VERÐLAUN OG DÓMNEFNDIR

Fjölmargar kvikmyndir eru sýndar á RIFF ár hvert og þykja hver annarri magnaðri. Sérstök dagskrárnefnd skipuð fimm kanónum úr kvikmyndaiðnaðinum velja myndir inn á hátíðina.

Nokkrar kvikmyndir, sem þykja bera höfuð og herðar yfir aðrar, eru verðlaunaðar ár hvert fyrir framlag sitt til hátíðarinnar og kvikmyndaheimsins. Stærstu verðlaun hátíðarinnar er án efa Gullni Lundinn sem veittur er leikstjóra í flokknum Vitranir, fyrir fyrsta eða annað verk. Þar með hlýtur sá kvikmyndamaður og mynd hans titilinn Uppgötvun ársins.

Myndir frá þátttakendum í Reykjavík Talent Lab keppa síðan um verðlaunin Gullna eggið, en um er að ræða stuttmyndir.

Þá eru einnig veitt verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina og síðan bestu erlendu stuttmyndina. Ein heimildarmynd í flokknum Önnur framtíð fær einnig verðlaun sem besta heimildarmyndin sem varpar ljósi á samband manns og náttúru. Auk þessara verðlauna eru veitt sérstök dómnefndarverðlaun.

An award will be also given the most outstanding film in the documentary competition section A Different Tomorrow.

Short films from the participants in the Talent Lab will compete for the Golden Egg.

And we also award the best of our national cinema with our Best Icelandic Short and the Best International Short in our International Shorts competitive section.

RIFF 2023

VITRANIR: GULLNI LUNDINN

Myndirnar í keppnisflokknum Vitranir eru allar fyrsta eða annað verk leikstjóra. Ein er valin „Uppgötvun ársins” og hlýtur að launum aðalverðlaun RIFF, Gyllta Lundann.

DÓMNEFND

Fabien Lemercier 2023

Fabien Lemercier

Fréttaritari Frakklands fyrir Cineuropa
Ísold_Uggadóttir_júní_2022_ljósmyndari Dóra Dúna

Ísold Uggadóttir

Kvikmyndaleiksstjóri og og handritshöfundur
Susana Santos Rodrigues

Susana Santos Rodrigues

Meðstjórnandi IndieLisboa kvikmyndahátíðarinnar í Portúgal

ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR

Í þessum keppnisflokki hlýtur einn leikstjóri verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina. Sú nýbreytni varð árið 2020 að til varð sérstakur flokkur fyrir nemanda myndir. Nú eru því gefin sérstök verðlaun fyrir bestu íslensku nemamyndina.

DÓMNEFND

bui (4 of 9)

Búi Dam

Leikstjóri, leikari og tónlistarmaður
Marek Hovorka

Marek Hovorka

Stofnandi og stjórnandi Ji.hlava alþjóðlegu heimildarmyndahátíðarinnar
Mynd Tati

Tatiana Hallgrímsdóttir

Forstöðumaður menningarmála hjá The Reykjavík Edition

ÖNNUR FRAMTÍÐ

Myndirnar í flokknum Önnur framtíð eiga það sammerkt að takast á við viðfangsefni sem snerta aðkallandi umhverfis- eða mannréttindamál. Eins og við vitum öll þá getur rétta myndin breytt heiminum. Sú mynd sem þykir mest framúrskarandi og byltingarkennd hlýtur verðlaunin í þessum flokki. 

DÓMNEFND

Hrafnhildur2

Hrafnhildur Gunnarsdóttir

Heimildargerðarmaður og aktívisti, þekkt fyrir þættina Svona fólk
CHRISTIAN JEUNE

Christian Jeune

Stjórnandi kvikmyndadeildar Cannes kvikmyndahátíðarinnar
AlessandroRajaNew

Alessandro Raja

Forstjóri og meðstofnandi Festival Scope og Festival Scope Pro

ALÞJÓÐLEGAR STUTTMYNDIR

Hæfileikaríkt kvikmyndagerðarfólk fer með okkur í ferðalag út fyrir landamæri raunheimsins með hugmyndaflugið að vopni og fer ótroðnar slóðir í kvikmyndagerð. Hugrakkasta röddin hlýtur verðlaunin fyrir bestu alþjóðlegu stuttmyndina.

 

DÓMNEFND

kristin-omarsdóttir

Kristín Ómarsdóttir

Rithöfundur og skáld
jason_square_headshot-jan2022

Jason Gorber

Kvikmyndablaðamaður og gagnrýnandi
una lorenzen

Una Lorenzen

Leikstjóri og listamaður, þekkt fyrir stuttmynd sína Chasing Birds

GULLNA EGGIÐ

Gullna eggið er sérstök verðlaun veitt fyrir bestu myndina frá þátttakendum í Reykjavík Talent Lab sem er hæfileikasmiðja fyrir unga upprennandi leikstjóra hvaðan af úr heiminum.

 

DÓMNEFND​​

IrisDöggEinarsdóttir

Svandís Dóra Einarsdóttir

Leikkona
Andrean Sigurgeirsson

Andrean Sigurgeirsson

Dansari, danshöfundur og leikari
Nanna Kristín Magnúsdóttir

Nanna Kristín Magnúsdóttir

Leikstjóri, handritshöfundur, leikkona og framleiðandi

DÓMNEFND UNGA FÓLKSINS

Dómnefnd unga fólksins velur bestu myndina að sínu mati í Vitrunum sem er flokkur fyrir nýja leikstjóra sem tefla fram sinni annari eða fyrst mynd. 

 

DÓMNEFND