Search
Close this search box.

LEITA

Search
Close this search box.

UngRIFF

Frá stofnun RIFF hefur eitt af meginmarkmiðunum verið að veita ungu fólki tækifæri til að tjá sjálfsmynd sína í gegnum kvikmyndagerð. Undanfarin ár hefur barnahátíðin UngRIFF vaxið og dafnað, og er nú glæsileg hátíð fyrir ungmenni landsins. Með því að bjóða upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá kvikmynda fyrir börn og unglinga, skipuleggja vinnustofur og fjölda fræðsluverkefna, vonumst við til að kveikja áhuga sem mun fylgja ungmennunum inn í fullorðinsárin. Við vonumst til að sjá marga framtíðar kvikmyndagerðarmenn spretta upp úr þessum hópi.

UngRIFF býður börnum og unglingum upp á fjölbreytta kvikmyndadagskrá frá öllum heimshornum, með kvikmyndum sem venjulega eru ekki sýndar í íslenskum kvikmyndahúsum. Myndir sem fjalla um félagsleg, umhverfis- og æskulýðsmál vekja oft upp umræður eftir sýningar. Markmið okkar er að hvetja ungmenni til að vera lausnamiðuð þegar þau mæta áskorunum og auka lýðræðislega þátttöku.

UngRIFF hefur frá upphafi starfað í samstarfi við leik- og grunnskóla um allt land. Úrval kvikmynda samanstendur af stuttmyndum og kvikmyndum í fullri lengd, sem eru sérvaldar eftir aldurshópum. Öllum sýningum fylgir kennsluefni til að auðvelda kennurum að fræða nemendur.

UngRIFF vill að kvikmyndagerð sé bæði skemmtileg og fræðandi upplifun. Markmið okkar er einnig að auka kvikmyndalæsi barna. Verkefnin eru fjölbreytt og almennt er lögð áhersla á hópavinnu, samræður og gagnrýna hugsun.

Með því að leggja áherslu á kvikmyndagerð fyrir unga áhorfendur hefur RIFF skapað vettvang þar sem börn og unglingar geta kynnst krafti kvikmyndarinnar og fundið sína eigin rödd í heimi kvikmyndagerðar.

Ungmennaráð

Lykilþema UngRIFF er samframleiðsla og samsköpun. Börn og ungmenni leiða sköpun og framleiðslu verkefna og viðburða undir leiðsögn. Með þá hugmynd að leiðarljósi var ungmennaráð RIFF stofnað. Markmið ungmennaráðsins er að auka lýðræðislega þátttöku ungmenna og gefa þeim tækifæri til að hafa áhrif á mótun og framkvæmd hátíðarinnar. Ráðið samanstendur af fimm ungmennum á aldrinum 12-16 ára frá öllu landinu sem hittast einu sinni í mánuði, eða oftar ef þörf krefur, til að skipuleggja og undirbúa hátíðina ásamt verkefnastjóra hátíðarinnar.

UngRIFF 2024

UngRIFF 2023 var haldin í fyrsta sinn dagana 27. september til 8. október. Á hátíðinni voru fjölbreyttir viðburðir fyrir börn og ungmenni.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setti hátíðina við hátíðlega athöfn í Smárabíói þar sem yfir 1000 börn mættu á sérstakar skólasýningar á áströlsku teiknimyndinni “Hættuspil” (e. Scarygirl) og dönsku myndinni “Fallið” (e. The Fall).

UngRIFF stóð fyrir skólasýningum víða um land, meðal annars fyrir grunnskólabörn á Patreksfirði, Bíldudal og Seyðisfirði, þar sem sýningar fóru fram í Skjaldborg og Herðubíói.

Guðni forseti veitti Erni Árnasyni fyrstu Heiðursverðlaun UngRIFF fyrir framlag hans til barnaefnis í kvikmyndum og sjónvarpi. Örn hefur starfað við barnaefni í um 40 ár, er mörgum fullorðnum sérstaklega minnisstætt þegar hann vaknaði með börnunum á laugardagsmorgnum sem Afi.

Á UngRIFF voru sýndar 8 myndir í fullri lengd auk 40 stuttmynda sem börn gátu séð í Norræna húsinu og Slippbíói. Grunn- og leikskólum var boðið að koma á stuttmyndasýningar í Norræna húsinu og á Amtsbókasafninu á Akureyri á meðan hátíðinni stóð.

Sænski leikstjórinn Malin Ingdrid Johannson sýndi mynd sína “Madden” í Félagsmiðstöðinni Óðal í Borgarnesi, þar sem ungmennum í 8. til 10. bekk var boðið að taka þátt í sérstakri smiðju að lokinni sýningu.

Spunasmiðja var haldin í samstarfi við Leiklistarskóla Borgarleikhússins, þar sem krakkar kenndu öðrum krökkum spuna. Tvær smiðjur voru haldnar og þær voru vel sóttar.

Þá var haldið fjölskyldu-hellabíó, þar sem fjölskyldur héldu saman í Raufarhólshelli og horfðu á myndina “Hættuspil” í iðrum jarðar. Sýningin vakti mikla lukku hjá bæði börnum og fullorðnum.

UMSAGNIR

"Frábært að fá þetta flotta efni, geta valið úr það sem hentar- eða sem kennara finnst passa inn hverju sinni. Verkefnið eykur möguleika kennara til að tala um kvikmyndir sem listgrein inni í skólum og eykur á mynda- og kvikmyndalæsi nemenda."
Guðný Rúnarsdóttir
Grunnskóli Drangsness
"Mjög skemmtilegt að fá svona skemmtilegt efni á silfurfati inn í leikskólann. Við höfðum mjög gaman af og börnin líka."
Hjördís Ólafsdóttir
Krakkakot náttúruskóli
"Frábær dagskrá og gott skipulag, gott að hafa umsagnir um hverja mynd og að hægt væri að velja myndir sem hentuðu hverjum aldurshópi. Það var líka gaman fyrir nemendur af erlendum uppruna að geta sýnt myndir sem voru á þeirra tungumáli og mikil upplifun fyrir aðra nemendur sérstaklega að heyra tungumálin töluð og að fá erlendu nemendurna til að þýða í leiðinni. Stórglæsilegt framtak."
Regína J. Guðlaugsdóttir
Klébergsskóli
"Mjög fínar myndir, frábært krydd í tilveruna og skapaði góðar umræður."
Valdís Vera Einarsdóttir
Ölduselsskóli

Kynntu þér dagskrána 2023


Samstarfsaðilar UngRIFF 2024

skjaldarmerki_new-285x300
EU flag-Crea EU + MEDIA [B&W] IS
Icelandic_film_centre (1)
White
KKN-Logotype_UK_valk

Fleiri myndir frá UngRIFF 2024

UngRIFF Opening Ceremony 27.10. 2023
UNG Riff Workshop with Malin Ingrid Johansson 2.10. 2023
Children screening RIFF 5.10 2023

UNGRIFF 2021 DAGSKRÁ

4+ Dagskrá 2021

6+ Dagskrá 2021

9+ Dagskrá 2021

12+ Dagskrá 2021

14+ Dagskrá 2021