Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík

RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík – er einn stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburðurinn á Íslandi. RIFF er sjálfstæð og óháð kvikmyndahátíð sem rekin er án hagnaðar. Starfsfólk okkar vinnur allan ársins hring við undirbúning en þegar nær dregur hátíð kemur inn fjöldi sjálfboðaliða frá öllum heimshornum og eigum við þeim mikið að þakka.

Í ellefu daga á hverju hausti flykkjast Íslendingar í bíó til að sjá það besta og ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Enn fremur býðst gestum að spjalla við leikstjóra um verk sín, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og listasýningar, og að sjá kvikmyndir við óhefðbundin skilyrði –  í sundi, í helli eða í stofunni hjá þekktum kvikmyndagerðarmanni!

Dagskráin setur unga kvikmyndagerðarmenn og framsækna kvikmyndagerð á oddinn. Aðalverðlaun hátíðarinnar, Gyllti lundinn, eru til dæmis tileinkuð kvikmyndagerðarmanni fyrir sína fyrstu eða aðra mynd. Hjá RIFF trúum við því að bíó geti breytt heiminum. Heimildarmyndir skipa sífellt stærri sess í dagskrá hátíðarinnar og leiknar myndir sem láta sig sérstaklega varða mannréttindi, lífsgæði og umhverfismál fá ríkulegt pláss.

RIFF er ekki síður mikilvægur vettvangur fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn til að kynna verk sín fyrir umheiminum. Fjöldi erlendra blaðamanna og bransafólks sækir hátíðina ár hvert og áhugi þeirra á því að kynna sér íslenskar kvikmyndir leynir sér ekki.

Hátíðin reynir að sýna framleiðslu liðins árs, frumsýna nýjustu myndirnar og gera íslenskri stuttmyndagerð hátt undir höfði. Besta íslenska stuttmyndin fær verðlaun frá RÚV, sem kaupir sýningarrétt hennar, en Gullna eggið kemur í hlut bestu stuttmyndarinnar sem tekur þátt í Kvikmyndasmiðju RIFF (Talent lab).

Dagskráin og flokkun kvikmynda

(Keppnisflokkur um Gullna lundann, aðalverðlaun RIFF) – Í Vitrunum tefla níu nýir leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Þessar myndir ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísa veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar.

 Á hverju ári þyrla sömu myndirnar upp ryki á kvikmyndahátíðum víða um heim. Þetta eru meistarastykki sem sum hver eru úr smiðju þekktra kvikmyndagerðarmanna en önnur koma áhorfendum algerlega í opna skjöldu.

Getum við haldið í það lífsmynstur sem við erum vön eða er kominn tími til að breyta til? Ræður plánetan við ágang mannsins? Komum við vel fram hvert við annað? Í flokknum Önnur framtíð er að finna áhrifamiklar kvikmyndir um mannréttinda- og umhverfismál. Bíó getur breytt heiminum.

Heimildarmyndadagskrá RIFF miðar að því að fræða og upplýsa áhorfendur, en ekki síður að miðla þekkingu með óhefðbundnum leiðum. Góð heimildarmynd kveikir í ímyndunaraflinu og getur haft sterk áhrif á áhorfendur og samfélagið með óvæntu sjónarhorni eða nýjum upplýsingum.

Tónlist gegnir lykilhlutverki í lífi og dægurmenningu okkar. Í þessum flokki er einblínt á heimildarmyndir sem veita innsýn í líf tónlistarmanna og menningarheima þeirra og færa þar að auki áhorfendur á tiltekinn stað og stund.

Sjö sniðugar er nýr flokkur á RIFF sem er afrakstur samstarfs sjö evrópskra kvikmyndahátíða. Í þessum flokki sýnum við alþjóðlegar verðlaunamyndir eftir upprennandi leikstjóra frá hverju þátttökulandi.

Kvikmyndahátíðarnar sem taka þátt í Smart7 verkefninu eru New Horizons í Póllandi, IndieLisboa í Portúgal, Kvikmyndahátíð Þessaloníku, Kvikmyndahátíð Transilvaníu, FILMADRID á Spáni, Kvikmyndahátíðin í Vilníus og RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík.

T.B.A.

Listrænar kvikmyndir eru oftar en ekki afsprengi eins huga, kvikmyndahöfundar með einstaka sýn og ótrúlega hæfileika. Í þessum flokki fögnum við slíkum meisturum og sýnum verk þeirra.

RIFF er skurðpunktur íslenskrar og erlendrar kvikmyndalistar. Hér eru sýndar nýjar kvikmyndir sem hafa sterka tengingu við land og þjóð.

Á næturna fara draugar, uppvakningar og ýmsar vættir á kreik. Þá hefjast líka miðnæturtryllar RIFF með mögnuðum hryllingsmyndum sem hræða úr okkur líftóruna á skemmtilegan hátt.

Hér er á ferðinni úrval áræðinna, áleitinna og listrænna alþjóðlegra stuttmynda sem valdar eru af kostgæfni. Fjölbreyttar og hæfileikaríkar raddir fara með áhorfandann í ferðalag um víða veröld, víkka sjóndeildarhring hans og umbylta kvikmyndaforminu.

Gullna eggið er keppnisflokkur með stuttmyndum frá upprennandi leikstjórum sem taka þátt í kvikmyndasmiðju RIFF Talent Lab.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, snýst um upplifun og þó það jafnist fátt á við hefðbundna bíóferð þá finnst okkur mikilvægt að hrista upp í dagskrá hátíðarinnar með fjölbreyttum sérviðburðum.

Heiðursgestir 2023

53237570325_337c95b65f_o

Vicky Krieps

Creative Excellence Award

53237570560_a7877d9052_o

Luca Guadagnino

Creative Excellence Award

53237445599_19e592bfa1_o

Isabelle Huppert

Creative Excellence Award

Nicolas Philibert

Creative Excellence Award

Catherine Breillat

Honorary Guest

Luc Jacquet

Green Puffin Award

Örn Árnason

UngRIFF Honorary award

Heiðursgestir RIFF frá upphafi eru Jim Jarmusch, Mike Leigh, Ruben Östlund, Milos Forman, Peter Greenaway, Costa-Gavras, Hanna Schygulla, Béla Tarr, Aki Kaurismäki, Hal Hartley, Shirin Neshat, Susanne Bier, Atom Egoyan, Abbas Kiarostami, Dario Argento, Thomas Bangalter, Guy-Manuel de Homem Christo, James Marsh, Lone Scherfig, Marjane Satrapi, Aleksandr Sokurov, Andrea Arnold, Ulrich Thomsen, Ulrike Ottinger, Damo Suzuki, Darren Aronofsky, Deepa Mehta, Werner Herzog, Olivier Assayas, Valeska Grisebach, Jonas Mekas, Laila Pakalnina, Sergei Loznitsa, Mads Mikkelsen, John Hawkes, Claire Denis og Katja Adomeit.