Skráðu þig á póstlistann okkar

Dagskrá dagsins

Skoða dagskrá

Fréttir og tilkynningar

Upplýsingar

Ég hlakka til að sjá...

Saga Garðarsdóttir, leikkona
sjá Anatomy of Violence eftir Deepa Mehta sem er byggð á sannsögulegum atburðum eftir einn fremsta leikstjóra okkar tíma. Mig dauðlangar líka að sjá Veraldarvönu stúlkuna því ég er forfallinn aðdáandi ótaminna ástríða og ég ætla að sjá Dýrafræði eða Zoology afþví að ég er líka kona með hala.
“ – Saga Garðarsdóttir, leikkona
Anna Margrét Björnsson, blaðamaður

nýjustu kvikmynd Alejandro Jodorowskys sem nefnist Endless Poetry. Jodorowsky er gríðarlega mikilvægur leikstjóri og listamaður og hefur fært heiminum stórkostlegar myndir eins og Holy Mountain og El Topo.  Hann er mjög merkilegur maður í alla staði og hefur einstaka og djúpa sýn á veröldina og andleg málefni. Endless Poetry er annar hlutinn í röð sjálfsævisögulegra mynda hans og er án efa ævintýraleg og heillandi.

“ – Anna Margrét Björnsson, blaðamaður
Berglind Pétursdóttir, samfélagsmiðladrottning og samtímadansari

Mr. Gaga, myndina um Ohad Naharin sem er orðinn að algjörri goðsögn í dansheiminum fyrir löngu. Fólk sem hefur gengið í gegnum dansnám veit fátt betra en að sjá danshöfund öskra á aðra dansara og láta þá framkvæma fáránlega hluti. Svo fékk ég mikla gæsahúð í gömul dansarameiðsli yfir trailernum.

“ – Berglind Pétursdóttir, samfélagsmiðladrottning og samtímadansari
Dr. Gunni, fjölmiðlamaður og tónlistarspekúlant

margar myndir á RIFF. Til dæmis nýju Thomas  Winterberg, Kommúnan, af því hann er alltaf góður; Kynlífshofið, heimildarmynd um einhverja graða Norðmenn; Sonita, íranska mynd um  stelpu sem dreymir að verða rappari; og Baskavígin, sem segir frá eina fjöldamorði Íslendinga.

“ – Dr. Gunni, fjölmiðlamaður og tónlistarspekúlant
Hrafn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður og pistlahöfundur

Anatomy of Violence eftir Deepa Mehta sem skoðar alræmda hópnauðgun sem átti sér stað í Delhi árið 2012 og, að því er virðist, eðli ofbeldis og rætur þess í samfélögum. Ég hlakka líka til að sjá íslenska stuttmyndaflokkinn. Á hverju ári finnst mér hann vera einna skemmtilegasti hluti hátíðarinnar. Þarna eru samankomin allskonar íslensk verk sem fá kannski litla sem enga frekari sýningu á Íslandi.

“ – Hrafn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður og pistlahöfundur