RIFF STÚDENTA TV

Stúdenta rás RIFF

RIFF Stúdenta TV er netsjónvarp sem fangar anda hátíðarinnar með beinum útsendingum og birtingu myndefnis á netinu. Nemendur í kvikmyndagerð frá Borgarholtsskóla og Fjölbrautarskólanum í Ármúla sjá um framleiðslu myndefnisins og gefst þar með dýrmætt tækifæri til að afla sér hagnýtrar reynslu á spennandi viðburðum tengdum kvikmyndaiðnaðinum. Nemendur vinna í samsettum teymum, undir leiðsögn sérfræðinga, við að skapa, mynda og klippa myndefni frá fjölda ólíkra viðburða. Þar má til að mynda nefna meistaraspjöll, pallborðsumræður, skoðunarferðir og aðra sérviðburði auk þess sem nemendum gefst færi á að taka viötöl við leikstjóra, framleiðendur, gesti og kvikmyndaunnendur sem sækja hátíðina.

Myndefni RIFF Stúdenta TV, frá undanförnum árum, má nálgast á vefsíðu og Youtube rás RIFF.

Stúdenta rás RIFF 2023

Trailer RIFF 2023