Ungriff

Frá stofnun RIFF, hefur eitt af meginmarkmiðunum verið að að gefa ungu fólki tækifæri til að endurspegla sjálfsmynd sína í gegnum kvikmyndagerð. Síðustu ár hefur barnahátíðin UngRIFF vaxið og dafnað og er orðin glæsileg hátíð fyrir ungmenni landsins. Með því að bjóða upp á frábæra og metnaðarfulla dagskrá af kvikmyndum, fyrir börn og unglinga, skipuleggja vinnustofur og fjölda fræðsluverkefna vonumst eftir að kveikja  áhuga sem mun fylgja ungmennunum inn í fullorðinsárin. Vonandi munu við sjá marga framtíðar kvikmyndagerðarmenn. 

UngRIFF býður börnum og unglingum upp á fjölbreytta dagskrá kvikmynda víðsvegar að úr heiminum sem yfirleitt eru ekki sýndar í íslenskum kvikmyndahúsum. Kvikmyndir sem snerta á félags- umhverfis- og æskulýðsmálum til að vekja upp umræður að lokinni sýningum. Okkar markmið er að hjálpa og hvetja ungmenni  til að vera lausnamiðuð þegar kemur að áskorunum og efla félagslega vitund þeirra á sama tíma.

UngRIFF hefur frá upphafi verið í samstarfi við leik- og grunnskóla um allt land. Úrval kvikmynda samanstendur af stuttmyndum og myndum í fullri lengd, sem eru sérvaldar eftir aldurshópum. Öllum sýningum fylgir kennsluefni, sem auðveldar fyrirlesurum að fræða nemendur.

UngRIFF vill að kvikmyndagerð sé skemmtileg og fræðandi upplifun og markmiðið sé einnig að auka kvikmyndalæsi barna. Verkefnin eru misjöfn og almennt er notast við hópavinnu, samræður og gagnrýna hugsun.

Frá stofnun RIFF, hefur eitt af meginmarkmiðunum verið að að gefa ungu fólki tækifæri til að endurspegla sjálfsmynd sína í gegnum kvikmyndagerð. Síðustu ár hefur barnahátíðin UngRIFF vaxið og dafnað og er orðin glæsileg hátíð fyrir ungmenni landsins. Með því að bjóða upp á frábæra og metnaðarfulla dagskrá af kvikmyndum, fyrir börn og unglinga, skipuleggja vinnustofur og fjölda fræðsluverkefna vonumst eftir að kveikja  áhuga sem mun fylgja ungmennunum inn í fullorðinsárin. Vonandi munu við sjá marga framtíðar kvikmyndagerðarmenn. 

UngRIFF 2023

UngRIFF 2023 var haldin í fyrsta sinn dagana 27 september til 8 október. Hátíðin samanstóð af hinum ýmsu viðburðum fyrir börn og ungmenni.

Hátíðin var sett af Guðna Th. Jóhannessyni Forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Smárabíói þar sem að yfir 1000 krakkar mættu á sérstakar skólasýningar á áströlsku teiknimyndinni Hættuspil (e. Scarygirl) og dönsku myndinni Fallið (e. The fall).

Skólasýningarnar voru ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu en gunnskólabörn börn á Patreksfyrði, Bíldudal og Seiðisfyrði tóku einnig þátt í hátíðinni en þar voru einnig skólasýningar í Skjaldborg og í Herðubíó.

Guðni Forseti veitti Erni Árnasyni fyrstu Heiðursverðlaun UngRIFF fyrir framlag sitt til barnaefnis bæði í kvikmyndum og sjónvarpsefni. En hann Örn hefur unnið af barnaefni í kringum 40 ár og þá einna eftirminnilegast þegar hann vaknaði með börnunum á laugardagsmorgnum í gervi Afa.

Á UngRIFF voru sýndar 8 myndir í fullri lengd á samt 40 stuttmyndum sem börnum bauðst að koma og sjá í Norræna húsinu og Slippbíó. Grunn og leikskólum bauðst að koma að sækja stuttmyndasýningar í Norræna húsinu og á Amtsbókasafninu á Akureyri á meðan að hátíðinni stóð.

Þá var sænski leikstjórinn Malin Ingdrid Johannson með sýningu á myndinni sinni Madden í Félagsmiðstöðinni Óðal í Borgarnesi þar sem að ungmennum í 8 til 10 bekk Grunnskólans í Borgarnesi var boðið að koma á myndina og taka þátt í sérstakri smiðju eftir hana.

Haldin var Spunasmiðja í samstarfi við Leiklistarskóla Borgarleikhússins þar sem að krakkar kenndu öðrum krökkum spuna (e. improv).  Haldin voru tvær smiðjur og voru þær vel sóttar.

Sérstakt fjölskyldu hellabíó var haldið þar sem að fjölskyldur gátu farið saman í Raufarhólshelli og horft á myndina Hættuspil í yðrum jarðar. Sýningin vakti mikla lukku hjá bæði börnum og fullorðnum.

Fleiri myndir frá UngRIFF 2023

UngRIFF Opening Ceremony 27.10. 2023
UNG Riff Workshop with Malin Ingrid Johansson 2.10. 2023
Children screening RIFF 5.10 2023

Kynntu þér dagskrána

Hér finnur þú dagskrábækling UngRIFF frá 2023, þar getur þú skoðað allar kvikmyndir og aðra atburði sem áttu sér stað á fyrstu UngRIFF Barnakvikmyndahátíðinni 


Samstarfsaðilar UngRIFF 2023

MEDIA_LOGO-RIFF2020_new
skjaldarmerki_new
Reykjavík_merki_new
MIDKMI_logo_171203
listfyriralla_logo-01

Nordic House Screenings

UNGRIFF 2021 DAGSKRÁ

4+ Dagskrá 2021

6+ Dagskrá 2021

9+ Dagskrá 2021

12+ Dagskrá 2021

14+ Dagskrá 2021