RIFF Talent Lab

RIFF Talent Lab er fjölþjóðleg kvikmyndasmiðja fyrir hæfileikafólk. Smiðjan stendur í fjóra daga á meðan hátíð stendur og fer að þessu sinni fram á milli 3. – 7. október 2023.

Um smiðjuna

Þátttakendur í RIFF Talent Lab koma úr öllum áttum og á síðasta ári sóttu 40 einstaklingar frá mismunandi þjóðlöndum smiðjuna. Hópurinn nýtur leiðsagnar frá fagfólki í kvikmyndagerð.

Gulleggið

Þáttakendur í RIFF Talent Lab fá tækifæri til að senda inn stuttmyndir úr eigin smiðju sem keppa síðan um Gulleggið, sem eru verðlaun sérstaklega veitt ungu og upprennandi kvikmyndgerðarfólki. Þær myndir sem valdar eru í Gulleggið eru sýndar á hátíðinni. Myndir sem koma til greina í Gulleggið mega ekki vera lengri en 30 mínútur og útgefnar eftir 1. janúar 2021. Hægt er að hlaða myndunum inn á Vimeo eða aðrar veitur og senda með umsókninni.

Dagskráin

Dagskrá smiðjunnar er mismunandi milli ára. Á síðasta ári skiptist dagskráin í fyrirlestra, pallborðsumræður, vinnustöðvar og skemmtun. 

Talent Lab bæklingar frá fyrri árum má nálgast HÉR

Gjald

Gjald fyrir erlenda gesti er 150.000 og innifalið í því er gisting og morgunmatur og passi á hátíðina auk aðgangs að samkomum, námskeiðum og umræðum. Þeir sem búsettir eru í Reykjavík greiða 80.000 kr. og þá er gisting og morgunmatur ekki innifalin.

Umsagnir fyrri þátttakenda í RIFF Talent Lab

“Mig langar að þakka kærlega fyrir að taka á móti mér í kvikmyndasmiðju RIFF. Það var frábær reynsla. Allir sem tengdust hátíðinni og á hostelinu tóku vel á móti mér.“

– Daniel Williams, United States

“Ég naut þess heiðurs að taka þátt í kvikmyndasmiðjunni á Íslandi og var að koma heim úr þessarri ógleymanlegu ferð. Það er mikið um svona smiðjur út um all nú til dags, sem eru undir áhrifum Talent Campus á Berlinale. Þessi smiðja er býður upp á nánara andrúmsloft en stærri smiðjur, sem var frábært því ég kynntist nærri öllum sem tóku þátt og komu allsstaðar að úr heiminum. Við hittum Óskarsverðlaunahafann James Marsh, hlustuðum á masterklassa hjá listræna leikstjóranum Bela Tarr og þó það hafi ekki komið kvikmyndum neitt við þá hitti ég meir að segja forsetahjónin.“

– Faisal Lutchmedial, Kanada

„RIFF Talent Lab er á svo marga vegu frábær reynsla. Masterklassarnir bjóða upp á tækifæri til að læra og eiga í samtali við fagfólk í hæsta gæðaflokki. Vinnuhópurinn samanstendur af alþjóðlegum hópi ungs kvikmyndagerðarfólks sem fær tækifæri til að hittast og bæta tengslanetið. Hópurinn kynist einnig betur hvernig aðsæður eru í öðrum löndum. Hátíðin býður upp á áhugavert úrval kvikmynda og síðast en ekki síst er eyjan svo falleg að ég mun aldrei gleyma henni.“

– Arianna Rossini, Italy

“Dagarnir flugu hjá. Það var alltaf einhver áhugaverður til að ræða við, skemmtilegar námsstofur og kvikmyndir í bíó. Áhrifamikil og ógleymanleg reynsla.“

– Christian Fischer, Germany