Riff Logo
Riff Dates (from 24-September-2026 to 04 october 2026)

Í aðalkeppnisflokk RIFF, Vitrunum, er kastljósinu beint að upprennandi leikstjórum sem tefla fram sinni fyrstu eða annarri mynd. Þá er keppt um Gullna Lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar, en vinningshafar fyrri ára hafa reynst.
Þar má nefna Cloe Zhao sem tók við verðlaununum 2017, en hreppti Óskarsverðlaun þremur áðum síðar fyrir mynd sína Nomadland. Yorgos Lanthimos, sem hefur farið sigurför um kvikmyndaheiminn á síðustu árum með myndirnar Poor Things, The Lobster and The Favourite, tók við Gullna Lundanum árið 2009.

Í Vitrunum fá nýjar og djarfar raddir að heyrast, og verkum sem ögra hefðum og leika sér með kvikmyndaformið er gefið hátt undir höfði. Vitranir er vettvangur fyrir ferska listamenn sem eru tilbúin að taka áhættur og brjóta boxið. Í fyrra vann japanski leikstjórinn Kohei Igarashi með mynd sína Eilíf hamingja, eða Super Happy Forever.

Í flokknum í ár keppa eftirfarandi myndir:

TGBOF Yrsa Roca Fannberg still 1

Jörðin undir fótum okkar (The Ground Beneath Our Feet)(IS, PL) - Yrsa Roca Fannberg

„Lofsöngur um hvunndaginn”

Í þessari hugljúfu heimildamynd fylgjumst við með sólsetri lífsins á hjúkrunarheimili í Reykjavík, þar sem tíminn lýtur sínum eigin lögmálum. Leikstjórinn Yrsa Roca Fannberg hefur sjálf starfað á hjúkrunarheimilinu Grund til margra ára og hefur þar myndað náin tengsl við heimilismenn, sem jafnframt eru viðfangsefni myndarinnar. Myndin fangar hið ljóðræna í hinu hversdagslega og minningarnar sem vitja eru fallegar en um leið hverfular. The Ground Beneath Our Feet má heita lofsöngur um hvunndaginn þegar húmar að, í frásögn sem einkennist af mjúkri nálgun leikstjórans og mildi og aðgát í öllum efnistökum. Myndin er tekin upp á filmu og eftirvinnsla sérstaklega vönduð.

23 ALTNGO byMikkoParttimaa scaled

Ljósið sem aldrei deyr (A Light That Never Goes Out) (FI, NO) - Lauri-Matti Parppei

"Lækningarmáttur vináttu og tónlistar”

Í kjölfar taugaáfalls snýr 29 ára gamli flautuleikarinn Pauli aftur til heimahaganna í smábæ í Finnlandi. Hann hefur gefist upp á hljóðfæri sínu þegar hann rekst á gamla vinkonu sína, Iiris, sem býr til tilraunamúsík. Í gegnum óreiðukenndar tónsmíðar hennar finnur Pauli leiðina til bata og viljann til að spila á ný. Þó framvinda myndarinnar sé afmörkuð við finnskan bæ sem ef til vill fáir kannast við speglar frásögnin tilfinngalega einangrun og lækningarmátt samfélagsins, sem hvert heimsbarn ætti að þekkja.

3

Forboðnir ávextir (Cactus Pears) (IN, CA, UK) - Rohan Kanawade

„Hugljúfur óður til ólíklegra tengsla”

Borgarbúinn Anand þarf að verja tíu dögum í að syrgja föður sinn í hrjóstrugum sveitum vestur-Indlands. Í fásinninu myndar hann náin tengsl við bónda sem er heldur vanur því að vera einstæðingur. Þegar sorgartíminn rennur sitt skeið og heimkoman nálgast stendur Anand frammi fyrir spurningu: á samband þeirra - sem varð til við svo erfiðar aðstæður - einhverja framtíð? Þessi sannkallaða perla sló í gegn á Sundance-hátíðinni og er vís til þess að heilla gesti RIFF upp úr skónum.

riff 2025 solomamma still hi res 0 2664406

Mömmusóló (Solomamma) (NO, LT, LV, FI, DK) - Janicke Askevold

„Verður forvitnin henni að falli?”

Edith, forvitin blaðakona á fimmtugsaldri, afræður að eignast barn með aðstoð sæðisgjafa. Það reynist þrautin þyngri að vera einstæð móðir og hún fer að efast um ákvörðunina. Þegar hún kemst að því hver sæðisgjafinn er ákveður hún að hitta hann undir því yfirskini að taka viðtal við hann um farsælt fyrirtæki hans. Afleiðingarnar hrista hressilega upp í tilfinningalífi Edith, og þeirra í kringum hana.

1

Fyrirgefðu, vina (Sorry, Baby) (US) - Eva Victor

A young woman vanishes at a rave in southern Morocco. Luis, her father, and Esteban, her brother, journey into the desert in search. A sensory, minimalist road movie blending trance rhythms with grief, found family bonds, and a spiritual trek across stark, inhospitable terrain.

riff 2025 strange river still hi res 0 2649681 scaled

Kynlegt fljót (Strange River) (ES, DE) - Jaume Claret Muxart

„Þroskasaga á mörkum drauma og veruleika”

Eitt gullið sumar heldur hinn 16 ára Dídac, bræður hans þrír og foreldrar, í hjólatúr niður eftir Dóná. Ferðalagið reynist þó verða bæði fisískt og tilfinningalegt fyrir fjölskylduna. Á leiðinni rekst Dídac ítrekað á Alexander, dularfullan dreng sem virðist búa í ánni og skýtur upp kollinum hér og þar. Dídac verður hugfanginn af Alexander, en fljótlega fer að bera á aukinni spennu í samskiptum Dídac við bræður hans og móður þeirra, sem lýst ekkert á blikuna. Í landslagi kvikmyndanna þar sem þroskasögur um hinseginleika eru oftar en ekki tragískar og flóknar, fær þessi fyrsta mynd Jaume Claret Muxart sérstakt lof fyrir léttleika og einlægni í jafnframt róttækri úrvinnslu hans á viðfangsefninu.

Lost At Sea Shipwrecked Triptych Still 2

Þríleikur um skipbrot (The Shipwrecked Triptych) (DE, NL, DK) - Deniz Eroglu

„Þríþætt hugleiðing um mannlegar þarfir”

Hugtakið skipbrot getur þýtt margt; að vera útskúfaður og dæmdur til jaðarsetningar meðal manna, að lifa í viðvarandi millibilsástandi eða þurfa að fást við geðþóttaákvarðanir samfélagsins, stofnana og einstaklinga. Í þessari einstaklega frumlegu og marglaga mynd leikstjórans Deniz Eroglu eru allir þættir málsins skoðaðir, þrjár ólíkar sögur fléttast saman og þessi mannlega þörf til þess að tilheyra er krufin.

RIFF 2025 takes place in Reykjavík from September 25th to October 5th , and we can’t wait to welcome filmmakers and audiences from around the world.