann fær landvistarleyfi.

 

„Fyrirbyggjandi Hlustun” eftir Aura Satz – Ríflega tuttugu vinnufélagar eru beðnir um að endurmeta án umhugsunar hvað sírenuhljóð merkir í eyrum þeirra: ákall um athygli, ákall um aðgerð, eða leiðsögn um lífið og möguleika þess.

Trailer

 

„Í Skjóli Myrkurs” eftir Nelson Makengo – Áform um að reisa stærsta orkuver Kongó eru talin munu færa heimili sautján milljóna íbúa landsins á kaf.

Trailer

 

„Líkaminn Einn” eftir Elina Psykou – Heimildarmyndin er ferðalag um þvera og endilanga Evrópu sem varpar ljósi á yfirráð fólks á eigin líkama.

Trailer

 

„Ástríður” eftir Yasemin Samdereli – Heimildarmynd sem fylgir eftir ákveðinni og kappsamri ungri konu sem þráir ekkert heitara en að keppa á Ólympíuleikunum.

Trailer

 

„Breyttur Veruleiki” eftir Silje Evensmo Jacobsen – Uppi í óbyggðum Noregs er fjölskylda ein að hlaða batteríin, en röð ömurlegra atburða á eftir að hrista upp í samveru hennar á staðnum, svo fólkið verður að horfast í augu við nýjan veruleika.

Trailer

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email