00
Dagar
00
Klukkust.
00
Mínútur
00
Sekúndur

Miðasala

Almennar upplýsingar RIFF 2021

RIFF verður haldin í 18. sinn þann 30. september – 10. október í Reykjavík, 2021. Sérstök áhersla verður lögð á tónlist í kvikmyndum og verður Holland í Fókus þetta árið. Dagskrá hátíðarinnar verður að mestu í Bíó Paradís og Norræna húsinu en einnig munum við tilkynna allskyns sérviðburði sem verða víðar um borgina síðar. Fyrir þá sem vilja síður fara út á meðal fólks þá er hægt að horfa á Riff- Heima þar sem hægt verður að horfa á marga af dagskráliðum hátíðarinnar heima í stofu. Þetta er nýjung sem fékk frábærar viðtökur í fyrra og því endurtökum við leikinn í ár. 

Forsala á hátíðar pössum og klippikortum er hafin hér.

Forsöluverð:

Hátíðar passi er  á 16.900 kr til 20. Ágúst (annars 17.900 kr)

Klippikort er á 9.900 kr til 20. Ágúst (annars 10.900 kr)

Nemendur og ellilífeyrisþegar fá 15% afslátt. 

Allar fyrirspurnir varðandi sérstök verð fyrir hópa sendist á framleiðanda hátíðar, Auði Elísabet production@riff.is

 Viku fyrir hátíð verður hægt að nálgast hátíðarpassa og klippikort á Gestastofu RIFF (staðsetning tilkynnt síðar).

Hlökkum til að sjá ykkur!

Alþjóðleg kvikmyndahátíð Reykjavík
Sími á skrifstofu: +354 561 8337

SIGN-UP FOR OUR NEWSLETTER