Senda inn verk
Nú í ár verður 20. hátíð RIFF haldin dagana 28. september – 8. Október. Hátíðin er einn stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburður Reykjavíkurborgar. Lögð er áhersla á framsæknar og fjölbreyttar kvikmyndir. Markmið RIFF er að standa fyrir nýsköpun í kvikmyndaiðnaði, samfélagslegri og menningarlegri samræðu og síðast en ekki síst frekari uppbyggingu á alþjóðlegu tengslaneti.
Sérstök nefnd skipuð fagfólki úr kvikmyndaiðnaðinum velja kvikmyndir inn á hátíðina. Verðlaun eru veitt fyrir þær myndir sem þykja skara fram úr.
Hefur þú áhuga á að senda þitt verk inn?
Allar innsendar kvikmyndir fara í gegnum FilmFreeway
JIM JARMUSCH honorary recipient @RIFF
“My experience at the Reykjavik International Film Festival was fantastic. It is an unusual place (to say the least) and the people are gracious, respectful and also a little wild – a great combination in my opinion. I am very happy to have had this experience and to have met so many cool people interested in films, music, literature, elves and many mysteries of human nature”
Þátttökuskilyrði
Senda inn verk – Skilmálar
Er myndin mín gjaldgeng?
Til að kvikmyndin teljist gjaldgeng á RIFF 2023 verða umsækjendur að hafa lokið við myndina eftir 1. janúar 2022.
Myndin má ekki hafa verið sýnd opinberlega á Íslandi fyrir hátíðina, heldur frumsýnd á hátíðinni sjálfri.
Myndin verður að vera á ensku eða með enskum texta.
Hvað fæ ég fyrir umsóknargjaldið?
Almennt umsóknargjald er 7.600 ISK (um 55 EUR) en ef sótt er um fyrri hluta árs, þ.e. fyrir 6. mars er verðið 4.900 ISK (um 35 EUR). Umsóknargjald er ekki endurgreitt og fer í að fjármagna hátíðina á ýmsan hátt.
Hvernig myndir eru skoðaðar?
Dagskrárnefnd RIFF skoðar íslenskar og erlendar myndir, heimildarmyndir og leiknar myndir, án tillits til lengdar eða viðfangsefnis.
Farið er í gegnum allar umsóknir á hátíðina.
Hvernig eru myndirnar valdar?
Flokkun og samsetning dagskrár verður ákveðin af dagskrárnefnd RIFF. Ákvörðun nefndarinnar er endanleg. Þeir umsækjendur sem komast á hátíðina fá frekari upplýsingar um þetta þegar ákvörðun nefndarinnar liggur fyrir.
Umsóknargögnum er ekki skilað til umsækjenda. Sendið ekki frumeintök með umsóknum.
Umsækjendur sem komast á hátíðina fá einnig beiðni um að senda kynningarefni fyrir dagskrárrit, heimasíðu o.fl. Er það alfarið á ábyrgð þátttakenda að skila slíku efni á réttum tíma og í réttu sniði. Gert er ráð fyrir að myndir umsækjenda megi sýna á hátíðinni án endurgjalds.
Umsækjendur sem komast á hátíðina geta gert ráð fyrir að myndir þeirra verða sýndar 3-4 sinnum á hátíðinni og 4-5 sinnum á landsbyggðinni í mánuðinum eftir að RIFF lýkur, sem hluti af verkefninu RIFF um allt land. Verkefnið er ætlað að ná til áhorfenda sem annars hefðu ekki möguleika á að sjá dagskrá hátíðarinnar.
Þrír keppnisflokkar
Á RIFF eru þrír keppnisflokkar þar sem dómaranefnd velur bestu myndina: New Visions (fyrir fyrstu eða aðra mynd leikstjóra, í fullri lengd), A Different Tomorrow (fyrir heimildarmyndir) og stuttmyndaflokkarnir: Besta íslenska stuttmyndin, Besta erlenda stuttmyndin and The Golden Egg, sem veitt er bestu stuttmyndinni frá Reykjavík Talent Lab; auk fjölda annarra flokka sem ekki eru keppnisflokkar.
Myndir í fullri lengd sem valdar eru í flokkana New Visions and A Different Tomorrow koma til greina til dómaraverðlaunanna, sem og stuttmyndir sem valdar eru í stuttmyndaflokkana.
Sýniseintök
Sýniseintök á netinu eru ákjósanlegust en umsækjendur geta einnig sent DVD eða USB-minnislykla.
Öll sýniseintök skulu vera merkt með nafni myndar og sendanda.
Umsækjendur mega sækja um með eins mörgum myndum og þeir kjósa en þurfa að senda aðskildar umsóknir og sýniseintök fyrir hverja mynd.