Search
Close this search box.

LEITA

Search
Close this search box.

RIFF Smiðjan

Um Smiðjuna

RIFF Smiðjan (e. Talent lab) árið 2024 fer fram dagana 1. – 5. október 2024.

Í Smiðjunni fá þátttakendur einstakt tækifæri til að komast í beint samband við kvikmyndaleikstjóra, framleiðendur og annað fagfólk, til að fá leiðsögn og ráðgjöf varðandi sína fyrstu kvikmynd. Smiðjan er fjölþjóðleg og því um að ræða tækifæri til tengslamyndunar og skemmtilegrar samvinnu í alþjóðlegu umhverfi.

Hugmyndafræðin

Gildi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík eru þríþætt og svohljóðandi: „Nýsköpun, tengslamyndun, samtal.“ Þessi gildi koma skýrt fram í starfsemi Smiðjunnar. Þar er lögð áhersla á að kynna verk ungs kvikmyndagerðarfólks og aðstoða þau við að byggja upp nauðsynlegt tengslanet til kynningar á verkum sínum fyrir kaupendum og dreifingaraðilum heima og heiman.

Þátttakendur fá tækifæri til að taka þátt í skipulögðum málstofum og skiptast á hugmyndum í alþjóðlegum hópi höfunda, leikstjóra og framleiðenda.

Gullna eggið

Þátttakendum gefst kostur á að senda stuttmyndir sínar inn í keppni um Gullna eggið! Innsendar myndir fara í gegnum valnefnd og þær myndir sem valdar eru til úrslita eru sýndar í opinberri dagskrá RIFF og keppa í framhaldinu um hið eftirsótta egg!

Skilyrði til innsendingar í Gullna eggið

Kvikmyndir sem sendar eru inn í keppnina um Gullna eggið þurfa að lúta eftirtöldum skilyrðum:

  • Vera styttri en 30 mínútur
  • Gerðar eftir 1. janúar 2023.
  • Hlekkur á myndina skal sendur inn með Vimeo (eða með öðrum viðurkenndum hætti) þegar umsóknin er send inn.

Dagskrá Smiðjunnar

Dagskrá Smiðjunnar á RIFF er breytileg ár frá ári en samanstendur alltaf af spennandi blöndu af meistaranámskeiðum, „pitch-lotum“, pallborðsumræðum, vinnustofum, sýningum og skemmtunum.

Gjaldskrá

Þátttökugjald fyrir erlenda þátttakendur er 165.000 ISK (u.þ.b. 1115 EUR, eða 1185 USD). Gjaldið felur í sér sameiginlega gistingu á farfuglaheimili miðsvæðis með morgunverði. Inni í gjaldinu er einnig hátíðarpassi, aðgangur á fjölmarga viðburði og aðgangur að öllum málstofum og umræðum.

Gistingin sem passinn veitir er frá 1. til 6. október.

Vinsamlegast athugið að flugfargjöld og ferðir til og frá flugvelli eru ekki innifalin.

Þeir þátttakendur sem kjósa að bóka gistingu á eigin vegum greiða lægra gjald, 130.000 ISK sem inniheldur allt ofangreint nema sameiginlegt húsnæði.

Engin aukaleg gjöld eru fyrir þátttakendur sem senda inn myndir sínar í Gullna eggið.


Þessar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. Vinsamlegast hafið samband við riff@riff.is ef spurningar vakna.

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á riff@riff.is

Umsagnir fyrri þátttakenda í RIFF Talent Lab

“Mig langar að þakka kærlega fyrir að taka á móti mér í kvikmyndasmiðju RIFF. Það var frábær reynsla. Allir sem tengdust hátíðinni og á hostelinu tóku vel á móti mér.“

“Ég naut þess heiðurs að taka þátt í kvikmyndasmiðjunni á Íslandi og var að koma heim úr þessarri ógleymanlegu ferð. Það er mikið um svona smiðjur út um all nú til dags, sem eru undir áhrifum Talent Campus á Berlinale. Þessi smiðja er býður upp á nánara andrúmsloft en stærri smiðjur, sem var frábært því ég kynntist nærri öllum sem tóku þátt og komu allsstaðar að úr heiminum. Við hittum Óskarsverðlaunahafann James Marsh, hlustuðum á masterklassa hjá listræna leikstjóranum Bela Tarr og þó það hafi ekki komið kvikmyndum neitt við þá hitti ég meir að segja forsetahjónin.“

„RIFF Talent Lab er á svo marga vegu frábær reynsla. Masterklassarnir bjóða upp á tækifæri til að læra og eiga í samtali við fagfólk í hæsta gæðaflokki. Vinnuhópurinn samanstendur af alþjóðlegum hópi ungs kvikmyndagerðarfólks sem fær tækifæri til að hittast og bæta tengslanetið. Hópurinn kynist einnig betur hvernig aðsæður eru í öðrum löndum. Hátíðin býður upp á áhugavert úrval kvikmynda og síðast en ekki síst er eyjan svo falleg að ég mun aldrei gleyma henni.“

“Dagarnir flugu hjá. Það var alltaf einhver áhugaverður til að ræða við, skemmtilegar námsstofur og kvikmyndir í bíó. Áhrifamikil og ógleymanleg reynsla.“

Algengar Spurningar

Þátttakendur geta sent inn stuttmyndir sínar þegar þeir sækja um í Talent Lab. Þegar þeir hafa greitt lokagjaldið verða myndirnar þeirra skoðaðar af valnefndinni okkar og þær bestu verða sýndar á opinberri dagskrá RIFF. Endanlegt val er venjulega tilkynnt um miðjan september, sem fer eftir fjölda innsendra mynda. Dómnefnd Gulleggja mun velja sigurvegara Gulleggja verðlaunanna meðal valinna mynda, sem verður tilkynnt á lokahátíð RIFF.

Allir þátttakendur þurfa að greiða 50.000 kr staðfestingargjald til að tryggja sér pláss. Við byrjum að fara yfir umsóknir snemma á árinu. Eftirstöðvarnar greiðast 4 vikum eftir staðfestingu á þátttöku. Athugið að á hverju ári geta aðeins takmarkaður fjöldi þátttakenda fengið sæti. Því fyrr sem þú sækir um því betri líkur eru á að vera samþykktur. Sérhver greiðsla fer beint á fastan hlekk sem við deilum með þátttakendum.

Talent Lab gjaldið er óendurgreiðanlegt.

Það fer eftir því hversu margar beiðnir um einkaherbergi við höfum, við getum gert sérstakt tilboð fyrir Talent Labbers sem bóka sérherbergi. Aukagjaldið er greitt beint á farfuglaheimilið.

Umsóknir eru endurskoðaðar reglulega frá og með vori sem gerir það að verkum að þeir sem sækja um snemma eru líklegri til að verða samþykktir. Öllum umsóknum er svarað innan nokkurra vikna. Frestur til að sækja um Talent Lab er 23. júlí. Hægt er að gera undantekningar í sérstökum tilvikum.