Skilmálar

Seljandi:

Reykjavik International Film Festival

Tryggvagötu 11
 101 Reykjavík

kt: 680704-2870
VSK: 83738

Skilmálar vefverslunar

Greiðslur

Virðisaukaskattur (vsk.) er innifalinn í öllum verðum.

Vörur í vefversluninni eru eign RIFF þar til þær hafa verið greiddar að fullu.

Hægt er að greiða með Visa og Mastercard greiðslukortum á síðunni í gegn um greiðslugátt Borgunar ehf. Kortaupplýsingum er ekki deilt með þriðja aðila þar með talið starfsfólki RIFF.

Vinsamlegast farið vel yfir miðakaup er þau eiga sér stað. Gætið þess að dagsetning, svæði, tímasetning o.fl. sé rétt áður en þú gengur frá greiðslu. Ekki er hægt að endurgreiða miðakaup eftir að greiðsla hefur átt sér stað.

Kaupanda er óheimilt að áframselja miða sinn í þeim tilgangi að hagnast fjárhagslega. Verði kaupandi uppvís að því að áframselja miða sinn með hagnaði þá áskilur RIFF sér rétt á að ógilda miðann.

Komi svo fyrir að viðburði sé aflýst með öllu munu miðaeigendum verða boðin full endurgreiðsla eða miða á sambærilegan viðburð.

RIFF áskilur sér rétt til að breyta dag- og/eða tímasetningu viðburðar komi til ófyrirsjáanlega aðstæðna. Í þeim tilfellum munu miðar sjálkrafa færast yfir á nýja dags- og/eða tímasetningu. Í þessum aðstæðum getur kaupandi farið fram á endurgreiðslu miða, henti ný dags- og/eða tímasetning ekki. RIFF áskilur sér rétt til að skilgreina tímamörk sem kaupandi hefur til að fara fram á endurgreiðslu.

Týni kaupandi miðum sínum er ekki hægt að gefa út nýja miða né bjóða endurgreiðslu.

Skil

Hægt er að skila bolum, plakötum og töskum ef um sýnilegan galla er að ræða allt að 14 dögum eftir að vera hefur verið keypt, ef um póstsendingu er að ræða þá er miðað við 14 daga frá póststimpli. Einungis er hægt að skila ónotuðum vörum. Komi til skila mun RIFF endurgreiða vöruna eða skipta henni út fyrir aðra sambærilega. Endurgreiðsla er ekki gefin nema vörunni sé skilað á skrifstofu RIFF. Ekki er hægt að fá endurgreiðslu á póstsendingu og meðhöndlunargjaldi.

Miða, passa, klippikort, innsendngargjald og staðfestingargjald er ekki hægt að fá endurgreitt.

Innifalið í innsendingargjaldi er kostnaður RIFF við að fara yfir umsóknir og annar kostnaður varðandi umsóknina.

Þegar staðfestingargjald hefur verið greitt gengur RIFF út frá því að viðkomandi ætli að taka þátt í verkefninu sem gjaldið á við um, RIFF miðar í framhaldinu sína vinnu og kostnað út frá þátttöku. Því er ekki hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt.

Afhending

Velji viðskiptavinur að fá vöru senda heim er hún send til hans innan við 5 dögum eftir að greiðsla hefur verið gerð. Hægt er að sækja vörur á skrifstofu okkar á milli kl 11 og 16 á virkum dögum, (lokað í hádeginu). Passa og klippikort er hægt að sækja 10 dögum áður en hátíðin hefst.

Staðfesting

Þegar greiðsla hefur farið í gegn færð þú tölvupóst með kvittun. Vinsamlega sýnið þá kvittun þegar varan er sótt. Ef þú hefur keypt stakan miða á sýningu muntu fá e-miða á sýninguna í tölvupósti. Vinsamlega sýnið þann miða þegar gengið er inn í sýningarsalinn.

Samskipti

Þegar þú kaupir miða eða aðrar vörum á vefsvæði RIFF samþykkir þú að RIFF megi senda þér tölvupóst. Tölvupóstar geta verið upplýsingar um viðburðinn, þjónustu tengda viðburðinum, tilkynningar um viðburðinn o.s.fv. Óskir þú eftir því fá ekki slíka tölvupósta getur þú haft samband við skrifstofu RIFF.

Trúnaður

Við virðum viðskiptavini okkar og deilum ekki persónuupplýsingum við þriðja aðila. Öll gögn eru meðhöndluð sem trúnaðarmál.

RIFF meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög. Persónuverndarstefnu RIFF má nálgast á forsíðu RIFF.

Viðburðir

Viðburðir RIFF fara í sumum tilfellum fram á veitingastöðum og öðrum samkomustöðum er hafa leyfi til áfengisveitinga. RIFF áskilur sér rétt að að segja aldurstakmark á viðburði í samræmi við gildandi barnaverndarlaga og lögum um vínveitingahús. Börnum yngri en 18 ára er óheimilit að dvelja á samkomustað með vínveitingaleyfi eftir kl. 20:00 á kvöldin nema í fylgd með forsjáraðila. RIFF áskilur sér þó rétt til að skilgreina aldurstakmörk á einstaka viðburði og gildir þá það aldurstakmark fram yfir þær reglur sem settar eru fram í skilmálum RIFF.

RIFF og aðstandendur viðburða bera ekki ábyrgð á persónulegum eigum kaupanda og hans gesta. Gildir þetta jafnt fyrir, á meðan og eftir að viðburði líkur. 

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

Hafa samband

Tryggvagötu 11
 101 Reykjavík
Tel: +354 

riff(at)riff.is