Viltu auglýsa á RIFF?

Mögulegt er að kaupa auglýsingar hjá RIFF, bæði fyrir kvikmyndasýningar sem og kynningarbæklinga. Óhætt er að fullyrða að áhorfendahópur RIFF sé fjölbreyttur en 30 þúsund sæti vorru seld á síðustu hátíð. 
 
Fyrir áhugasama er hægt að senda póst á marketing@riff.is. Einnig er hægt að hringja á skrifstofu RIFF í síma 411-7055.  
 

Programme anounced in september

Are you ready? The programme for Reykjavik International Film Festival will be anounced two weeks before the festival starts in September.
 

Dagskráin tilkynnt í september

Eru þið tilbúin? Dagskrá Riff verður tilkynnt tveimur vikum fyrir hátíðina, eða snemma í september næstkomandi. Fylgist því vel með.
 

Sundbíó

Komdu í sund og horfðu á bíó. Rætt verður við leikstjóra í heita pottinum auk þess sem hægt verður að baða sig í ljóma kvikmyndanna. Árlegt sundbíó RIFF verður haldið í byrjun október.
 
 

Gjafakort RIFF

Viltu gleðja skyldmenni sem fer aldrei í bíó lengur? Eða bara hvern sem er? Hægt er að kaupa gjafabréf á RIFF hátíðina sem fer fram þann 25. september – 5. október 2014. 
Hægt er að kaupa bæði hátíðarpassa sem gildir fyrir handhafa passans á allar hefðbundnar kvikmyndasýningar RIFF og síðan klippikort sem gildir á 8 kvikmyndasýningar að eigin vali. Nánar hér.

Tryggðu þér passa

Vissirðu að þú getur keypt þér passa og klippikort á RIFF strax í dag? Ekki missa af kvikmyndaupplifun ársins. 

Sólstafir við Hrafninn flýgur

Þungarokksveitin Sólstafir flytur eigin tónsmíðar á kraftmikinn hátt við víkingamyndina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson. Með tónleikunum er þrjátíu ára afmæli kvikmyndarinnar fagnað.
 
Víkingaarfur Íslendinga verður í brennidepli á kvikmyndatónleikum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF). Þungarokksveitin Sólstafir mun tjalda öllu til við kvikmyndina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson en kvikmyndin var frumsýnd árið 1984 og fagnar því þrjátíu ára afmæli í ár.
 

Heimsfrægur rannsóknarblaðamaður á RIFF

<div>Von er á einum frægasta rannsóknarblaðamanni veraldar hingað til lands í byrjun október. John Pilger mun koma á vegum miðstöðvar rannsóknarblaðamennsku á Íslandi í samvinnu við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF). Heimildamynd hans, Ósýnilega stríðið (e. The War you don´t see), verður sýnd af þessu tilefni á hátíðinni auk þess sem hann mun ræða um flókin tengsl fjölmiðla og stríðs á málþingi RIFF sem ber yfirskriftina: Stríð og friður.

Steig sín fyrstu spor hjá RIFF

Knott
Breski kvikmyndagerðarmaðurinn Matthew Hammett Knott kom til Íslands árið 2012 og tók þátt í kvikmyndasmiðju RIFF hátíðarinnar (Talent lab). Hann sigraði það árið og fékk gullna eggið fyrir stuttmynd sína, Á þessari eyju (e. On this Island). Hann steig því sín fyrstu spor sem kvikmyndagerðarmaður á vegum kvikmyndasmiðju RIFF. 
 

Áttu mínútu?

Stilla úr mínútumyndinni Breathe.
Hefur þú einhverntímann látið dáleiðast af dimmbláu hafinu og hlustað á sefandi öldurnar sækja að landi?  Eða horft til himins, á margbreytilegan bláman sem býr í himinhvolfinu, og velt því fyrir þér hversu ósanngjarnt það er að geta ekki borðað dúnmjúk skýin. Við viljum að þú fangir þetta augnablik. 
 

Metþátttaka í kvikmyndasmiðju RIFF

Jim Jarmusch hefur meðal annars haldið fyrirlestur í hæfileikasmiðjunni.
Vel yfir hundrað manns frá yfir þrjátíu löndum sóttu um að komast að í kvikmyndasmiðju Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar RIFF í ár. Kviikmyndasmiðjan, eða Talentlab eins og hún er kölluð á ensku, hefur notið sívaxandi vinsælda síðan hún hófst fyrir um þremur árum. 
 
Ástæðan fyrir þessum auknu vinsældum er ekki síst því að þakka að gestafyrirlesarar hafa í gegnum tíðina verið snillingar á borð við Jim Jarmusch, Milos Formann og Lukas Moodysson.
 

Error message

Mínar myndirMY Films