Search
Close this search box.

LEITA

Search
Close this search box.

Ör eftir Auði Övu verður að Hotel Silence

„full af útsmognum húmor“

Þær eru ófáar skáldsögurnar sem verða að kvikmyndum, sem oftar en ekki hefur endað með stóru
spurningunni um hvort sé betra, bókin eða bíóið. Og hefur þar sitt sýnst hverjum. En þegar kemur að sögunni Ör eftir Auðu Övu Ólafsdóttur og myndinni Hotel Silence (Hótel Þögn) eftir kanadísk-svissnesku kvikmyndagerðarkonuna Léa Pool má öruggt heita að hvorutveggja sé með miklum ágætum. Um það vitna viðtökurnar.

Umrætt ritverk Auðar Övu kom út 2017 og var hennar fimmta skáldsaga sem segir af Jónasi nokkrum
Ebeneser, 49 ára fráskildum, valdalausum og gagnkynhneigðurm karlmanni sem hefur ekki haldið
utan um bert kvenmannshold – alla vega ekki viljandi – í átta ár og fimm mánuði. En hann er
handlaginn. Kappinn hefur flísalagt sjö baðherbergi og þegar hann leggur af stað í ferðalag sem hann
hefur ekki hugsað sér að snúa aftur úr, tekur hann með sér borvél.

„ … hefur ekki haldið utan um
bert kvenmannshold
– alla vega ekki viljandi –
í átta ár og fimm mánuði.“

Eins og þetta sé ekki einmitt dæmigerð Auður Ava, en haft hefur verið á orði í umsögnum um verkið
að þar fari lítil bók með stórt hjarta. Hún sé full af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli
og spyrji jafnframt áleitinna spurninga um lífið og dauðann og þó umfram allt um ástina sem öllu máli
skipti, eins og segir á einum stað.

Og nú hefur þessi glettna saga umbreyst í bíó sem gestir RIFF geta notið á hátíðinni, en filman var
frumsýnd í Montreal í Kanada í vor að viðstöddum höfundi bókarinnar sem, að sögn, átti hug og
hjörtu fjölmiðlafólks á staðnum sem vildi hvert af öðru taka viðtal við hann. Því hver skrifar svona
dæmalaust dillandi vel?

„allt í senn full af mannúð, sérvisku og kaldhæðni.“

Leikstjórinn, Léa Pool, sem fædd er í Sviss, hefur auk starfa sinna við kvikmyndagerð kennt fagið við
Háskólann í Québec í Montreal-fylki í Kanada, en þótt hún eigi að heita komin á eftirlaun, hefur hún
ekki getað hætt að skapa frekar en margur annar kúnstnerinn á efri árum. Svo því þá ekki að festa Ör á filmu.Og Léa má svo sannarlega vera ánægð með afraksturinn, því stórblöð á borð við Sunday Times hafa
hælt henni í hástert, en þessi svarta komedía sem tekst á við mannsins þungu lund, eins og það er
orðað, er „allt í senn full af mannúð, sérvisku og kaldhæðnislegri kerskni.“

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email