RIFF OG ICELAND HOTEL COLLECTION BY BERJAYA Í ÁFRAMHALDANDI SAMSTARF

RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík og hótelkeðjan Iceland Hotel Collection by Berjaya hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning. Um er að ræða framhaldssamning milli hátíðarinnar og hótelanna en samstarfið nær aftur til ársins 2022.
Arndís Anna Reynisdóttir, forstöðumaður sölu og markaðssviðs Iceland Hotel Collection, hefur verið afar ánægð með samstarfið síðustu ár. „Það er frábært að geta tekið þátt í blómlegu menningarlífi Reykjavíkurborgar með þessum hætti.” Segir Arndís Anna. „Samstarfið hefur verið skemmtilegt fyrst og fremst og það er alltaf að gaman að sjá hvernig lifnar yfir borginni á meðan hátíðinni stendur.”

Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF tekur undir þetta. „Við hjá RIFF erum í skýjunum með frábært samstarf við Canopy-hótelin og það er okkur mikið ánægjuefni að halda því áfram, en samstarfið á stóran þátt í því að gera okkur kleift að halda jafn veglega kvikmyndahátíð ár hvert,” segir Hrönn við þetta tilefni. „Þáttur Berjaya-hótelanna í öllu því sem við getum boðið erlendum gestum okkar verður seint ofmetinn. Við þökkum Berjaya hjartanlega fyrir frábært samstarf og hlökkum mikið til að vinna með þeim í framtíðinni.”
RIFF verður haldin í 22. sinn í ár og stendur yfir 25. september til 5. október í Háskólabíó. Dagskráin í ár er ekki síðri en á fyrri hátíðum og er stappfull af spennandi kvikmyndum hvaðanæva að úr heiminum, hver og ein til þess fallin að kveikja umræður, vekja undrun og lýsa upp menningarlíf Reykjavíkur í haust.
