Persónuvernd
Almennt
Reykjavík International Film Festival (hér eftir nefnt RIFF) rekur miðasölukerfi fyrir sölu og umsýslu aðgöngumiða á viðburði RIFF.
Alþjóðleg kvikmyndahá Rvk ehf. („RIFF“) rekur miðasölukerfi fyrir sölu og umsýslu aðgöngumiða á ýmis konar viðburði og vörur þeim tengdum (hér eftir nefnt „RIFF“ eða „kerfið“). Þeir sem nota kerfið eru viðskiptavinir RIFF (þ.e viðburðahaldarar, skipuleggjendur eða viðburða-, tónlistar-, eða leikhús, hér eftir nefndir „viðburðahaldarar“). Viðburðahaldarar RIFF eru ábyrgir fyrir sínum viðburðum en RIFF er vinnsluaðili gagnanna. RIFF aðstoðar viðskiptavini sína við að selja miða með því að leigja þeim kerfið, birta viðburðina á vefsíðu sinni ofl. Allar spurningar varðandi persónuvernd tiltekinna viðburðahaldara er beint til þeirra.
Söfnun persónuupplýsinga
RIFF safnar persónuupplýsingum í tengslum við kaup á miðum á viðburði eða vörur þar sem viðskiptavinur notar kerfið og einnig þegar haft er samband við okkur í gegnum tölvupóst eða facebook.
Notkun persónuupplýsinga
RIFF geymir persónuupplýsingar fyrir hönd viðburðahaldara og notar þau í samræmi við gildandi lög.
Þetta þýðir að RIFF verndar persónuupplýsingar sem geymdar eru í kerfinu og að þú hefur alltaf rétt á því að hafa samband við RIFF til að fá upplýsingar um hvaða persónulegu gögn þín eru geymd hverju sinni. Í þessari stefnu er útskýrt hvernig RIFF vinnur persónuupplýsingarnar þínar þegar þú notar kerfið í gegnum riff.is eða í gegnum vefsíðu viðburðahaldara.
Mismunandi viðburðahaldarar eru ábyrgir fyrir mismunandi viðburðum, sem þýðir að mismunandi viðburðahaldarar eru ábyrgir fyrir persónuupplýsingum þínum, háð því á hvaða viðburð(i) þú kaupir miða á.
RIFF meðhöndlar persónuupplýsingarnar sem þú gefur upp í tengslum við notkun kerfisins eða í tengslum við hvernig þú hefur samband við okkur. Upplýsingarnar geta verið t.d nafn, netfang, símanúmer, heimilisfang, afmælisdagur, kennitala, kortaupplýsingar eða aðrar upplýsingar sem þú gefur upp þegar þú kaupir miða eða ert í öðrum samskiptum við RIFF.
Hver er ábyrgur fyrir persónuupplýsingum þínum?
Alþjóðleg kvikmyndahá Rvk ehf. (kt. 6807042870, Laugavegi 116, 105 Reykjavík) svarar fyrir erindi er varða persónuupplýsingar og er ábyrg fyrir hönd viðburðarhaldara (þess sem á gögnin), fyrir vinnslu persónuupplýsinga og að þær séu unnar í samræmi við gildandi lög.
Af hverju notar RIFF persónuupplýsingar?
Persónuupplýsingar þínar eru notaðar af RIFF til að mögulegt sé að:
- uppfylla skuldbindingar okkar til þín eins og samið er um, til dæmis svo þú getir sótt miðana þína, svo þú getir fengið miðana þína aftur ef þú af einhverjum ástæðum finnur þá ekki eða hefur glatað þeim ofl.
- uppfylla skyldur okkar til viðburðahaldara í samræmi við samninga.
- taka á móti og vinna með korta- og snjallgreiðslur.
- bæta kaupaferlið og aðra þjónustu.
halda við góðu viðskiptavinasambandi í samskiptum þínum við RIFF og viðburðahaldara. - sjá um endurgreiðslur á miðakaupum.
Hver hefur aðgang að persónuuupplýsingunum þínum?
Persónuupplýsingar eru unnar af starfsfólki RIFF og af tengiliðum sem tengjast persónuvernd hjá viðburðahöldurum. Svo lengi sem það sé engin lagaleg skylda til að birta persónuupplýsingar munu þær ekki verða afhentar þriðja aðila. RIFF birtir aldrei eða selur persónuupplýsingar í markaðslegum tilgangi til þriðja aðila. Öllum sem hafa aðgang að gögnum er skylt að vinna aðeins úr þeim í samræmi við GDPR lög nr. 90/2018.
Hversu lengi eru persónuupplýsingar geymdar?
RIFF geymir persónuupplýsingar þínar svo lengi sem það er nauðsynlegt til að uppfylla skyldur sem eru fyrir hendi hverju sinni.
Öryggi
RIFF grípur til viðeigandi tæknilegra og skipulagslegra ráðstafana til að vernda persónuupplýsingar sem unnið er með. Aðgerðirnar veita öryggi sem er í samræmi við gildandi löggjöf um gagnavernd og er viðeigandi að teknu tilliti til:
- þeirra tæknilegu möguleika sem fyrir hendi eru.
- kostnaði við að innleiða aðgerðirnar.
sérstakra áhættu sem fylgja vinnslu persónuupplýsinga. - hversu viðkvæmar persónuupplýsingarnar eru.
Uppfærsla persónuverndarstefnunnar
RIFF áskilur sér rétt til að uppfæra þessa persónuverndarstefnu reglulega. Nýjasta útgáfa er alltaf aðgengileg á riff.is.
Hafa samband
Alþjóðleg kvikmyndahá Rvk ehf.
Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
riff@riff.is
Persónuverndarstefnan er í gildi frá 21. Júli 2020.