Search
Close this search box.

LEITA

Search
Close this search box.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík

RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík – er meðal stærstu og fjölbreyttustu menningarviðburða í landinu. RIFF er sjálfstæð og óháð hátíð sem rekin er án hagnaðar. Starfsfólk RIFF vinnur allan ársins hring við undirbúning en þegar nær dregur hátíð kemur inn fjöldi sjálfboðaliða frá öllum heimshornum og á hátíðin þeim mikið að þakka.

Í ellefu daga á hverju hausti flykkjast Íslendingar í bíó til að sjá það besta og ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Enn fremur býðst gestum að spjalla við leikstjóra um verk sín, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og listasýningar, og að sjá kvikmyndir við óhefðbundin skilyrði –  í sundi, í helli eða í stofunni hjá þekktum kvikmyndagerðarmanni!

Dagskráin setur unga kvikmyndagerðarmenn og framsækna kvikmyndagerð á oddinn. Aðalverðlaun hátíðarinnar, Gyllti lundinn, eru til dæmis tileinkuð kvikmyndagerðarmanni fyrir sína fyrstu eða aðra mynd.

RIFF er ekki síður mikilvægur vettvangur fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn til að kynna verk sín fyrir umheiminum. Fjöldi erlendra blaðamanna og bransafólks sækir hátíðina ár hvert og áhugi þeirra á því að kynna sér íslenskar kvikmyndir leynir sér ekki.

Hátíðin reynir að sýna framleiðslu liðins árs, frumsýna nýjustu myndirnar og gera íslenskri stuttmyndagerð hátt undir höfði. Besta íslenska stuttmyndin fær verðlaun frá RÚV, sem kaupir sýningarrétt hennar, en Gullna eggið kemur í hlut bestu stuttmyndarinnar sem tekur þátt í Kvikmyndasmiðju RIFF [e. Talent lab.]

Við hjá RIFF trúum við því að bíó geti breytt heiminum. Heimildarmyndir skipa sífellt stærri sess í dagskrá hátíðarinnar og leiknar myndir sem láta sig sérstaklega varða mannréttindi, lífsgæði og umhverfismál fá ríkulegt pláss.

Sjáumst í bíó!

Sögulegur bakgrunnur og staðsetning

 

Saga

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík – RIFF, var stofnuð árið 2004. Stofnendur voru Hrönn Marinósdóttir ásamt hópi kvikmyndaáhugamanna, sem sáu fyrir sér hátíð sem kynni að brúa menningarmun, efla íslenska kvikmyndagerð á alþjóðavettvangi og skapa rými fyrir ungt hæfileikafólk til að koma verkum sínum og hæfileikum á framfæri. Sá draumur hefur nú ræst. RIFF hefur vaxið hratt, er ein stærsta menningar- og borgarhátíð á Íslandi og laðar nú að sér kvikmyndagerðarmenn og kvikmyndaunnendur frá öllum heimshornum.

Á rúmum tveimur áratugum hefur RIFF tekið á móti fjölda virtra heiðursgesta, þar á meðal má nefna fræga leikstjóra á borð við Milos Forman, Werner Herzog, Darren Aronofsky og Jim Jarmusch. Fjöldi hæfileikafólks á heimsmælikvarða hefur þannig lagt sitt af mörkum til að byggja upp orðspor hátíðarinnar sem lykilhátíð fyrir frumlegar og framsæknar kvikmyndir.

Óskarsverðlaunamyndin „Poor Things,“ eftir leikstjórann Yorgos Lanthimos, er listrænt og áhrifaríkt verk sem vakti hylli gagnrýnenda og almennings um allan heim. Myndin var sérstaklega forsýnd á RIFF, en hátíðin er í sérstöku uppáhaldi hjá gríska leikstjóranum.

Auk þessara nafntoguðu gesta hefur RIFF, ár eftir ár, sameinað fjölbreyttan hóp kvikmyndagerðarmanna, leikara og fagfólks úr kvikmyndaheiminum og myndað líflegt og frjósamt samfélag sem getið hefur af sér dýrmæt tengsl og skapað jarðveg fyrir árangursríkt samstarf.

Eitt sérkenna RIFF er áhersla á að skapa eftirminnilegar og öðruvísi upplifanir fyrir gesti. Þetta kemur fram í ýmsum sérviðburðum hátíðarinnar, sýningum á óhefðbundnum stöðum eins og sundlaugum, í náttúrunni, á söguslóðum og jafnvel í heimahúsum. Þessar einstöku sýningar og einstakur mannauður sem sameinast um að láta þær verða að veruleika, gera RIFF að menningarhátíð í sérflokki.


Staðsetning

Miðstöð RIFF árið 2024 er Háskólabíó, sögufrægt kvikmyndahús í Reykjavík sem byggt var árið 1961. Háskólabíó skapar fullkomna umgjörð fyrir fjölbreytta dagskrá hátíðarinnar. Bíóið hefur lengi verið einn af hornsteinum menningarlífs í Vesturbæ Reykjavíkur og hýsir fjölbreytta viðburði frá kvikmyndasýningum til tónleika og sérviðburða af ýmsu tagi.

Auk Háskólabíós býður RIFF upp á sýningar og viðburði á ýmsum stöðum víðsvegar um borgina. Norræna húsið, teiknað af hinum heimsfræga finnska hönnuði Alvar Alto, er annar af lykilstöðum hátíðarinnar þar sem boðið er upp á sérviðburði í hjarta borgarinnar, með einstaka nálægð við náttúruna í Vatnsmýrinni. Bókasöfn og hjúkrunarheimili eru einnig nýtt sem sýningar- og viðburðastaðir, sem tryggir að RIFF gegni hlutverki sínu, bjóði upp á bíó fyrir alla og nái til breiðs og fjölbreytts hóps.

RIFF hefur skuldbundið sig til að tryggja aðgengi sem flestra að hátíðinni með ráðningu aðgengisfulltrúa, nýrri aðgengisstefnu og gerð sjálfbærnistefnu. RIFF Around Town verkefnið er til að mynda liður í því að auka aðgengi að hátíðinni, þar sem sýningarnar ferðast inn á staði eins og bókasöfn, hjúkrunarheimili og jafnvel fangelsi.

Skrifstofa RIFF er til húsa að Tryggvagötu 11, 101 Reykjavík, 5. hæð.

HEIÐURSGESTIR 2024

1356099

Nastassja Kinski

JONAS-IN-STHLM-HENRIK HALVARSSON 2

Jonas Åkerlund

Athina Rachel Tsangari

Athina Rachel Tsangari

MV5BNTZkMTU4MjctZjk4NC00ZDNhLTk5ZWItNmZjNWUzMDI3NjUxXkEyXkFqcGc@._V1_

Bong Joon-ho

VERÐLAUN OG DÓMNEFNDIR

VITRANIR

Ava Cahen (New Visions Jury)

Ava Cahen

Elad Samorzik Portrait 2024

Elad Samorzik

ingvar-sigurdsson-portre-800x533

Ingvar Sigurðsson

ÖNNUR FRAMTÍÐ

image (1)

Andri Snaer

Tine_Klint

Tine Klint

RAKEL jury

Rakel Garðarsdóttir

ALÞJÓÐLEGAR STUTTMYNDIR

Lasse-Linder-Portrait

Lasse Linder

DIPO

Loran Batti

erlingur-5

Erlingur Óttar Thoroddsen

ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR

bergur Jury_pick

Bergur Árnason

RIFF-Jury-member-director-photo

Sarah Gyllenstierna

image00001

Katla Katla Njálsdóttir

GULLNA EGGIÐ

Bjarni Felix Bjarnason

Bjarni Felix Bjarnason

Hrafnkell Stefansson

Hrafnkell Stefánsson

Silla Berg

Silla Berg

DÓMNEFND UNGA FÓLKSINS

Harpa Hjartardóttir

Harpa Hjartardóttir

Artúr Siuzev

Artúr Síuzev Guðnason

HEADSHOT

Arína Vala