Riff Logo
Riff Dates (from 24-September-2026 to 04 october 2026)

KRAKKARÚV HLAUT HEIÐURSVERÐLAUN UNGRIFF 2025

UngRIFF var sett formlega í Smárabíó í dag. Um 700 nemendur í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins á aldrinum sex til þrettán ára komu saman á opnunarhátíðina. Opnunarmyndir hátíðarinnar verða myndin Stór í sniðum eftir Kristina Dufková fyrir 6 ára og eldri og Hunang eftir  Natasha Arthy fyrir 11 ára og eldri. Ólafur S.K. Þorvaldz leiklas myndina í Upptekinu með Gunnari Árnasyni en Fríða Þorkelsdóttir þýddi yfir á íslensku. UngRIFF þakkar þeim sérstaklega fyrir hjálpina. Birgir Dagur Bjarkarson var kynnir hátíðarinnar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs veitti heiðursverðlaun UngRIFF en Ungmennaráð hátíðarinnar valdi vinningshafann, í ár hlaut KrakkaRÚV verðlaunin fyrir framlag sitt til íslenskrar barnamenningar. Til hamingju KrakkaRÚV!

Ljósmyndari: Ragnar Visage

IMG 3222