Heiðursgestir

Allir sem koma að hátíðinni RIFF leggja mikið á sig til að úr verði sem glæsilegasti viðburður. Sérstaklega er vandað til verka þegar að kemur að úrvali og sýningu kvikmynda. Gríðarleg vinna fer í hverja og eina kvikmynd, og veitir RIFF verðlaun í fjölda flokka fyrir bestu verkin.

RIFF er alþjóðleg kvikmyndahátíð og hefur í gegnum árin boðið gestum um allan heim velkomið á hátíðina. Hér má sjá alla þá einstaklega hæfileikaríku einstaklinga sem tekið hafa þátt í hátíðinni og myndað stemmningu sem engin getur látið fram hjá sér fara.

RIFF 2023

53237570325_337c95b65f_o

Vicky Krieps

Creative Excellence Award

Í desember síðastliðnum var þýsk-lúxemborgska stórleikkonan Vicky Krieps (f. 1983) heiðruð sem besta leikkonan á 35. Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem haldin voru í Reykjavík fyrir túlkun sína á Elísabetu Austurríkiskeisaraynju í Corsage (2022) eftir Marie Kreutzer. Ferill Krieps byrjaði að blómstra um miðjan síðasta áratug þegar hún hreppti hvert hlutverkið á fætur öðru í ýmsum stórum kvikmyndaverkefnum. Hún sýndi hæfileika sína í The Young Karl Marx (2017) og Gutland (2019), en það var mögnuð frammistaða hennar í Óskarsverðlaunamyndinni Phantom Thread (2017) eftir Paul Thomas Anderson sem skaut henni upp á stjörnuhimininn. Hrífandi nærvera hennar á hvíta tjaldinu sást bersýnilega í myndunum Bergman Island (2021) og More Than Ever (2022), næstsíðustu mynd Gaspard Ulliels. Í nýjustu mynd sinni leitaði Krieps aftur til þýska upprunans, þegar hún fór með titilhlutverkið í Ingeborg Bachmann – Journey into the Desert (2023), í leikstjórn hinnar goðsagnakenndu þýsku kvikmyndagerðarkonu Margarethe von Trotta. Fyrir sína frábæru frammistöðu og meðfæddan hæfileika til að túlka ólíkar persónur hlýtur Vicky Krieps verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listfengi

53237570560_a7877d9052_o

Luca Guadagnino

Creative Excellence Award

Luca Guadagnino (f. 1971) er ítalskur kvikmyndagerðarmaður þekktur fyrir einlægar, hjartnæmar og listrænar kvikmyndir. Guadagnino sló í gegn með rómantísku dramamyndinni I Am Love (2009), með Tildu Swinton í aðalhlutverki, sem hlaut alls 14 mikils metin kvikmyndaverðlaun. Þetta markaði upphafið af farsælu samstarfi þeirra tveggja, sem hélt áfram með margrómuðum myndum eins og A Bigger Splash (2015) og endurgerð á Suspiria eftir Dario Argento (2018). Eitt af frægustu verkum Guadagnino er rómantíska klassíkin Call Me By Your Name (2017), sem hlaut Óskarsverðlaun 2018 fyrir besta aðlagaða handritið. Kvikmyndin gegndi lykilhlutverki við að skjóta aðalleikaranum Timothée Chalamet upp á stjörnuhimininn, og hélt samstarf þeirra Guadagnino áfram í nýjustu mynd hans, Bones and All (2022). Guadagnino heldur áfram að færa áhorfendum hrífandi kvikmyndafrásagnir en nýjasta mynd hans, Challengers með Zendaya í aðalhlutverki, verður frumsýnd á næsta ári. Í millitíðinni er hann að leggja lokahönd á Queer, með Daniel Craig, á Ítalíu. Framlag Luca Guadagnino til kvikmyndalistarinnar gerir hann að eftirtektarverðum heiðursgesti á RIFF í ár og hlýtur hann verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listfengi.

53237445599_19e592bfa1_o

Isabelle Huppert

Creative Excellence Award

Isabelle Anne Madeleine Huppert (f. 1953) er stórstjarna í franskri kvikmyndagerð en ferill hennar spannar rúm 50 ár og á hún allt að 150 hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpi að baki. Ferill Huppert er stjörnum prýddur af viðurkenningum sem endurspegla einstaka hæfileika hennar. Árið 1978 færði frammistaða hennar í myndinni The Lacemaker (1977) henni BAFTA-verðlaunin sem efnilegasti nýliðinn og sigurganga hennar hélt áfram með tvennum verðlaunum sem besta leikkona á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir Violette Nozière (1978) og The Piano Teacher (2001). Huppert hlaut alþjóðlegt lof fyrir frammistöðu sína í Elle (2016), sem færði henni bæði Golden Globe verðlaun og Óskarsverðlaunatilnefningu. Til marks um viðvarandi áhrif hennar, útnefndi New York Times Isabelle Huppert næstbesta leikara 21. aldarinnar og á 72. kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 2022 hlaut hún heiðursgullbjörninn sem vitnisburð um ævilanga hollustu hennar við leiklistina. Með nafn sem er skráð á spjöld kvikmyndasögunnar, erum við spennt að fá að heiðra Isabelle Huppert, arfleifð hennar og óstöðvandi uppsprettu hæfileika hennar á RIFF 2023.

NICOLAS PHILIBERT

Nicolas Philibert

Creative Excellence Award

Einn dáðasti heimildarmyndagerðarmaður Frakklands, Nicolas Philibert (f. 1951), er þekktur fyrir listrænar og næmar rannsóknir sínar á hversdagsleika mannkyns. Philibert tók sín fyrstu skref sem kvikmyndagerðarmaður á áttunda áratug síðustu aldar þegar hann aðstoðaði virta leikstjóra á borð við René Allio og Alain Tanner. Á næstu áratugum tók hann svo stökkið frá sjónvarpsframleiðslu í heimildarmyndir í fullri lengd og vakti athygli fyrir verk sín á borð við La Ville Louvre (1990), In the Land of the Deaf (1992) og Every Little Thing (1997). Ein af farsælustu kvikmyndum Philiberts, To Be and to Have (2002), var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut Louis Delluc verðlaunin áður en hún náði ótrúlegum árangri á alþjóðavettvangi. Í nýjasta meistaraverki sínu, On the Adamant (2023), sem hlaut aðalverðlaunin á Berlinale í ár, veitir Philibert magnaða innsýn í líf fullorðinna með þroskahömlun. Á tuttugustu útgáfu RIFF fögnum við mögnuðum ferli og kvikmyndum Nicolas Philiberts – sem ítrekað hafa fangað veröldina með einlægri og rannsakandi linsu.

CatherineBreillat

Catherine Breillat

Honorary Guest

Franski kvikmyndagerðarmaðurinn og rithöfundurinn Catherine Breillat (f. 1948) er þekkt fyrir næm og áleitin verk sem rannsaka kynhneigð, samskipti kynjanna, og fjölskylduátök. Á ferli sínum sem spannar 50 ár hefur hún ítrekað storkað hefðbundnum gildum með erótískum verkum sínum. Breillat hóf kvikmyndaferil sinn með hlutverki í kvikmynd Bernardo Bertolucci Last Tango in Paris (1972). Leikstjórnarfrumraun hennar, A Real Young Girl (1975) byggð á skáldsögu Breillat, Le Soupirail, var bönnuð í mörgum löndum vegna grafískra kynlífsatriða og var ekki sýnd í kvikmyndahúsum fyrr en árið 2000. Sum síðari verka hennar, eins og Nocturnal Uproar (1979) og Romance (1999), lentu einnig í svipaðri meðferð. Leikstjórnarferill Breillat inniheldur 20 myndir, þar á meðal djarfa titla eins og Fat Girl (2001) og Anatomy of Hell (2004), en nýjasta mynd hennar eftir tíu ára hlé, Síðasta sumar (2023), var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og er núna sýnd á RIFF. Orðstír Catherine Breillat nær langt út fyrir einfalda ögrun. Kvikmyndir hennar rannsaka gjarnan þemu sem öðrum kvikmyndagerðarmönnum yfirsést og í gegnum marglaga persónur öðlast áhorfendur innsýn í kvenlægan heim sem ögrar viðteknum gildum. Á tuttugustu RIFF hátíðinni hyllum við þennan djarfa kvikmyndalistamann sem ávallt er óhrædd við að sýna hið ósagða.

53234080425_511c2e4e13_o

Luc Jacquet

Green Puffin Award

Franski heimildarmyndagerðarmaðurinn Luc Jacquet (f. 1967) er handhafi umhverfisverðlauna RIFF, Græna lundans. Með einbeittum vilja og brennandi ástríðu fyrir undrum jarðar, fara myndir Jacquets með áhorfendur í stórkostlegt ferðalag til villtustu vistkerfa plánetunnar. Jacquet fékk snemma áhuga á náttúrunni og dýraríkinu sem leiddi til þess að hann tók meistarapróf í dýralíffræði og vistfræði. Þessi fræðilegi bakgrunnur ruddi brautina fyrir fjölmarga leiðangra Jacquets til Suðurskautslandsins þar sem hann sökkti sér í vistfræði fámennustu heimsálfu jarðar. Í einum af leiðöngrum sínum tók Jacquet að sér hlutverk myndatökumanns fyrir kvikmynd Hans-Ulrich Schlumpf, Þing mörgæsanna (1993). Þetta markaði upphafið að ástríðu hans fyrir heimildarmyndagerð og kveikti áhuga hans á því að sýna hinn náttúrulega heim á hvíta tjaldinu. Síðan þá hefur einlægur áhugi Jacquets á umhverfismálum verið áberandi í margverðlaunuðum heimildarmyndum hans, þar á meðal Once Upon A Forest (2015), Ice and the Sky (2015), og March of the Penguins (2005), sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin. Kvikmyndir Jacquet sýna ekki aðeins fegurð plánetunnar heldur ljá henni gleði og töfra og hafa varanleg áhrif á áhorfendur víða um heim.

Ungriff - Örn Árnason

Örn Árnason

UngRIFF Honorary award

Örn Árnason hlýtur heiðursverðlaun UngRIFF fyrir framlag sitt til íslenskrar barnamenningar. Örn er einn þekktasti leikari landsins og hefur glatt unga sem aldna með fjölbreyttum hlutverkum á ferli sem spannar tæpa fjóra áratugi. Örn er fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið en var um árabil sjálfstætt starfandi sem leikari, framleiðandi, leikstjóri og höfundur. Á meðal þekktra verkefna sem Örn hefur leikið í eru sjónvarpsþættirnir Spaugstofan, þættirnir um Afa, Kardemommubærinn, Ronja ræningjadóttir, Slá í gegn, Umhverfis jörðina á 80 dögum, Óvitar, Spamalot, Dýrin í Hálsaskógi, Ballið á Bessastöðum og Harry og Heimir. Örn hefur talsett fjölda teiknimynda bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndahús og var einn stofnenda talsetningarfyrirtækisins Hljóðsetning. Þá hefur hann unnið við sjónvarpsþáttagerð um margra ára skeið og sungið inn á nokkrar hljómplötur.

RIFF 2022

52410338242_fd0c949e16_o

Rossy de Palma

Creative Excellence Award

Rossy de Palma fæddist 16. september 1965 í Palma á Mallorca. Átján ára flutti hún til Madrídar þar sem hún var í popphljómsveitinni Peor Imposible eða Verstu mögulegu. Árið 1986 var hún að vinna á rokkabillí-bar þegar hún rakst á Pedro Almodóvar – og þar með hófst farsælt samstarf þeirra. Síðan þá hefur hún hefur leikið í fjölda mynda hans, meðal annars Law of Desire (1987), Women on the Verge of a Nervous Breakdown (1988), Broken Embraces (2009) og nýjustu mynd hans Parallel Mothers (2021). Það má því segja að við þessi kynni hafi frægðarsól Rossy de Palma risið og sérstakir persónutöfrar hennar verkað vítt og breitt á heimsbyggðina – sem leikkona fyrir leikstjóra á borð við Álex de la Iglesia, Robert Altman, Mike Figgis, Laure Charpentier, Terry Gilliam og Mehdi Charef, og sem söngkona og tískumódel, meðal annars fyrir hönnuðina Alexander McQueen, Jean Paul Gaultier og Thierry Mugler.

52400228856_6d499e5eac_6k

Alexandre O. Phillipe

Honorary Guest

Alexandre O. Philippe er með MFA gráðu í handritaskrifum frá NYU Tisch listaskólanum og er listrænn stjórnandi Exhibit A Pictures. Hann hefur gert nokkrar verðlaunaðar stuttmyndir. Frægust þeirra er Left sem hlaut verðlaun á stuttmyndahátíð til heiðurs Akira Kurosawa í Japan. Philippe hefur getið sér gott orð fyrir heimildamyndir sínar sem eiga flestar það sameiginlegt að greina poppkúltúr, áhrifamiklar kvikmyndir og atriði. Þeirra á meðal er póstmóderníska meistaraverkið 78/52 sem kryfur til mergjar sturtusenuna í Psycho eftir Alfred Hitchcock. Aðrar þekktar myndir hans eru meðal annars The People vs. George Lucas og Doc of the Dead. Auk þess að leikstýra kvikmyndum flytur hann fyrirlestra, kennir á námskeiðum og situr í dómnefndum ýmissa kvikmyndahátíða.

52400231471_463f38954b_6k

Albert Serra

Honorary Guest

Albert Serra er katalónskur listamaður og kvikmyndagerðarmaður fæddur árið 1975 á Spáni. Hann hefur getið sér gott orð bæði í leikhúsi og kvikmyndum, sem handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi. Evrópskar goðsagnir, saga og bókmenntir eru þemu sem birtast oft í verkum hans. Hann hefur verið iðinn við kvikmyndagerð síðan 2004 og gert verðlaunaðar myndir eins og Honour of the Knights (2007), The Death of Louis XIV (2016), Story of My Death (2013), sem hlaut Gyllta hlébarðann, aðalverðlaun Locarno kvikmyndahátíðarinnar, og Freedom (2016) sem fékk sérstök dómnefndarverðlaun Cannes 2019. Serra er skemmtilegur og dularfullur sérvitringur, sem hefur látið ýmis eftirtektarverð ummæli falla – til að mynda um leikarastéttina sem honum finnst skorta gáfur og vera veiklynd. Hann notar enda ómenntaða leikara þegar færi gefst. Kvikmyndir hans stíga þó alls ekki fast til jarðar í skoðunum eða boðskap – heldur einkennast þær af hægfara listrænum takti án fléttu. Í nýrri kvikmynd hans, sem nefnist Kyrrahafsskáldskapur, kveður við nýjan tón bæði í höfundarverki hans og kvikmyndalistinni sjálfri. Þar heldur sérstæður stíll hans uppi söguþræði og hættulegu andrúmslofti í þessari rólegu og listrænu spennumynd.

RIFF 2021

Joachimtrier

Joachim Trier

Creative Excellence Award

Joachim Trier fæddist í Osló árið 1974 og ólst þar upp í fjölskyldu kvikmyndagerðarmanna. Sjálfur steig hann í fyrsta sinn á bak við myndavélina á unglingsaldri og tók upp hjólabrettamyndbönd. Síðar stundaði hann kvikmyndagerðarnám í Danmörku og Bretlandi þar sem stuttmyndir hans vöktu strax athygli. Fyrstu tvær kvikmyndir hans í fullri lengd, Reprise (2006) og Ósló 31. ágúst (2011), gerast í höfuðborg Norðmanna og mætti lýsa sem klassískum raunsæissögum af ungu fólki á krossgötum. Báðar nutu mikillar velgengni á kvikmyndahátíðum beggja vegna Atlantshafs. Þeim fylgdi hann eftir með frumraun sinni á enskri tungu, Louder Than Bombs (2015), sem skartaði stjörnum á borð við Isabelle Huppert og Jesse Eisenberg. Í kjölfarið tók hann furðusöguna upp á sína arma í Thelma (2017), þroskasögu unglingsstúlku með undrakrafta. Nýjasta mynd hans, Versta manneskja í heimi (2021), var frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni og er lokamyndin í Óslóar þríleik leikstjórans. Verk hans eru tilfinninganæmar frásagnir af sálarflækjum fólks, þar sem tilvistarleg stef eru aldrei langt undan. Joachim Trier er án nokkurs vafa meðal fremstu núlifandi leikstjóra Norðurlanda.

Debbie-Harry-blondie-bw-portrait-a-billboard-1548-1592859914-compressed

Debbie Harry

Honorary Guest

Debbie Harry (f. 1945), goðsagnarkennda söng og leikkonan er þekktust sem söngkonan í rokksveitinni Blindie. Hún er fædd í Bandaríkjunum og ólst upp í New Jersey þar sem að hún stofnaði Blondie með Chris Stein árið 1974. Uppúr 1970 var margt að gerast í tónlistarheiminum í New York. Má segja að Blondie hafi skapað fallega brú milli pönksins og framúrstefnutilhneigingar CBGB, Diskóbylgjunar í Studio 54 og Hiphopsins sem var að riðja sér braut úr Bronx hverfinu. Blondie varð alþjóðlegt fyrirbær og gaf ýt klassískar plötur eins og Parallel Lines og smáskífur eins og Heart of Glass, Call Me, Rapture og The Tide Is High og seldi um 40 milljónir platna. Debbie Harry hefur gefið út fimm sólóplötur og leikið í kvikmyndum á borð við Videodrome eftir David Cronenberg,. Blondie er enn að leika og gera tónlist og við vorum svo heppin að verða vitni að stuttu tónleikaheimildarmyndinni Blondie: Vivir en la Habana, in the Cinema Beats!

Mia-Hansen-Love-scaled

Mia Hansen-Løve

Creative Excellence Award

Mia Hansen-Løve fæddist í París árið 1981 og lærði leiklist og starfaði sem gagnrýnandi á fornfræga tímaritinu Cahiers du Cinema áður en hún fann fjöl sína sem leikstjóri. Höfundarverk hennar samanstendur af sjö kvikmyndum í fullri lengd sem hafa hlotið verðlaun (Silfurbjörninn á Berlínarhátíðinni m.a.) og lof áhorfenda sem og gagnrýnenda. Kvikmyndir hennar eru einkar persónulegar og blanda því sjálfsævisögulega og skáldaða á merkilegan máta. Þaulhugsaður og hófstilltur stíll, sem hefur verið lýst sem gagnsæum, er sérkenni myndanna og leiðir áhorfendur rakleitt inn í söguheiminn. Frásagnirnar einkennast af miklum samtölum og setja persónusköpun og andrúmsloft í forgrunn. Einstakar og tilfinningalega djúpar kvikmyndir hennar skipa framvarðasveit franska bíósins í dag.

trine

Trine Dyrholm

Honorary Guest

Danska leikkonan Trine Dyrholm (fædd 1972) varð ung að aldri þekkt í heimalandi sínu. Fjórtán ára lenti hún í þriðja sæti í undankeppni Evrópsku söngvakeppninnar með laginu „Danse i måneskin” og átján ára hlaut hún Bodil verðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir frumraun sína á hvíta tjaldinu í Springflod (1990). Í framhaldinu lærði hún í Danska leiklistarskólanum og hefur frá aldamótum skipað sér sess meðal fremstu kvikmyndaleikara þjóðarinnar. Hún vinnur iðulega með leiðandi leikstjórum danska bíósins, til að mynda Susanne Bier og Thomas Vinterberg, og er þekkt fyrir hlutverk sín í Hævnen (2010), Kollektivet (2016) og Dronningen (2019) svo nokkur séu nefnd. Hún hefur hlotið Bodil verðlaunin í sjö skipti, sem er met, og Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrir leik sinn. Það er okkur heiður að taka á móti þessari íkonísku leikkonu danskrar kvikmyndagerðar og njóta hennar nýjasta verks, epíkurinnar Margrete den første – Margrét fyrsta – í hennar viðurvist.

RIFF 2019

Katja Adomeit Resized

Katja Adomeit

Emerging Master

Katja Adomeit fæddist árið 1981 í Bad Schwartau í Þýskalandi. Sem framleiðandi hefur hún framleitt ótal margar stuttmyndir sem hafa fengið mikið lof.Stuttmyndin hennar Lars & Pete (2009) var valin í stuttmyndakeppnina á kvikmyndahátíðinni í Cannes og Berik (2010) hlaut Grand Prix verðlaunin á Cannes það sama ár. Einnig er hún þekkt fyrir verk sín Not at Home (2013), The Square: A Arte da Discórdia (2017) og Força Maior (2014).

Omar ragnarsson

Ómar Ragnarsson

Green Puffin Award

Ómar Ragnarsson er velþekktur á íslandi sem áberandi sjónvarpsmaður. Hann hefur tekið upp sjónvarpsefni um náttúru Íslands í nokkra áratugi úr flugvél sinni fyrir þætti eins og Stiklur og Ferða Stiklur. Einnig er hann þekktur sem grínisti þar sem að hann hefur í gegnum tíðina glatt heimili landsmanna með söng sínum eða gríni. Hann hefur í mörg ár helgað sig baráttunni fyrir umhverfisvernd og gefið rausnarlega sjálfboðavinnu óteljandi klukkustundir af tíma sínum til málstaðarins. Íslendingar eru í mikilli þakkarskuld við Ómar því án vinnu hans gæti hin óspillta náttúra Íslands ekki verið metin eins og hún er í dag.

Claire Denis Resized

Claire Denis

Creative Excellence Award

Claire Denis er leikstjóri og rithöfundur. Hún fæddist 21. apríl árið 1946 í París, Frakklandi en ólst upp í franskri nýlendu í Afríku. Verk hennar hafa mótast af æskuárum hennar en hún hefur unnið mikið með þemu eins og nýlendur Vestur-Afríku. Kvikmyndin hennar Beau Travail (1999) hefur verið nefnd sem ein stærsta mynd tíunda áratugarins og unnið til margra verðlauna. Önnur verk hennar sem hafa fengið mikil lof eru Trouble Every Day (2001), 35 Shots of Rum (2008), White Material (2009) og High Life (2018).

John Hawkes Resized

John Hawkes

Honorary Guest

John Hawkes fæddist 11. september árið 1959 í Alexandria, Minnesota, í Bandaríkjunum. Kvikmyndin Me and You and Everyone We Know (2005) sem hann lék í hlaut mikið lof og hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni, auk Camera d´Or verðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Aðrar þekktar kvikmyndir sem Hawkes hefur leikið í eru From Dusk Till Dawn (1996), A Slipping-Down Life (1999), sálræni spennutryllirinn Identity (2003) og Miami Vice (2006).

RIFF 2018

Mads Mikkelsen (1)

Mads Mikkelsen

Creative Excellence Award

Mads Mikkelsen fæddist 22. nóvember 1965 í Østerbro, Danmörku. Í fyrstu kvikmynd sinni Pusher (1996) sló hann í gegn og varð fljótlega einn þekktasti leikari Danmerkur. Einnig má nefna kvikmyndina Flickering Lights (2000), En kort en lang (2001) og þáttaserían Rejseholdet (2000) sem hlaut Emmy verðlaunin. Velgengni hans hefur gert hann að alþjóðlegum leikara og leik hann meðal annars Dr. Hannibal í NBC þáttaröðinni Hannibal frá 2013 - 2015 með góðum árangri.

Shailene Woodley

Shailene Woodley

Honorary Guest

Shailene Woodly fæddist 15. nóvember árið 1991 í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Frumraun hennar í kvikmyndaleik var árið 1999 í kvikmyndinni Replacing Dad. Árið 2011 leik hún í stórmyndinni Alexander Payne´s The Descendants. Frammistaða hennar í hlutverki sínu sem kóngurinn Alexandra hlaut mikið lof og viðurkenningu kvikmyndaiðnaðarins. Woodly vann seinna Independent Spirit verðlaunin og MTV kvikmyndaverðlaunin árið 2012 auk nokkurra Golden Globe tilnefningar.

Jonas Mekas Resized

Jonas Mekas

Lifetime Achievement Award

Jonas Mekas fæddist 24. desember 1922 í Semeniskiai, Litháen og lést 23. janúar 2019. Mekas starfaði sem leikstjóri, kvikmyndatökurmaður, ritstjóri, rithöfundur, leikari, skáld, listamaður og fjölmiðlamaður. Eftir 60 ára þrotalausa vinnu í kvikmyndum, listum og fjölmiðlum vann hann sér inn titilin "Guðfaðir amerískrar Avant-Garde kvikmyndagerðar". Eitt af virtustu verkum hans var tilrauna heimildarmyndin As I was Moving Ahead Occasionally I Saw Brief Glimpses of Beauty frá árinu 2000.

Laila Pakalnina Resized

Laila Pakalnina

Honorary Guest

Laila Pakalnina fæddist 4. júní árið 1962 í Liepaja, lettneska SSR í gömlu Sóvétríkjunum. Pakalnina er rithöfundur og leikstjóri sem hefur leikstýrt yfir 20 kvikmyndum á ferlinum. Verk hennar eru myndirnar Kurpe (1998), Pitons (2003), Ausma (2015) og Dawn (2015). Sú síðast nefnda var valin besta erlenda kvikmyndin á Óskarsverðlaununum. Einnig var kvikmynd hennar Kurpe (1998) sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes það sama ár.

Sergei Loznitsa Resized

Sergei Loznitsa

Creative Excellence Award

Sergie Loznitsa fæddist 5. september árið 1964 í Baranovichi, Hvíta-Rússlandi. Hann er leikstjóri og hefur gert heimildarmyndir síðan 1996 auk nokkurra kvikmynda. Árið 2013 stofnaði Sergei Loznitsa kvikmyndaframleiðslu- og dreifingarfyrirtækið ATOMS & VOID. Verkin hans eru meðal annars My Joy (2010) sem var valin aðal keppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes það sama ár.

RIFF 2017

Olivier Assayas Resized

Olivier Assayas

Creative Excellence Award

Olivier Assayas fæddist 25. janúar 1955 í París, Frakklandi. Assayas er leikstjóri, handritshöfundur og kvikmyndagagnrýnandi. Þekktur fyrir hægbrennandi, sálrænar spennusögur og franskar gamanmyndir. Hans þekktustu kvikmyndir eru Demonlover (2012), Clouds of Sils Maria (2014) og Personal Shopper (2016). Fyrsta kvikmyndin hans Cold Water (1994) var bylting fyrir ferilinn hans og síðan þá hafa kvikmyndirnar hans verið margoft sýndar á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Werner Herzog Resized

Werner Herzog

Honorary Guest

Werner Herzog fæddist 5. september árið 1942 í Þýskalandi. Herzog er leikstjóri, rithöfundur, framleiðandi, leikar og skáld. Árið 1963 stofnaði hann sitt eigið kvikmyndaframleiðslufyrirtæki. Síðar á ævinni setti Herzog upp nokkrar óperur í Bayreuth í Þýskalandi og í Milan Scala á Ítalíu. Herzog hefur unnið til fjölda þýskra og alþjóðlegra verðlauna fyrir ljóðræna eiginleika sína og heimildarmyndir. Í gegnum árin hefur hann framleitt, skrifað og leikstýrt meira en 60 kvikmyndum og heimildarmyndum.

Valeska Grisebach

Valeska Grisebach

Emerging Master

Valeska Grisebach fæddist 4. janúar árið 1968 í Bremen, Þýskalandi. Þekkt fyrir kvikmyndir sínar Be My Star (2001), Longing (2006) og Western (2017). Sú fyrst nefnda (Be My Star) hlaut alþjóðleg gagnrýnendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Toronto auk verðlaun fyrir best leiknu kvikmyndina í fullri lengd á kvikmyndahátíðinni í Tórínó. Til viðbótar var kvikmynd hennar Western (2017) frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Cannes sama ár.

RIFF 2016

Chloë Sevigny Resized

Chloë Sevigny

Honorary guest

Bandaríska leikkonan Chloë Sevigny er fædd árið 1974 og öðlaðist frægð á unglingsárunum eftir að hafa verið uppgötvuð á götu í New York. Um hana var skrifuð grein í The New Yorker þar sem hún var nefnd “ein svalasta stelpa í heimi” og í kjölfarið fylgdu ýmsar bíómyndir, fyrst hin umdeilda en virta kvikmynd ‘Kids’ árið 1995 og síðar Óskarsverðlaunamyndin ‘Boys Don't Cry’. Fyrir þá síðari var Sevigny tilnefnd til bæði Óskarsverðlauna og Golden Globe verðlauna. Hún vann til Golden Globe verðlauna sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í ‘Big Love’.

Deepa Mehta Resized

Deepa Mehta

Lifetime Achievement Award

Deepa Mehta er kanadískur leikstjóri og handritshöfundur. Hún fæddist í Amritsar á Indlandi árið 1950, nam við háskólann í Nýju Delhi og útskrifaðist með meistaragráðu í heimspeki. Metha flutti til Kanada árið 1973. Mehta hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir áhrifamiklar og ögrandi kvikmyndir sem oft snerta á málefnum eins og mannréttindum og félagslegu óréttlæti. Hún er líklega þekktust fyrir þríleik sinn um frumöflin; kvikmyndirnar ‘Eldur’, ‘Jörð’ og ‘Vatn’ sem komu út á árunum 1996-2005, en sú síðastnefnda var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki erlendra kvikmynda.

Darren Aronofsky Resized

Darren Aronofsky

Creative Excellence Award

Darren Aronofsky fæddist í Brooklyn í New York árið 1969. Hann lærði kvikmyndagerð í Harvard og vann til nokkurra verðlauna fyrir útskriftarmynd sína. Fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd var ‘Pi’ frá árinu 1998. Í myndum sínum vinnur Aronofsky oft með sterk þemu eins og stjórnsemi, ofurstjórn á huga og líkama, andlega heilsu og geðveiki. Hann teflir fram persónum með gríðarlega þráhyggju sem leiðir þær í átt að sjálfstortímingu. Aronofsky hefur gert sex kvikmyndir í fullri lengd og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir þær. Flest verðlaun hlaut hann fyrir drama-tryllinn 'Svarti svanurinn' frá árinu 2010, en fyrir þá mynd hlaut hann tilnefningu til Óskars-, Golden Globe og Baftaverðlauna fyrir bestu leikstjórn.

RIFF 2015

Piers Handling Resized

Piers Handling

Honorary guest

Piers Handling fæddist árið 1949 í Kanada. Hann starfaði lengst af sem forstjóri kvikmyndahátíðarinnar í Toronto, TIFF, eða frá árunum 1994 - 2018. Sú sem tók við af honum er Joana Vicente. Árið 2003 var Handling titlaður sem "forstjóri ársins" af Félagi Kanadískra Almannatengsla. Hann hefur verið heiðraður af Chevalier des Arts et des Lettres (1997), Queen Elisabeth II Diamond Jubilee Medal (2012), Clyde Gilmour verðlaunin (2014), Order of Ontario (2014) og verðlaun landstjóra Kanada fyrir ævistarf sitt (2017).

David Cronenberg

David Cronenberg

Lifetime Achievement Award

Cronenberg var kallaður „barón blóðsins“ þegar hann sendi frá sér hverja blóðuga hryllingsmyndina á fætur annarri á áttunda áratugnum í kjölfarið á frumrauninni ‘Shivers.’ Hún markaði upphafið að furðulega heillandi rannsókn hans á sambandi líkama, huga, tækni og fjölmiðlunar sem varði allt fram á tíunda áratuginn þegar myndirnar urðu sífellt vitsmunalegri: sögur af kynórum eða hliðarveruleikum hvort sem þeir voru af völdum ofskynjunar, stafrænu eða geðveiki. Á 21. öldinni hefur Cronenberg sent frá sér röð myrkra kvikmynda sem varpa ljósi á ofbeldið innra með okkur. Meistaralegt innsæi hans og fullmótuð tækni kallar á þakklæti áhorfenda - sem við sýnum með þessum hætti.

Margarethe Von Trotta

Margarethe Von Trotta

Lifetime Achievement Award

Margarethe von Trotta er brautryðjandi í kvikmyndaleikstjórn og ein af frumkvöðlunum sem stóðu að þýsku nýbylgjunni í kvikmyndagerð á sjöunda og áttunda áratugnum. Í fyrstu myndum sínum skoðaði hún samtímamálefni með tilraunakenndum aðferðum þar sem flóknar tæknilegar útfærslur fengu að sitja á hakanum. Von Trotta hefur á ferli sínum skrásett sögu kvenna í Þýskalandi, bæði með heimildarmyndum sem og leiknum myndum. Hún hefur skapað djúpar og fjölskrúðugar kvenpersónur og með þeim auðgað framsetningu kvenna í kvikmyndum. Fyrir vikið hefur von Trotta hefur verið kölluð „leiðandi í feminískri kvikmyndagerð“ en það er þó heldur misvísandi þar sem hún kærir sig lítið um þann titil. Hún vill ekki að kvikmyndir hennar séu skoðaðar sem „kvennamyndir“ heldur einfaldlega „kvikmyndir“ rétt eins og aðrar kvikmyndir samtímamanna hennar. Þó hefur von Trotta sagt að hennar helsta markmið sé að sýna konur í nýju ljósi í kvikmyndum – og það hefur henni svo sannarlega tekist.

RIFF 2014

Ruben Östlund Resized

Ruben Östlund

Emerging master

Ruben Östlund fæddist þann 13 apríl 1974 í Styrsö, Svíðþjóð. Östlund starfar bæði sem leikstjóri og handritshöfundur, þekktastur fyrir kvikmynd sín Force Majeure (2014) og The Square (2017). Þessar tvær kvikmyndir hafið hlotið mikið lof, Force Majeure vann dómenfnda verðlaunin í flokki Un Certain Regard á Cannes árið 2014. Á fimmtugustu hátið Guldbagge Awards í Svíþjóð vann hún einnig til verðlauna fyrir: Besta kvikmyndin, Besti leikstjórinn, Besta leikkona í aukahlutverki, Besta handritið, Besta kvikmyndatakan og Besta klippingin.

Mike Leigh Resized

Mike Leigh

Lifetime Achievement Award

Mike Leigh fæddist þann 20. febrúar árið 1943 í Brocket Hall, Bretlandi. Hann hlaut verðlaun fyrir Besta leikstjórann á Cannes fyrir kvikmyndina Naked (1993) það sama ár. Einnig hlaut hann mikið lof fyrir kvikmyndina Secret & Lies (1996), Vera Drake (2004) og Mr. Turner (2014). Leigh er þekktur fyrir að taka sér dágóðan tíma í æfingarferlið sjálft og notar hann mikið spunaaðferðir með leikurunum til þess að byggja upp persónurnar og frásögn á söguþræðinum.

RIFF 2013

Lukas Moodysson Resized

Lukas Moodysson

Creative Excellence Award

Lukas Moodysson fæddist árið 1969 í Lund, Svíþjóð. Óhætt er að segja að Moodyson hafi slegið rækilega í gegn með sinni fyrstu kvikmynd í í fullri lengd, Fucking Åmål (1998). Kvikmyndin vakti athygli út um allan heim, enda hafði efnið; sannfærandi uppvaxtar- og ástarsaga unglingsstúlkna í sænskum svefnbæ, sterka og alþjóðlega skírskotun. Næstu tvær kvikmyndir hans, Tilsammans (2000) og Lilya 4ever (2002) urðu einnig mjög sýnilegar á öllum helstu kvikmyndahátíðum í heiminum.

Laurent Cantet Resized

Laurent Cantet

Creative Excellence Award

Laurent Cantet fæddist árið 1961 í Melle, Frakklandi. Hann vann sér inn orðstír með sínum fyrstu þremum kvikmyndunum, Human Resources (Ressources humaines) (1999), Time Out (L´Emploi du temps) (2001) og Heading South (Vers le sud) (2005). Sú síðast nefnda er einhvers konar svar Frakklands við Ken Loach: einlægum framkvæmdastjóra sem er hvattur áfram af sinni eigin samvisku en tekur sínum pólitískum skuldbindingum ekki alvarlega. Fjórða kvikmynd Cantet, The Class (Entre les murs) (2008), vann Gullpálmann í Cannes það sama ár sem stimplaði hann inn sem einn af þekktustu leikstjórum í Evrópu.

James Gray Resized

James Gray

Verðlaun fyrir framúrskarandi listræna kvikmyndasýn

Glæpir, innflytjendur og New York borg eru endurtekin þemu í kvikmyndum James Gray. Hann fæddist í New York borg árið 1969, ólst upp í Queens og en fór í kvikmyndaháskólan í Suður Kaliforníu. Þegar James var 25 ára leikstýrði hann sinni fyrstu mynd, Little Odessa (1994) og hlaut sú mynd mikið lof. Seinni mynd hans The Yards (2000) var valin í opinberri keppni á kvikmyndhátíðinni í Cannes og einnig árið 2007, kvikmyndin We Own the Night. Fjórða kvikmynd James, Two Lovers (2008) með leikurunum Joaquin Phoenix, Gwyneth Paltrow og Isabella Rossellini, var tilnefnd til César verðlaunananna.

RIFF 2012

Ulrike Ottinger

Ulrike Ottinger

Honorary Guest

Ulrike Ottinger ólst upp í Konstanz. Frá árunum 1962 - 1968 bjó hún og starfaði sem listamaður í París. Árið 1966 skrifaði hún sitt fyrsta handrit. Frá árinu 1985 hefur hún gert fjölmargar heimildarmyndir í Asíu. Verk hennar hafa verið sýnd á öllum helstu kvikmyndahátíðum heimsins og einnig hlotið viðurkenningu fyrir störf sín baksýnisspegla sýningum, meðal annars í Cinémathéque française í París og á nútímalistasafninu í New York.

Marjane Satrapi Resized

Marjane Satrapi

Emerging Master

Marjane Satrapi er fædd árið 1969. Hún ólst upp í Teheran þar sem hún lærði frönsku í Lycée en kláraði hins vegar námið í Vín áður en hún flutti til Frakklands árið 1994. Þar hóf hún nám í Atelier des Vosges sem er heimili margra frægra samtíma listamanna úr teiknimyndasögu heiminum. Teiknimyndasagan Persepolis er byggð á hennar eigin lífi og fjölskyldu en úr því varð hjartnæm saga írönsku þjóðsálarinnar. Einnig hefur hún gefið út fjölda bóka, þar á meðal Embroideries og Chicken with Plums.

Susanne Bier Resized

Susanne Bier

Creative Excellence Award

,,Fyrst og fremst sem kvikmyndagerðarmaður er mitt hlutverk að gera ekki leiðinlega kvikmynd. Ég sé ekki átök á milli lista og viðskipta en ég sé þau á milli leiðinda og viðskipta. "Susanne Bier fæddist árið 1960 í Kaupmannahöfn, Danmörku. Hæfileiki hennar til þess að finna jafnvægið milli lista og skemmtunar hefur gert hana að vinsælum leikstjóra bæði í Evrópu og Hollywood. Kvikmyndir hennar eru einstaklega sannfærandi og árið 2011 vann kvikmynd hennar In a Better World (Hævnen) bæði til Golden Globe og Óskarsverðlauna.

Dario Argento Resized

Dario Argento

Lifetime Achievement Award

Dario Argento er fæddur árið 1940 í Róm á Ítalíu og er einn þekktasti kvikmyndagerðamaðurinn frá Ítalíu. Verk hans líkjast oft málverki á hreyfingu, með fullt af mettuðum litum, framsækni tónlist og einstökum sjónrænum tónverkum. Dario hefur ekki áhuga á raunsæi heldur að skapa fallegan heim sem inniheldur samt sem áður ljóta hluti og illa anda. Argento er enn á fullu að skapa eftir meira en 40 ár í kvikmyndaiðnaðinum og með yfir 20 verk á bakinu.

Damo Suzuki

Damo Suzuki

Heiðursgestur

Damo Suzuki fæddist árið 1950 í Japan. Hann var söngvari í hljómsveitinni CAN á árunum 1970-1973 og á þeim tíma gaf sveitin frá sér sínar bestu plötur. CAN er ein áhrifamesta hljómsveit sögunnar og er álitin vera forsprakki tilraunakennds rokks sem nefnt er "kraut-rock", eða súrkáls rokk. Tónlistarmenn eins og David Bowie, Brian Ferry, Brian Eno og John Frusciant hafa nefnt CAN sem einn af þeirra aðal áhrifavöldum. Fyrsta lagið sem Suzuki söng með CAN var Don´t Turn the Light On, Leave Me Alone af plötunni Sountracks.

RIFF 2011

Béla Tarr

Béla Tarr

Sérstök verðlaun fyrir æviframlag sitt

Béla Tarr fæddist 21. júlí árið 1955 í Pécs, Ungverjalandi. Hann er framleiðandi og leikstjóri þekktur fyrir Sátántangó (1994), Werckmeister harmóniák (2000) og A torinói ló (2011). Werckmeister harmóniák er talin vera ein af helstu kvikmyndaverkum 21. aldarinnar. Tarr hefur verið túlkaður á þann hátt að hafa svartsýna sýn á mannkynið, persónurnar í verkum hans ertu oft tortryggnar og eiga í ólgusambandi við hvor aðra sem gagnrýnendur hafa oft lýst sem dimmri kómík.

Lone Scherfig

Lone Scherfig

Creative Excellence Award

Lone Scherfig er danskur leikstjóri og handritshöfundur, fædd árið 1959. Húnhefur verið virkur þáttakandi í Dogme 95 kvikmyndahreyfingunni og hefur hlotið mikil lof gagnrýnenda fyrir kvikmyndir sínar, þar á meðal An Education (2009) en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Kvikmyndir Scherfig eru yfirleitt rómantískar gamanmyndir, þar á meðal kvikmyndin One Day(2011) sem er byggð á skáldsögu David Nicholls. Lone er óhrædd við að prufa sig áfram með takmarkanir á sköpunarflæði sínu og hefur glögga athygli á smáatriðum sem hefur fleytt henni áfram í kvikmyndabransanum.

James Marsh

James Marsh

Heiðursgestur

James Marsh fæddist 30. apríl árið 1963 í Truro í Cornwall, Englandi. Hann er leikstjóri og framleiðandi, þekktur fyrir The King (2005) og Wisconsin Death Trip (1999). Meðal annarra frægra verka hans má nefna Man on Wire, sem hlaut Óskarsverðlaunin fyrir bestu heimildarmyndina árið 2008 og The Theory of Everything, margverðlaunuðu ævisögu Stephen Hawking, sem kom út árið 2014. Mars hlaut einnig tilnefningu til BAFTA fyrir besta leiksjtórann fyrir þá mynd og kvikmyndin var tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, þar á meðal besta myndin.

RIFF 2010

Jim Jarmusch

Jim Jarmusch

Verðlaun fyrir framúrskarandi listræna kvikmyndasýn

Jim Jarmusch fæddist árið 1953 í Cuyahoga Falls, Ohio, Bandaríkjunum. Hann er leikstjóri, handritshöfundur, leikari, framleiðandi, ritstjóri og tónskáld. Á níunda áratugnum var Jim mikill talsmaður sjálfstæðra kvikmynda og leikstýrði kvikmyndum eins og Stranger Than Paradise (1984), Down by Law (1986), Mystery Train (1989), Dead Man (1995), Ghost Dog: The Way of the Samurai (1999), Coffee and Cigarettes (2003), Broken Flowers (2005), Only Lovers Left Alive (2013), Paterson (2016) og The Dead Don´t Die (2019).

Vicent Moon

Vincent Moon

Heiðursgestur

Vincent Moon fæddist árið 1979 í París og er kvikmyndagerðamaður, ljósmyndari og hljóðfræðingur. Hann hefur markað breytingar á tónlistarmyndböndum og búið til nýja tegund af tekinni upp tónlist með Take Away Shows á www.blogotheque.net. Þar fylgir Moon tónlistarfólki með myndavélina sína og tekur upp fríhendis. Það gerir honum kleift að komast að tónlistarfólkinu á náinn hátt sem hefur ekki verið séð áður. Moon hefur tekið upp listafólk eins og R.E.M, Arcade Fire, Tom Jones, Sigur Rós, Beirut, Animal Collective, Grizzly Bear og um það bil 100 aðra tónlistarmenn.

RIFF 2009

Milos Forman

Miloš Forman

Heiðursgestur

Miloš Forman er fæddur árið 1932. Foreldrar hans létu lífið í Auschwitz en faðir hans var upphaflega sendur þangað til þess að afhenda bannaðar bækur. Ritskoðun er og hefur verið sterkt þema í mörgum af verkum Formans, besta dæmið er vörn hans á rétti Larry Flint, klámkonungnum, á málfrelsi í The people vs. Larry Flint. Forman er einn fremsti leikstjóri í heiminum og er einn af aðeins fjórum leikstjórum sem hlotið hafa tvö Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn sína, fyrir kvikmyndirnar One Flew Over the Cucko's Nest (1975) og Amadeus (1984).

RIFF 2008

Shirin Neshat

Shirin Neshat

Verðlaun fyrir framúrskarandi listræna kvikmyndasýn

Shirin Neshat fæddist í Íran árið 1957 en býr nú og starfar í New York. Hún er einn þekktasti íranski listamaðurinn í hinum vestræna heimi og hefur starfað við kvikmyndir, hreyfimynda list og ljósmyndun. Fyrsta stóra ljósmyndaverk hennar, Women of Allah (1996), var búið til sem leið fyrir hana að takast á við breytingar sem urðu á lífi hennar á þeim tíma. Verkið, þar sem hún fjallar um andlitsmyndir af konum með persneskri skrautskrift, vakti alþjóðlega athygli í listheiminum.

Costa Gavras

Costa-Gavras

Sérstök verðlaun fyrir æviframlag sitt

"Öll líkindi við raunverulega atburði, við raunverulegar persónur, lifandi eða dauðar eru ekki óvart, þær eru VILJANDI". Þannig byrjar kvikmyndin Z og gefur í raun keim af öllum kvikmyndum Costa-Gavras, sem er einn af pólitískustu leikstjórum sem fyrir finnast. Hann fæddist í Grikklandi árið 1933. Vegna gagnrýni föður hans á ríkisstjórninni þar þurftu fjölskyldan að flytja til Frakklands þar sem hann lagði nám við kvikmyndaskóla. Pólitíkin sem leiddi hann upphaflega til Frakklands hefur litað allar kvikmyndir hans síðan og hann er mjög meðvitaður um mein samfélagsins.

RIFF 2007

Hal Hartley

Hal Hartley

Uppgötvun ársins

Hal Hartley er þekktur kvikmyndagerðarmaður, fæddur árið 1959 í Bandaríkjunum. Hann útskrifaðist frá American Academy í Berlín. Kvikmynd hans Fay Grim (2006) hlaut evrópska frumsýningu á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 2007. Hartley hefur hlotið verðlaun á kvikmyndahátíðum í Cannes, Tókýó og Sundance fyrir kvikmyndir sínar Trust (1991), Henry Fool (1998) og Amateur (1994). Einnig hefur hann verið gestakennari við kennslu í kvikmyndagerð í Harvard háskóla.

Aki Kaurismäki

Aki Kaurismäki

Verðlaun fyrir framúrskarandi listræna kvikmyndasýn

Aki Karusimäki fæddist árið 1957 í Orimattila, Finnlandi. Hann er leikstjóri og er þekktur fyrir að vera með lúmskan, dimman húmor. Kvikmyndir hans eru raunsæjar, fyndnar og heiðarlegar. Í gegnum drungalegu verkin hans má samt sem áður finna vonargeisla skína í gegnum kaldhæðnislegt yfirborðið. Aki er þekktur fyrir niðrandi lýsingar sínar á sjálfum sér í viðtölum, þar sem hann lýsir kvikmyndum sínum sem lélegum myndum en talar hins vegar heiftarlega gegn lágmenningu.

Hanna Schygulla Resized

Hanna Schygulla

Sérstök verðlaun fyrir æviframlag sitt

Hanna Schygulla er leikkona og fæddist árið 1943 í Chorzów, Póllandi. Hæfileiki hennar til að miðla tilfinningalegum óróa með hófstillingu, hlédrægri, róandi, næstum dáleiðandi tjáningu, er aðeins einn af hennar fjölmörgu hæfileikum. Það er þessi stjórn sem einnig geislar af vitsmunum hennar í Effi Briest, sem er bæði öðruvísi og yfirgripsmeiri heldur en mun eldri og menntaðari eiginmaður hennar. Þessi dýnamík er einkennandi fyrir mörg sambönd hennar við hitt kynið í hlutverkum sínum.

RIFF 2006

Alexander Sokurov

Aleksandr Sokurov

Sérstök verðlaun fyrir æviframlag sitt

Aleksandr Sokurov fæddist árið 1951 í Irkutsk héraði í Rússlandi. Hann er einn mikilvægasti kvikmyndagerðarmaður samtímans. Á yngri árum starfaði Aleksandr mikið í sjónvarpi og útskrifaðist síðar frá hinum virta kvikmyndaskóla, VGIK, árið 1979. Kvikmyndir hans ögruðu sovéskum yfirvöldum en hann fékk mikinn stuðning frá framúrskarandi kollega sínum Andrei Tarkovsky. Eftir stjórnarslitin fóru kvikmyndir Sokurovs að vinna honum til fjölda verðlauna um allan heim. Sokurov hefur verið þekktastur fyrir leiknar myndir og leikstýrt yfir 20 áhugaverðum heimildarmyndum.

Atom Egoyan

Atom Egoyan

Verðlaun fyrir framúrskarandi listræna kvikmyndasýn

Atom Egoyan er armenskur-kanadískur kvikmynda- og sviðstjóri, handritshöfundur og framleiðandi. Hann fæddist 19. júlí árið 1960. Hann fékk mikið lof á Sundance kvikmyndahátíðinni fyrir fyrri störf og sló síðan í gegn með með kvikmynd sinni Exotica (1994). Eftir það varð kvikmynd hans, The Sweet Hereafter (1997), til þess að hann hlaut tvær tilnefningar til Óskarsverðlauna. Árið 2009 gaf hann út kvikmyndina Chloe sem varð mjög vinsæl á sínum tíma og þá sérstaklega DVD/Blue-Ray útgáfa myndarinnar. Verk hans kunna oft að innihalda þemu firringar og einangrunar, með persónur sem miðla sínum samskiptum í gegnum tækni, skrifræði og öðrum valdaskiptingum.

Thomas-Bangalter Resized

Thomas Bangalter

Heiðursgestur

Thomas Bangalter fæddist 3. janúar 1975 í París, Frakklandi. Hann er tónlistarmaður, plötuframleiðandi, söngvari, lagahöfundur, plötusnúður og tónskáld, best þekktur sem helmingur fyrrverandi franska hústónlistar dúettsins Daft Punk. Thomas hefur einnig tekið upp og gefið út tónlist sem meðlimur í tríóinu Stardust, tvíeykinu Together og eins síns liðs. Verk Bangalter hafa haft áhrif á fjölbreyttan og víðtækan hóp listamanna.

RIFF 2005

Abbas Kiarostami Resized

Abbas Kiarostami

Sérstök verðlaun fyrir æviframlag sitt

Abbas Kiarostami fæddist í Teheran, Íran árið 1940. Hann lauk háskólanámi í myndlist áður en hann hóf störf sem grafískur hönnuður. Seinna meir gekk hann til liðs við Miðstöð vitsmunalegs þroska barna og unglinga, þar sem hann stofnaði kvikmyndadeild, sem hóf í raun kvikmyndaferil hans, þá 30 ára gamall. Síðan þá hefur hann framleitt fjöldan allan af kvikmyndum og er orðinn einn mikilvægasti listamaður í samtímalist Írans.

RIFF 2004

Sturla Gunnarsson Resized

Sturla Gunnarsson

Heiðursgestur

Sturla Gunnarsson er fæddur á Íslandi og uppalinn í Vancouver, Kanada. Fyrsta kvikmynd hans, After The Axe sem kom út árið 1982 fékk hann tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir bestu heimildarmyndina. Árið 1998 var Such a Long Journey(1998), byggð á skáldsögu Rohinton Mistry, fyrsta skáldskaparmyndin sem hlaut alþjóðlega viðurkenningu. Sturla hefur síðan gert tvær aðrar kvikmyndir, Rare Birds (2001) og Beowulf & Grendel (2005) og að lokum tvær heimildarmyndir Gerrie and Louise (1997) og Air India 182 (2008).

Guy Maddin Resized

Guy Maddin

Heiðursgestur

Guy Maddin fæddist í Winnipeg, Manitoba, Kanada en á ættir sínar að rekja til Íslands. Hann framleiddi sína fyrstu kvikmynd árið 1985 og síðan þá hefur hans einstaki stíll, sem er að endurgera og endurnýja þögla kvikmyndir, gert hann af einum helsta leikstjóra Kanada. Árið 2003, breyddi Maddin enn meira úr ferlinum sínum og gerðist rithöfundur og innsetningar listamaður.