Jöklabíó RIFF er einstök upplifun þar sem haldið er upp á næststærsta jökul landsins, Langjökul, og ferðast inn í íshettuna sjálfa þar sem heimildarmynd Lars Ostenfeld um bráðnandi íshellu Grænlands, Inn í ísinn, verður sýnd.
Áhorfendur ferðast 200 metra undir yfirborð jökulsins í gegnum stærstu manngerðu ísgöng í heimi þar sem þeim gefst tækifæri á að fræðast um jökulinn og upplifa einstaka kvikmyndasýningu sem á sér fáar fyrirmyndir.
Sérþjálfað starfsfólk Arctic Adventures sér um leiðsögn hópsins og fræðir gesti um Langjökul og þá hættu sem að honum steðjar vegna hnattrænnar hlýnunar.
Innifalið í miðaverði er rútuferð frá Reykjavík en gestir geta einnig hitt á hópinn í Húsafelli.
Nauðsynlegt er að koma vel klæddur á þessa sýningu.
Hægt er að kaupa miða hér á heimasíðu Artic Adventure