Search
Close this search box.

LEITA

Search
Close this search box.

Opnunarmyndir RIFF í ár eru Elskuleg og geimráp Birnis og Bríetar

Norsk-íslenska kvikmyndagerðarkonan Lilja Ingólfsdóttir á heiðurinn að opnunarmynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík í ár, RIFF, en hún hefst í Háskólabíói 26. september næstkomandi og stendur til 6. október.

Elskling eins og heiti myndarinnar er á norsku, eða Elskuleg á íslensku (e. Loveable), er frumraun Lilju á hvíta tjaldinu, en verkið var frumsýnt fyrr á árinu í Osló og er óhætt að segja að það hafi vakið mikla athygli fyrir tilfinningarík efnistök og einstaka túlkun aðalleikkonu myndarinnar, Helgu Guren sem samkvæmt umsögn Variety þykir sýna einstakan kjark (e. gutsy performance) í hlutverki Maríu sem reynir að sinna fjórum börnum sínum af álíka metnaði og starfsframanum á meðan seinni eiginmaður hennar, Sigmund, er á stöðugum ferðalögum. Dag einn sinnast þeim aftur á móti heiftarlega sem verður til þess að karlinn fer fram á skilnað.

„egghvasst tilfinningadrama“

sem fékk standandi lófatak Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í í júlí

Variety segir enn fremur í gagnrýni sinni um þetta byrjendaverk Lilju að þar lifni við „egghvasst tilfinningadrama“ (e. emotionally jagged debut) og enn fremur að myndin sé “óvenjuleg og snjöll saga sem leiti svara við því af hverju annað hjónabandið í röð fari eins og það fyrra, og hverjum, ef einhverjum, það sé að kenna.“

Myndin fékk standandi lófatak á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi í júlí.

Einnig sýnd: Stuttmyndin Bríet og Birnir í geimnum

Á undan opnunarsýningunni á Elskling verður stuttmyndinni Birnir og Bríet brugðið á tjaldið, en hún er eftir Erlend Sveinsson og fjallar um samnefnt tónlistarfólk í hlutverkum pars sem er að reyna að eyða minningum af sambandi þeirra og hvoru öðru yfirleitt. Myndin, sem tekin er upp í einni af flugvélum Icelandair, er einskonar ferðalag um mynd- og hlóðheim plötunnar 1000 orð sem listafólkið sendi nýlega frá sér.

Kvikmyndahátíðin í haust er sú tuttugasta og fyrsta frá því RIFF kom fyrst til sögunnar í upphafi aldarinnar og að þessu sinni er meginvettvangur hennar í Háskólabíói þar sem hver salurinn af öðrum verður nýttur til að sýna úrval nýrra kvikmynda í hæstu gæðum frá öllum heimshornum.

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email