Bransadagar

2 - 6 october 2024

 

Ekki missa af bransadögum 2024! Takið frá 2. til 6. október 2024 þar sem fagfólki úr kvikmyndagerð um allan heim ægir saman í skapandi samtölum og hugmyndavinnslu. 

Helsta markmið Bransadaga er að vekja athygli á því sem vel er gert í íslenskri kvikmyndagerð, byggja brú á milli landa og deila hugmyndum og hugverki.

Bransadagar RIFF fóru fram 3.-7. október. Glæsileg dagskrá fyrir fagfólk, nemendur í kvikmyndagerð og aðra áhugasama. 

Ekki missa af fræðandi pallborðsumræðum um t.d. samframleiðslu og dreifingu á kvikmyndahátíðir og meistaraspjalli við heiðursgesti eins og Isabelle Huppert, Luc Jacquet og Luca Guadanino.

Passi á Bransadaga kostar aðeins 4.990 kr. fyrir fagfólk og nemendur í kvikmyndagerð, og innifelur yfir 20 einstaka viðburði sem lesa má um hér að neðan. 

Þá getur fagfólk í kvikmyndagerð og kvikmyndanemendur keypt hátíðarpassa á RIFF sem gildir á allar myndir hátíðarinnar og innifelur að auki alla 20 bransadagaviðburði.

Sá passi er á aðeins á 17.990kr fyrir fagfólk og 12.990 kr. fyrir nemendur í kvikmyndagerð og kvikmyndafræði.

Nældu þér í passa á bransadaga í gegnum Eventival hér: https://vp.eventival.com/riff/2023/accreditation .

Skoðaðu stútfulla dagskrá Bransadaga hér að neðan:

Myndir frá Bransadögum 2023

Masterclass Isabelle Huppert 5.10. 2023
Post pandemic production 5.10. 2023
"INDUSTRY TRIP: REYKJANES PENINSULA"  7.10. 2023
Animating the future - panel 4.10. 2023

Kynntu þér dagskrá Bransadaga

Hér finnur þú dagskrá Bransadaga  2023, þar getur þú skoðað alla viðburði sem eiga sér stað á Bransadögum 20. Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík.

Dagskrá Bransadaga 2023

SPENNANDI PALLBORÐSUMRÆÐUR Á BRANSADÖGUM 4.-5. OKTÓBER Í RÁÐHÚSINU

Bransadagar RIFF fóru fram 3.-7. október. Glæsileg dagskrá var haldin fyrir fagfólk og nemendur í kvikmyndagerð, svo og aðra áhugasama.

Bransadagar voru uppfullir af fræðandi pallborðsumræðum um t.d. samframleiðslu og dreifingu á kvikmyndahátíðir, teiknimyndagerð, áhrifakvikmyndir og fleira!

Skoðaðu dagskrá Bransadaga 2023 hér fyrir neðan:

PALLBORÐ 1

Ráðhús Reykjavíkur 4.10. kl. 9:30

Teiknum upp framtíðina: Samþætting tækni og teiknimynda

Pallborðsumræður um þær sviptingar sem eru að eiga sér stað í teiknimyndagerð með tilkomu gervigreindar og hvernig teiknimyndagerð fyrir fullorðna er að aukast. 

Stjórnandi: Guðrún Helga Jónasdóttir

Fram koma: 

Gísli Darri Halldórsson

Sara Gunnarsdóttir

Sigvaldi J. Kárason 

Vladimir Leschiov

Innifalið í Bransa- eða hátíðarpassa. Kauptu stakan aðgang hér

PALLBORÐ 2

Ráðhús Reykjavíkur 4.10. kl. 11:30

Sögur sem hafa áhrif: Áríðandi málefni í gegnum linsu kvikmyndanna

Umræður milli ólíkra kvikmyndagerðarmanna sem öll eiga það sameiginlegt að gera myndir sem fjalla um samfélagsleg málefni.

Stjórnandi: Lilja Björk Guðmundsdóttir

Fram koma 

Alexia Muiños Ruiz

Benjamin Shapiro

Emile Hertling Péronard

Hrafnhildur Gunnarsdóttir

Luc Jacquet

Innifalið í Bransa- eða hátíðarpassa. Kauptu stakan aðgang hér

PALLBORÐ 3

Ráðhús Reykjavíkur 4.10. kl. 14:00

Gervigreind og kvikmyndatónlist: Blessun eða bölvun?

Umræður milli tónskálda og fagfólks í tónlist um vinnuumhverfi tónskálda, réttindamál, tilkomu gervigreinar og fleira.

Stjórnandi: Colm O’Herlihy

Fram koma 

Herdís Stefánsdóttir

Inga Weisshappel

Þorleifur Gaukur Davíðsson.

Innifalið í Bransa- eða hátíðarpassa. Kauptu stakan aðgang hér

PALLBORÐ 4

Ráðhús Reykjavíkur 5.10. kl. 9:30

Einn tveir og dreifing!  –  Spjall um kvikmyndahátíðir og dreifingu á alþjóðavísu

Umræður sérstaklega miðaðar að ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki um ferlið sem tekur við eftir að kvikmynd er fullkláruð og fer í sölu og dreifingu á kvikmyndahátíðir.

Stjórnandi: Jason Gorber

Fram koma: 

Alessandro Raja, forstjóri og meðstofnandi FestivalScope

Bruno Muñoz, yfirmaður stuttmyndadagskrár Cannes

Christian Jeune, yfirmaður kvikmyndadeildar Cannes kvikmyndahátíðarinnar

Fredéric Boyer, dagskrárstjóri hjá RIFF

Maud Amson, stjórnandi frá Marche du Film, stærsta kvikmyndamarkaði í heimi

Innifalið í Bransa- eða hátíðarpassa. Kauptu stakan aðgang hér

PALLBORÐ 5

Ráðhús Reykjavíkur 5.10. kl. 11:00

Frönsk-íslensk meðframleiðsla: Alþjóðleg kvikmyndaframleiðsla í kjölfar heimsfaraldurs

Pallborð um meðframleiðslu, með fókus á Ísland og Frakkland og þær áskoranir sem hafa komið upp í kjölfar heimsfaraldurs og hvernig finna má lausnir á þeim.

Stjórnandi: Jason Gorber

Fram koma 

Anton Máni Svansson, framleiðandi

Baltasar Kormákur, leikstjóri og framleiðandi

Gísli Snær Erlingsson, forstöðumaður KMÍ

Michel Plazanet frá CNC

Innifalið í Bransa- eða hátíðarpassa. Kauptu stakan aðgang hér

MEISTARASPJALL OG ÍTARLEGT SPJALL VIÐ HEIÐURSGESTI

Að auki hljóta passahafar aðgang að frábærum meistaraspjöllum með heiðursgestunum okkar, þeim Isabelle Huppert, Luc Jacquet, Luca Guadagnino, Catherine Breillat, Vicky Krieps og Nicolas Philibert. 

RIFF MEISTARASPJALL eru röð fræðsluviðburða sem miða að því að veita þátttakendum einstakt tækifæri til að öðlast innsýn úr lífi og starfi framúrskarandi kvikmyndagerðarmanna og leikara.

ÍTARLEGT SPJALL RIFF er röð umræðna sem eiga sér stað að lokinni sýningu kvikmynda heiðursgesta og bjóða áhorfendum einstakt tækifæri til að öðlast innsýn í verkið út frá sjónarhorni listafólksins. Með þessum umræðum munum við leitast við að brúa bilið á milli listafólks og áhorfenda. Hinir virtu heiðursgestir okkar munu ræða kvikmyndir sínar og bjóða áhorfendum upp á áhugavert og persónulegt „Spurt og svarað“.

Slippbarinn 29.9. kl. 10:30

Meistaraspjall: Nicolas Philibert

Stjórnandi: Helga Rakel Rafnsdóttir

Hægt er að bóka miða á viðburðin hér

Facebook viðburður: https://fb.me/e/72dVqOBU7

Háskólabíó 29.9. 18:50

Ítarlegt spjall: Nicolas Philibert, eftir myndina On the Adamant.

Stjórnandi: Helga Rakel Rafnsdóttir

Hægt er að bóka miða á myndina og á ítarlegt spjall hér

Háskólabíó 1.10. 17:45

Ítarlegt spjall: Catherine Breillat, eftir myndina L’été Dernier .

Hægt er að bóka miða á myndina og á ítarlegt spjall hér

Facebook viðburður: https://fb.me/e/1mPnL6RuC

Ráðhús Reykjavíkur 3.10. kl. 16:00

Meistaraspjall: Luc Jacquet

Stjórnandi: Sverrir Norland

Hluti af Málþingi RIFF og BIODICE

Facebook viðburður: https://fb.me/e/3e2kKhfKE

Háskólabíó 3.10. 20:20

Ítarlegt spjall:  Luc Jacquet, eftir myndina Antarctica Calling. 

Stjórnandi: Andri Snær Magnason

Hægt er að bóka miða á myndina og á ítarlegt spjall hér 

Ráðhús Reykjavíkur 4.10. kl. 15:30

Meistaraspjall: Vicky Krieps

Stjórnandi: Arndís Hrönn Egilsdóttir

Hægt er að bóka miða á viðburðin hér 

Facebook viðburður: https://fb.me/e/3kycHGV9l

Slippbíó 4.10. kl. 14:00

Meistaraspjall: Vladimir Leščiov

Hægt er að bóka miða á viðburðin hér

Facebook viðburður: https://fb.me/e/7USPdEbSI

Háskólabíó 4.10. kl. 19:20

Ítarlegt spjall: Vicky Krieps, eftir myndina Corsage.

Stjórnandi: Arndís Hrönn Egilsdóttir

Hægt er að bóka miða á myndina og á ítarlegt spjall hér 

Norræna húsið 5.10. kl. 17:00

Meistaraspjall: Isabelle Huppert

Stjórnandi: Þóra Karítas Árnadóttir

Hægt er að bóka miða á viðburðin hér

Facebook viðburður: https://fb.me/e/bfdr9omZ1

Háskólabíó 5.10. kl. 19:10

Ítarlegt spjall: Luca Guadagnino, eftir myndina Call Me By Your Name.

Stjórnandi: Frederic Boyer

Hægt er að bóka miða á myndina og á ítarlegt spjall hér 

Facebook viðburður: https://fb.me/e/3Xim8nlIo

Háskólabíó 6.10. kl. 18:30

Ítarlegt spjall: Isabelle Huppert, eftir myndina Sidonie in Japan.

Stjórnandi: Vera Sölvadóttir

Hægt er að bóka miða á myndina og á ítarlegt spjall hér 

 

 

AÐRIR VIÐBURÐIR

Ráðhús Reykjavíkur 6.10. kl. 16:00

BRANSAPARTÝ

Bransa eða hátíðarpassi gefur kvikmyndagerðarfólki og kvikmyndanemendum einnig aðgang að frábæru Bransapartýi með Franska sendiráðinu, á Slippbarnum 4. október kl. 17:30, hófi með Tromsö Film Festival, 6. október kl. 19:00 í Háskólabíói.

OPNIR SÉRVIÐBURÐIR

Norræna húsið 2.10. kl. 16:00

Opið samtal við Gísla Snæ Erlingsson

Nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Gísli Snær Erlingsson, mun sitja fyrir svörum á RIFF þann 2. október kl. 16:00 í Norræna húsinu og m.a. ræða sína framtíðarsýn stofnunarinnar. Fulltrúar fagfélanna spyrja hann spjörunum úr og spjallinu stjórna Anton Máni Svansson, Margrét Örnólfsdóttir, Ragnar Bragason og Steingrímur Dúi. 

FRÍR viðburður sem fer fram á íslensku. 

Facebook viðburður: https://fb.me/e/39tv69Smp 

Skráning fer fram frá á Eventival hér: https://vp.eventival.com/riff/2023/events

Ráðhús Reykjavíkur 3.10. kl. 16:00

Málþing RIFF og BIODICE

Facebook viðburður: https://fb.me/e/gzwDEGsHI

Meistaraspjall við Luc Jacquet og í kjölfarið hefst málþing um áhrif kvikmynda á verndun líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsbreytinga í samstarfi við BIODICE, samtök stofnana sem vinna að eflingu og skilningi líffræðilegar fjölbreytni á Íslandi. Umhverfisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, mun afhenda Luc Jaquet umhverfisverðlaun RIFF, Græna lundann, fyrir framlag sitt til umhverfismála og kvikmyndagerðar. Viðburðurinn er opinn öllum og frítt er inn.

Fram koma Luc Jacquet, Andri Snær Magnason, Hafdís Hanna Ægisdóttir og Unnur Björnsdóttir.

Fundarstjóri: Sverrir Norland

RIFF TALKS

 

Ungt og efnilegt kvikmyndagerðarfólki, jafnt sem lengra komið, kemur fram og heldur stutt erindi í anda TedX Talks, með það að markmiði að færa kvikmyndanemendum og ungu kvikmyndagerðarfólki innblástur. 

RIFF SPJALLIÐ er viðburður sem gefur kvikmyndagerðarfólki af ólíkum bakgrunni, í ólíkum stöðum innan geirans, tækifæri til að kynna sig og segja frá sínum ferli. 

Okkar frábæru þátttakendur eiga það öll sameiginlegt að hafa skarað fram úr í sínu fagi og safnað dýrmætri reynslu og þekkingu sem mun gefa öðru kvikmyndagerðarfólki byr undir báða vængi, þegar kemur að ferli þeirra og verkum. 

RIFF SPJALLIÐ er viðburður í anda TED Talks, en einblínir á þemað kvikmyndagerð , með það að meginmarkmiði að hvetja og fræða annað kvikmyndagerðarfólk, sem og hinn almenna borgara. RIFF SPJALLIÐ ögrar þannig sýn okkar og fær okkur til að sjá fagið út frá ólíkum sjónarhornum. 

Á eftir erindunum, sem hvert og eitt mun flytja, býður stjórnandi viðburðarins, Níels Thibaut Girerd, upp á stuttar pallborðsumræður milli fyrirlesara til að skiptast á hugmyndum og gefa áhorfendum tækifæri á að spyrja spurninga. 

Okkar einstöku fyrirlesarar eru:

Sol Berruezo, höfundur og leikstjóri

Kári Úlfsson, framleiðandi

Arndís Ey, búningahönnuður

Ólöf Torfadóttir, höfundur og leikstjóri

Sunneva Weisshappel, framleiðsluhönnuður

Þorsteinn Sturla Gunnarsson, höfundur og leikstjóri

Magga Vala, kvikmyndatökukona

Ninna Pálma, höfundur og leikstjóri

Páll Grímsson, höfundur og leikstjóri

Stjórnandi er hinn hæfileikaríki Níels Thibaut Girerd.

 

 

PASSAR FYRIR FAGFÓLK OG NEMENDUR Í KVIKMYNDAGERÐ

INDUSTRY BASIC: 4.900 kr

Passi á helstu viðburði Bransadaga svo sem meistaraspjöll, pallborðsumræður, RIFF talks, opnunarseremóníu bransadaga og fleira. Nánari upplýsingar og skráning fyrir BASIC passa er að finna hér. 

INDUSTRY FULL: 17.990 kr. (12.990 kr. fyrir skráða nemendur í kvikmyndanámi)

Passi á helstu viðburði Bransadaga svo sem meistaraspjöll, pallborðsumræður, RIFF talks, opnunarseremóníu bransadaga AUK fulls passa á allar myndir í almennu prógrammi RIFF sem fer fram 28. sept. til 8. okt.  Nánari upplýsingar og skráning fyrir FULL passa er að finna hér með því að smella hér. 

INDUSTRY PLUS: 29.990 kr. 

Passi á alla viðburði Bransadaga svo sem meistaraspjöll, pallborðsumræður, RIFF talks, opnunarseremóníu bransadaga, sérstakrar stúdíóheimsóknar, dagsferðar á Reykjanes með hátíðargestum, lokaðra viðburða og kvöldverðar með Forstöðumanni Kvikmyndamiðstöðvar. AUK fulls hátíðarpassa á allar myndir í almennu prógrammi RIFF. Innifalið í PLUS er einnig 30 mínútna slot til að sýna stuttmynd eða verk í vinnslu í SHORT PUFFIN CORNER í SLIPPBÍÓ.  Nánari upplýsingar og umsókn um PLUS passa má finna hér. 

SHORT PUFFIN CORNER Í SLIPPBÍÓ: 7.990 kr. 

Ertu með stuttmynd eða grófklipp/teaser sem þú vilt sýna völdum hópi áhorfenda til að fá endurgjöf eða finna samstarfsaðila/dreifingaraðila/kvikmyndahátíðir? Í anda Short Film Corner í Cannes, kynnir RIFF 2023: SHORT PUFFIN CORNER! Bókaðu 30 mínútna slott til að sýna myndina þína á SLIPPBÍÓI, notalegu 25 sæta kvikmyndahúsi á Hótel Marina. Vinsamlega hafið samband við industryassist@riff.is eftir að skráningu er lokið, til að panta tíma í SLIPPBÍÓI á RIFF 2023. Athugið að pláss eru takmörkuð og fyrstur bókar, fyrstur fær. 

Nemendur í kvikmyndagerð fá 1 slott INNIFALIÐ í keyptum INDUSTRY FULL passa á hátíðina ásamt fagaðilum með INDUSTRY PLUS passa.

Námskeið á Bransadögum 

Bransadagar bjóða upp á fjölbreytt úrval vinnustofnana og námskeiða þar sem komið er til móts við þarfir og hagsmuni bæði vaxandi og rótgróins fagfólks í kvikmynda- og afþreyingarheiminum. Þessir viðburðir spanna breitt svið efnis, allt frá handritsgerð og kvikmyndatökutækni til dreifingaraðferða og nýjustu strauma í greininni. Hvort sem þú ert kvikmyndagerðarmaður sem vill skerpa á handverki þínu eða kvikmyndaáhugamaður sem vill fá innsýn í innri virkni kvikmyndaheimsins, þá hafa Bransadagar eitthvað að bjóða fyrir alla

Myndir frá Bransadögum 2022

Cave Cinema | RIFF 2022
Cave Cinema | RIFF 2022
Cave Cinema | RIFF 2022
Cave Cinema | RIFF 2022


Styrktaraðilar Bransadaga 2023

MEDIA_LOGO-RIFF2020_new
skjaldarmerki_new
Reykjavík_merki_new
Luxor_logo
Íslandsstofa
MIDKMI_logo_171203
Nordisk-fil-tv-fond
Iceland Hotel Collection by Berjaya Black

Fyrri Bransadagar


Bransadagar 2020

Árið 2020 voru viðburðir Bransdagar blanda af vefviðburðum sem streymdir voru á vefsíðu RIFF og Vísir.is, og viðburðum sem haldnir voru í Norræna Húsinu. Eitt af námskeiðunum sem haldið var í Norræna Húsinu var leiklistarnámskeið kennt af Eric Reis, leiklistarkennara, en þar fengu 8 faglærðir leikarar leiðsögn frá honum í heilan dag. 

Eldri Bæklingar

Skoðaðu spennandi dagskrá okkar af eldri spjallborðsumræðum, RIFF fyrirlestrum og öðrum uppákomum sem áttu sér stað á Bransadögum  alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík.

Hægt er að skoða eldri bæklinga Bransadaga og aðra bækklinga frá RIFF.