Sundbíó

Hið sívinsæla sundbíó er fastur liður á RIFF

Kvikmyndasmiðjan

Viltu komast í samband við unga kvikmyndagerðarmenn? Fá ráð hjá reyndum kvikmyndaleikstjórum, framleiðendum og öðru bransafólki? Búðu þig undir stökkið úr stuttmyndagerð yfir í gerð mynda í fullri lengd á Kvikmyndasmiðju RIFF (Talent Lab).

Sendu inn mynd!

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefur opnað fyrir innsendingu mynda á elleftu hátíð Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík árið 2014. Tekið verður við myndum til 15. júlí 2014.

Ítalía í fókus á RIFF í haust

Ellefta óháða Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík verður haldin þann 25. september til 5. október n.k. Undirbúningur er kominn á fullt skrið og opnað verður fyrir umsóknir mynda í lok mánaðarins á vef hátíðarinnar www.riff.is

Ítalía verður í fókus á RIFF þetta árið, en ítölsk kvikmyndagerð hefur verið í mikilli sókn undanfarið. Ítalía á einhverja glæsilegustu kvikmyndasögu veraldar en nýrri kvikmyndagerðarmenn eins og Paolo Sorrentino þykja þessa dagana slaga hátt upp í gamla meistara á borð við Fellini og Rossellini.

Gjafabréf RIFF

Gjafabréf RIFF er jólagjöfin í ár. Gjafabréfið gildir fyrir næstu hátíð sem fer fram þann 25. september – 5. október 2014. Hægt er að kaupa bæði hátíðarpassa sem gildir fyrir handhafa passans á allar hefðbundnar kvikmyndasýningar RIFF og síðan klippikort sem gildir á 8 kvikmyndasýningar að eigin vali. Hægt er að kynna sér betur gjafabréf RIFF hér

Peter Wintonick

Við minnumst okkar kæra vinar og samstarfsfélaga, Peters Wintonick, dagskrárstjóra heimildarmynda á RIFF, með mikilli virðingu, hlýju og þakklæti. Einstakur persónuleiki er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Við munum leggja okkur fram við að halda minningu hans a lofti en skarðið sem hann skilur eftir verður erfitt að fylla. Samúðarkveðjur til ástvina hans í Kanada og félaga um allan heim.

RIFF fær góða umfjöllun erlendis

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík – RIFF lauk fyrir rúmri viku síðan. Undanfarna daga hafa birtst lofsamlegar umfjallanir um hátíðina í miðlum hér og þar um heiminn, m.a. í Le Monde, Hollywood Reporter og Screen International.
 

Error message

Mínar myndirMY Films