Sundbíó

Hið sívinsæla sundbíó er fastur liður á RIFF

Kvikmyndasmiðjan

Viltu komast í samband við unga kvikmyndagerðarmenn? Fá ráð hjá reyndum kvikmyndaleikstjórum, framleiðendum og öðru bransafólki? Búðu þig undir stökkið úr stuttmyndagerð yfir í gerð mynda í fullri lengd á Kvikmyndasmiðju RIFF (Talent Lab).

RIFF hlýtur styrk til tveggja ára

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hlaut nýlega styrk frá Creative Europe- MEDIA áætlun ESB. Styrkurinn er samtals tæplega 20 milljónir króna eða um 10 milljónir króna árlega í tvö ár sem er hærri upphæð en hátíðin hefur áður fengið frá MEDIA. 

RIFF var í hópi 38 evrópskra kvikmyndahátíða sem hlutu styrki að þessu sinni en alls voru umsóknir 127 hátíða taldar hæfar. Styrkveitingin er mikil viðurkenning fyrir hátíðina en RIFF fékk afar góða umsögn frá valnefndinni.

Taktu þátt í Einnar mínútu myndakeppni

Hvað er djúpblátt? Ertu með snjalla hugmynd? Taktu upp einnar mínútu mynd og sendu inn í Einnar mínútu myndakeppni RIFF og The One Minutes.

RIFF auglýsir eftir áhugaverðum myndum sem falla að þema keppninnar, sem er djúpblár, og eru nákvæmlega ein mínúta að lengd.

Sigurmynd Einnar mínútu myndakeppninnar verður verðlaunuð og valdar myndir verða sýndar yfir RIFF, þar á meðal í sundlaug og á LOFT hosteli. Skilafrestur mynda er til og með 24. ágúst.

RIFF auglýsir eftir nýjum íslenskum kvikmyndum

RIFF auglýsir eftir nýjum íslenskum kvikmyndum til sýningar á hátíðinni í ár sem verður haldin í 11. sinn dagana 25. september til 5. október næskomandi.

Dagskrástýring RIFF er nú í fullum gangi og hátíðin auglýsir eftir nýjum íslenskum kvikmyndum til sýningar á hátíðinni. Það eigi jafnt við um leiknar myndir í fullri lengd, heimildarmyndir og stuttmyndir.

RIFF á menningartorfu Kópavogs

Dagskrá RIFF - Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fer að hluta fram í menningarhúsum Kópavogsbæjar í haust. Samkomulag um samstarf Listhúss Kópavogsbæjar, lista- og menningarráðs og RIFF var undirritað í Kópavogi í dag. Framlag lista- og menningarsjóðs til hátíðarinnar nemur 3,5 milljónum króna.

Skráðu þig sem Hollvin RIFF

Hollvinir RIFF standa vörð um hagsmuni hátíðarinnar og styðja við uppbyggingu hennar auk þess sem þeir fá sérkjör á hátíðna, 15% afslátt af hátíðarpössum og aðgang að forsölu á vinsælustu viðburðum. Aðild kostar ekkert.

Error message

Mínar myndirMY Films