LEITA

Senda inn kvikmynd

Við opnum fyrir kvikmyndaumsóknir 1. nóvember 2024! 

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík mun fara fram milli 25. september og 5. október 2025 í 22. skiptið. Megintilgangur RIFF, stærsta kvikmyndaviðburðar Íslands, er að bjóða upp á fjölbreytt úrval af framsæknum kvikmyndum, og að leggja áherslu á ungt og upprennandi kvikmyndagerðafólk með því að sýna einungis fyrstu eða aðra mynd í fullri lengd í aðalsamkeppnisflokk okkar Vitrunum. 

Markmið hátíðarinnar er að auka áhuga fólks á sjálfstæðri kvikmyndagerð, efla kvikmyndalæsi og auðga íslenska kvikmyndamenningu með því að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og miðlanir.

Reglur og skilyrði 

Við tökum við leiknum-, heimildar-, blendings- og teiknimyndum af hvaða kvikmyndategund sem er, bæði í fullri lengd (yfir 60 mínútur) og stuttmyndum (undir 60 mínútum). 

Allar innsendar kvikmyndir verða að hafa verið gerðar eftir 1. janúar 2024. Myndin verður að vera íslensk frumsýning að lágmarki (má ekki hafa verið sýnd opinberlega á Íslandi fyrir 2025 hátíðina, þ.m.t. útsending af hvaða lengd sem er). Myndin verður að vera á ensku eða textuð á ensku. 

Umsóknargjald 

Gjaldið fyrir að senda inn mynd er 4900 kr fyrir þá sem sækja um fyrir 31. mars, en annars er það 7600 kr. Fresturinn til þess að senda inn mynd er til 10. júlí 2025. 

Vinsamlegast athugið að umsóknargjaldin renna til að standa straum af beinum rekstri hátíðarinnar. Þessi gjöld eru nauðsynleg fyrir sjálfbærni hennar og því getum við ekki boðið upp á undanþágur. 

Dagskrársjónarmið 

RIFF mun taka til greina bæði alþjóðlegar og íslenskar kvikmyndir, hvort sem um er að ræða leiknar kvikmyndir eða heimildarmyndir, óháð lengd eða efni. Allar innsendingar verða skoðaðar að fullu af dagskrárteymi okkar. 

Ákvarðanir um dagskrá 

Endanleg ákvörðun um dagskrá, flokkun og sýningartíma kvikmynda verður tekin af dagskrárteymi hátíðarinnar. Ákvörðun þeirra er endanleg og ekki til umræðu. Umsækjendur sem fá kvikmynd sína valda munu fá þessar upplýsingar í sérlegu boðsbréfi. 

Engum áhorfshlekkjum eða umsóknargögnum verður skilað eftir móttöku umsóknar. Sendið ekki fumeintök með umsóknum. 

Umsækjendur sem komast á hátíðina fá einnig beiðni um að senda kynningarefni fyrir dagskrárrit, heimasíðu o.fl. Er það alfarið á ábyrgð þátttakenda að skila slíku efni á réttum tíma og í réttu sniði. Gert er ráð fyrir að myndir umsækjenda megi sýna á hátíðinni án endurgjalds. 

Umsækjendur sem komast á hátíðina geta gert ráð fyrir að myndir þeirra verða sýndar 3-4 sinnum á hátíðinni og 4-5 sinnum á landsbyggðinni í mánuðinum eftir að RIFF lýkur, sem hluti af verkefninu RIFF um allt land. Verkefnið er ætlað að ná til áhorfenda sem annars hefðu ekki möguleika á að sjá dagskrá hátíðarinnar. 

Þrír keppnisflokkar 

Á RIFF eru þrír keppnisflokkar þar sem dómaranefnd velur bestu myndina: Vitranir (fyrir fyrstu eða aðra mynd leikstjóra í fullri lengd), Önnur framtíð (fyrir myndir sem fjalla um aðkallandi samfélagsleg málefni) og stuttmyndaflokkarnir: Besta íslenska stuttmyndin, Besta erlenda stuttmyndin and Gyllta eggið, sem veitt er bestu stuttmyndinni frá Reykjavík Talent Lab; auk fjölda annarra flokka sem ekki eru keppnisflokkar. 

Myndir í fullri lengd sem valdar eru í flokkana Vitranir and Önnur framtíð koma til greina til dómaraverðlaunanna, sem og stuttmyndir sem valdar eru í stuttmyndaflokkana. 

Sýniseintök 

Sýniseintök gegnum Vimeo eða sambærilega miðla eru ákjósanlegust en umsækjendur geta einnig sent DVD eða USB-minnislykla. Öll sýniseintök skulu vera merkt með nafni myndar og sendanda. Umsækjendur mega sækja um með eins mörgum myndum og þeir kjósa en þurfa að senda aðskildar umsóknir og sýniseintök fyrir hverja mynd.