Riff Logo
Riff Dates (from 24-September-2026 to 04 october 2026)
DSCF9857

Miðasalan er hafin á RIFF sem hefst þann 25. september n.k. og mun standa til 5. október í Háskólabíói. Opnunarmyndin er Kim Novak‘s Vertigo, heimildarmynd Alexandre O. Philippe um samnefnda stórleikkonu og lokamyndin er The Wizard of the Kremlin eftir Olivier Assyas með Jude Law og Paul Dano í aðalhlutverkum, en myndin kemur glæný frá Feneyjum þar sem hún var heimsfrumsýnd um daginn, og leikstjórinn verður viðstaddur á RIFF.

Glæsilegt úrval gæðamynda! Sýndar verða um 60 kvikmyndir í fullri lengd auk fjölda stuttmynda frá alls 66 löndum–þar á meðal Brasilíu, Bangladesh, Perú og Lúxemborg–og öllum heimshornum. Fjöldi Norðurlandafrumsýninga er á RIFF og margar myndanna koma hingað frá virtustu hátíðum í heimi s.s. Cannes, Feneyjum, Toronto og Rotterdam. Því er hátíðin eins og venjulega einstakt tækifæri til að sjá bestu myndir ársins en flestar myndanna verða ekki sýndar áfram í bíói hérlendis!

Sýningar í þessa ellefu daga fara fram í Háskólabíói sem er aðalsýningarstaður og hjarta RIFF, en jafnframt í Norræna húsinu og í Slippbíói á Hótel Marina. Auk þess verður kvikmyndadagskrá RIFF um víðan völl–í litlum verslunum, bókasöfnum, hvalaskoðunarbáti og hótelum – undir nafninu RIFF um alla borg. Þá teygir verkefnið RIFF um allt land sig út um allt Ísland.

Myndirnar eiga það sammerkt að endurspegla það besta sem alþjóðleg kvikmyndagerð hefur uppá að bjóða. Um er að ræða nýjar gæðamyndir af ýmsu tagi eftir vel þekkta leikstjóra á borð við Bennie Safdie, Scarlett Johansson, Alfred Hitchcock, Apichatpong Weerasethakul, Anton Corbijn og Albert Serra yfir í framsæknar kvikmyndir eftir nýja leikstjóra sem keppa um Gullna lundann. Sannkölluð meistaraverk þar sem oft eru farnar nýjar leiðir í kvikmyndalistinni.

Meðal mynda sem RIFF sýnir í ár er hin ljúfsára ELEANOR THE GREAT sem er frumraun Scarlett Johansson sem sló í gegn í Toronto og Feneyjum fyrir skemmstu. THE SMASHING MACHINE eftir Bennie Safdie sem hreppti meðal annars leikstjóraverðlaunin í Feneyjum um daginn og uppskar 23 mínútna standandi lófatak, hið lengsta í sögu hátíðarinnar. Bennie kynnir myndina í beinni á RIFF; Gullpálmamyndina Uncle Boonmee Who Can Recall His Past Lives frá 2010 eftir heiðursgest RIFF í ár, Apichatpong Weerasethakul sem er einstök bíóupplifun, CONTROL eftir annan heiðursgest ársins, Anton Corbijn, heimildarmyndin AFTERNOONS OF SOLITUDE eftir Albert Serra sem slegið hefur hvarvetna í gegn, SORRY, BABY sem hlaut handritsverðlaunin á Sundance og er sú mynd sem hefur fengið hvað hæsta einkunn gagnrýnenda á árinu; SIRAT eftir Oliver Laxe sem setti Cannes á hliðina í vor, skipti áhorfendum í tvennt, endaði á að hreppa Jury Prize og er framlag Spánar til næstu Óskarsverðlauna; THE MASTERMIND eftir Kelly Reichardt sem keppti um Gullpálmann í Cannes og var þar valin Critics’ Favourite; Two Seasons, Two Strangers sem hlaut Gullna hlébarðann í Locarno; VERTIGO eftir Hitchcock sem tímaritið Sight and Sound valdi Bestu mynd allra tíma árið 2012 og SISTER eftir Ursulu Meier sem hreppti Silfurbjörninn í Berlín 2012.

Vegleg ljósmyndasýning með myndum af þekktum tökustöðum hérlendis fyrir þekkt erlend framleiðsluverkefni bæði bíó og sjónvarp, séð með augum eins þekktasta landslagsljósmyndara Íslands, Páls Stefánssonar, verður sett upp í Leifsstöð og Háskólabíói. Bíóinu verður breytt í huggulega menningarmiðstöð, Rabbabarinn, þar sem kjörið er að tylla sér fyrir og eftir bíósýningar.

Rozpoczęła się sprzedaż biletów na poszczególne pokazy, a aplikacja RIFF jest już dostępna. Sprzedawane są karty rabatowe, a pojedynczy bilet kosztuje około 1400 koron, jeśli kupisz kartę 8 biletów, a karnet jest ważny na wszystkie filmy. Karnet festiwalowy kosztuje 20% ze zniżką dla studentów, osób niepełnosprawnych i seniorów.

 
 

Tölfræði fyrir RIFF 2025

– Þetta árið fer RIFF fram í tuttugasta og annað skiptið og mun hátíðin í heild sýna 242 praca filmowa.
– Þar af eru 65 myndir í fullri lengd og 182 stuttmynd.
Hlutfall mynda eftir konur og karla er jafnt.
– Við sýnum í heildina 33 ný íslensk verk á RIFF. Fjöldi heimsfrumsýninga og tugir Norðurlandafrumsýninga.
Margar myndanna koma beint frá stóru hátíðunum m.a. fjórar frá nýafstaðinni Feneyjarhátíð.
UngRIFF sýnir fimm myndir í fullri lengd og býður fjölda skólabarna um allt land í bíó. Þá verða í boði fjölskyldusýningar í Háskólabíói og Norrænahúsinu og Slippbíó. Myndirnar eru flestar leiklesnar á íslensku eða með íslenskum texta.
– Sérstök sýning fyrir börnin fer fram í Raufárhólshelli Gdzie Múmínálfamynd verður sýnd.

Verðlaun á RIFF 2025

Sekcja konkursowa filmów na RIFF nazywa się Vitranir (Nowe wizje) , gdzie osiem filmów nowych i początkujących reżyserów (pierwsze lub drugie dzieło) rywalizuje o główną nagrodę festiwalu, Golden Puffin. Nagroda jest przyznawana od 2005 r., a RIFF chce w ten sposób wspierać młodych i obiecujących reżyserów.

Stuttmyndakeppni RIFF 2025: RIFF heldur árlega samkeppni íslenskra stuttmynda og munu RÚV og Trickshot veita verðlaun fyrir bestu myndina. Sýningar á myndunum fara fram í fjórum hlutum og horft er á hvern þeirra í heilu lagi. Sýningar munu fara fram í Háskólabíó.

Heiðursverðlaun verða veitt á RIFF þeim heiðursgestum sem koma til Íslands vegna hátíðarinnar.

Dómnefnd Unga Fólksins velur vinningsmynd þvert á flokki en í ár skipa nefndina þau Ísak Hinriksson, Elín Ramette og Brynjar Daðason.

Grzmiące brawa

RIFF væri ekki til nema fyrir stuðning menningarmálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Creative Europe MEDIA auk mikilvægs framlags fyrirtækja og stofnana á borð við Iceland Hotel Collection By Berjaya, Aztiq, Kvikmyndamiðstöð Íslands, RÚV, Hertz, Luxor, Íslandsstofu, TVG Zimsen, fjölda sendiráða víða um heim og margra fleiri.

RIFF byrjar eftir eina viku og við getum ekki beðið eftir að sjá ykkur í Háskólabíó!