Bransadagar

Bransadagar 2018

Bransadagar eru vettvangur þar sem að íslenskt og erlent kvikmyndagerðarfólk getur komist í tengingu við alþjóðlega kvikmyndaheiminn. Þá koma fyrirlesarar úr kvikmyndaiðnaðinum og halda erindi um hin ýmsu mál sem brenna á fagfólki innan kvikmyndageirans.

Hægt er að skrá sig hér og velja „Accreditation“ á vinstri hönd.

Dagskrá Bransadaga 2018 er enn í vinnslu en hér að neðan má sjá dagskránna frá því í fyrra.

 

Dagskrá Bransadaga 2017

Bransadagar eru vettvangur þar sem að íslenskt og erlent kvikmyndagerðarfólk getur komist í tengingu við alþjóðlega kvikmyndaheiminn. Þá koma fyrirlesarar úr kvikmyndaiðnaðinum og halda erindi um hin ýmsu mál sem brenna á fagfólki innan kvikmyndageirans. Athugið að ekki allir viðburðir á dagskrá bransadaga eru opnir almenningi.

Laugardagur 30. september – kl. 14:00 – Háskólabíó salur 1
Werner Herzog – Meistaraspjall
ALMENNUR VIÐBURÐUR – MIÐAR

Miðvikudagur 4. október, kl. 15:00-17:00 – Hátíðarsalur, Norræna Húsið
Málþing – Kvikmyndaborgina Reykjavík
Kynning og umræður um möguleika borgarinnar til að þjónusta og efla kvikmyndagerð og kvikmyndatökur í borginni.
Umræðum stjórnar Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands
Ráðstefnustjóri: Vera Sölvadóttir
Meðal þáttakenda verða: Baltasar Kormákur, leikstjóri og framleiðandi, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Kristinn Þórðarson, formaður SÍK, Leon Forde, meðstjórnandi Olsberg·SPI, Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum Iðnaðarráðherra, Sveinn Birkir Björnsson frá Film in Iceland, Thomas Gammeltoft, forstjóri Kvikmyndasjóðs Kaupmannahafnar, Thierry Potok, stjórnarformaður ISOLD, framleiðandi og fyrrum forstjóri Babelsberg kvikmyndaversins í Berlín og MPN kvikmyndaversins í Köln
OPINN VIÐBURÐUR

Fimmtudagur 5. október, kl 15:00-17:00
Göngutúr um Reykjavík
Hinn einstaki Dr. Gunni sýnir gestum og gangandi tökustaði þar sem klassískar íslenskar kvikmyndir hafa verið teknar upp í borginni, ásamt því að stoppa við staði sem eiga sér skemmtilega, menningarlega skírskotun.
Farið er frá Hlemmur Square
Gönguferðin endar á Hlemmur Square
ATH: Gott er að hafa í huga að klæða sig eftir veðri
PASSAR VEITA AÐGANG
AÐRIR: 500 ISK

Laugardagur 7. október, kl 14:00 – Norræna húsið
Meistaraspjall með Olivier Assayas
ALMENNUR VIÐBURÐUR