LEITA

VEFVERSLUN

VEFVERSLUN

ALMENNAR UPPLÝSINGAR

Þau sýningarhús sem aðallega verða notuð á meðan RIFF stendur eru Háskólabíó og Norræna húsið.

PASSAR OG KLIPPIKORT

Athugið: við erum ekki að senda vörur með pósti eins og stendur, hægt er að sækja þær á skrifstofu okkar frá 9:30 - 12:00 og 13:00 - 17:00 á virkum dögum.

SÝNINGARSTAÐIR

Háskólabío

Háskólabíó hefur starfað sem kvikmyndahús allt frá 1961. Húsið hefur lengi vel verið eitt helsta menningarhús Reykjavíkurborgar en það var aðaltónleikahús Sinfóníuhljómsveitar Íslands um árabil eða þar til Tónlistarhúsið Harpa var tekið í notkun árið 2011. Það eiga því margir góðar minningar um viðburði í þessu sögufræga húsi. 

Fyrir hátíðina verður húsið skreytt upp á nýtt að innan og allt gert til að gera móttökur sem hlýjastar fyrir gesti RIFF í samræmi við umhverfisvæna stefnu hátíðarinnar.

Norræna Húsið

Norræna húsið í Reykjavík var opnað 1968 og er menningarstofnun sem rekin er af Norrænu ráðherranefndinni. Markmið Norræna hússins er að hlúa að og styrkja menningartengsl milli Íslands og hinna Norðurlandanna. Frá upphafi hefur Norræna húsið markað sér sérstöðu í íslensku menningarlífi, oft með því að hafa frumkvæði að og skipulagt margvíslega menningarviðburði og sýningar. RIFF hefur haldið sýningar sínar í Norræna húsinu í fjöldamörg ár og heldur því blómlegt samstarf menningarstofnanna áfram. 

VARNINGUR