Verkefni & fræðsla

Fræðslu- og afþreyingardagskrá RIFF er mjög fjölbreytt og höfðar til fólks á öllum aldri. Skipuleggjendur eru meðvitaðir um mikilvægi þess að börn og ungt fólk fái kynningu á kvikmyndagerð og kvikmyndalæsi á fræðandi og skemmtilegan máta. Námskeiðin sem eru í boði gefa góða innsýn inn í heim kvikmynda og glæða áhuga þátttakenda á kvikmyndaframleiðslu og kvikmyndagerð. Jafnréttisstefna RIFF er í hávegum höfð í allri dagskrá hátíðarinnar og er áhersla lögð á að öll kyn fái rými til að rödd þeirra heyrist. 

Childrenand Youth

Barnadagskrá RIFF

Vönduð dagskrá fyrir yngri kynslóðina kynnir fyrir þeim kvikmyndalistina og gefur þeim kost á að sjá bíómyndir alls staðar að úr heiminum, þeim að kostnaðarlausu. Um er að ræða stuttmyndir sem hæfa hverjum aldursflokki fyrir sig, börnum og unglingum frá 4 til 16 ára. Stuðningsefni fyrir kennara fylgir með til þess að ræða við nemendur og nota við kennslu.

RIFF fyrir framtíðina

RIFF fyrir Framtíðina er þriggja daga vinnustofa fyrir ungt fólk frá Norðurlöndunum. Á námskeiðinu gefst þátttakendum kostur á að velta fyrir sér tækifærum ungra kvikmyndagerðarmanna á tímum nýrra miðla og hnattrænnar hlýnunar. Með því að nota kvikmyndagerð, nýja miðla og kraft frásagna geta þátttakendur þróað eigin raddir.

30097530762_21f7ebb156_o

Reykjavik Talent lab

Reykjavík Talent Lab er fjölþjóðleg kvikmyndasmiðja fyrir hæfileikafólk. Smiðjan stendur í fjóra daga á meðan hátíðinni stendur. Þátttakendur í Reykjavík Talent Lab koma úr öllum áttum og á síðasta ári sóttu 40 einstaklingar frá mismundandi þjóðlöndum smiðjuna. Hópurinn hverju sinni nýtur leiðsagnar frá fagfólki í kvikmyndagerð.

Stelpur filma!

Stelpur Filma! er vikulangt námskeið þar sem stelpur læra undirstöðuatriði í kvikmyndagerð. Vegna samverkandi þátta eru stelpur ólíklegri til að prófa sig áfram í kvikmyndagerð og láta rödd sína heyrast. Námskeiðið hefur það að markmiði að leiðrétta þennan kynjahalla með því að bjóða upp á rými þar sem stelpur eru hvattar til kvikmyndagerðar.

Cinemabus

Bíóbíll RIFF

Bíóbíll RIFF fer hringinn í kringum landið með sýningar í tengslum við Barnadagskrá RIFF. Áhersla er lögð á að stoppa í bæjarfélögum og halda sýningar fyrir börn á öllum aldri þar sem ekki er starfrækt bíóhús. Bíóbíllinn heldur síðan bílabíó á kvöldin og veitir þannig fólki um allt land tækifæri á að sjá alþjóðlegar kvikmyndir í öðruvísi umhverfi.

RIFF Stúdenta TV

RIFF Stúdenta TV hefur fangað anda hátíðarinnar undanfarin ár með því að starfa sem netsjónvarp á hátíðinni. Nemendur í kvikmyndagerð frá Borgarholtsskóla og Fjölbrautaskólanum í Ármúla, undir leiðsögn sérfræðinga á sínu sviði hafa farið á stúfana og tekið upp sérviðburði, meistaraspjöll, veislur og spurt og svarað-viðburði.

Hreyfimyndasmiðja RIFF

RIFF hefur haldið hreyfimyndasmiðju fyrir yngstu kynslóðina í gegnum árin. Börnunum er kennt að búa til sínar eigin hreyfimyndir með hjálp hreyfimynda tækninnar.

Stuttmyndasmiðja RIFF

Vinnustofan er ætluð börnum og unglingum (10 - 15 ára) og kennurum sem sækja fyrirlestra um handritaskrif, leikstjórn og klippingu. Þetta er 4 daga smiðja sem kennir grunnatriðin í gerð stuttmynda.

Sumarbúðir RIFF

Sumarbúðir RIFF er vettvangur þar sem kvikmyndagerðafólk fær tækifæri á að bæta færni sína í þróun handrita. Þar er beint sjónum á leiðsögn og kennslu í handritsgerð og verkefnaþróun.