LEITA

Smart7

SMART7 flokkurinn á RIFF

RIFF (Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík) tekur  þátt í samstarfsverkefninu SMART7 sem er samstarfsverkefni sjö kvikmyndahátíða í Evrópu.

Samstarfið hefur það hlutverk að kynna unga kvikmyndagerðarmenn sem þykja skara framúr en í flokkinn eru valdar myndir eftir unga og spennandi leikstjóra sem þykja fara nýstárlegar leiðir í sköpun sinni.  Hlutverk Smart7 er jafnframt að styrkja samvinnu og samstarf milli hátíðanna semallar svipuð markmið að leiðarljósi sem er að vekja ahygli á óháðii kvikmyndagerðarlist með áherslu á unga og framsækna leikstjóra.  Smart7 nýtur stuðnings Creative Media.

Þær kvikmyndahátíðir sem saman standa að samstarfinu eru:  

New Horizons International Film Festival (Pólland),

IndieLisboa International Film Festival (Portúgal),

Thessaloniki International Film Festival (Grikkland),

Transilvania International Film Festival (Rúmenía),

FILMADRID International Film Festival (Spánn),

Reykjavik International Film Festival (Iceland),

Vilnius International Film Festival Kino Pavasaris (Litháen)

Allar sýna þessar hátíðir sömu myndirnar og munu vinna náið saman til að ná því sameiginlega markmiði að dreifa hágæða kvikmyndagerð til sem flestra í Evrópu.

Smart7 myndirnar 2023