Search
Close this search box.

LEITA

Search
Close this search box.

Stelpur filma í fyrsta sinn á landsbyggðinni

Stelpur filma á landsbyggðinni fór af stað með pompi og pragt þriðju vikuna í janúar og er það í fyrsta sinn sem námskeiðið býðst öðrum sveitafélögum en Reykjavík. Barnamenningarsjóður veitti verkefninu ríkulegan styrkt svo hægt væri að gefa stúlkum og kynsegin einstaklingum kost á að sækja námskeiðið á landsbyggðinni. Það er von RIFF að námskeiðið geti orðið árlegur kostur fyrir sveitarfélög enda mikilvægt að gefa stúlkum og kynsegin einstaklingum rými til að prófa sig áfram í kvikmyndagerð. Bæði til að auka líkurnar á því að stúlkur og kynsegin einstaklingar verði fyrirferðameiri á þeim vettvangi síðar meir sem nú er mjög karllægur bæði hvað varðar fagið sjálft sem og viðfangsefni í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.

DSC07249
Stúlkurnar komnar á fullt í tökur.

Það var Reykjanes sem reið á vaðið á þessari vorönn í félagsmiðstöðinni Fjörheimar í Keflavík og komu 22 stúlkur saman á skólatíma í heila viku. Kennd voru lykilatriði í kvikmyndagerð eins og handrit, leikstjórn, kvikmyndataka og klipping og lauk námskeiðinu með skilum á 5 mínútna langri stuttmynd. Ekki var hægt að heyra annað á stúlkunum en að þær væru hæstánægðar með námskeiðið. Það voru þær Marzibil Sæmundardóttir, Ninna Pálmadóttir og Anna Sæunn Ólafsdóttir sem sáu kennsluna, Baltasar Kormákur kom í heimsókn sem leynigestur og bæði Hringbraut og Landinn kíktu í heimsókn til að mynda og taka nokkur viðtöl.

DSC06962
Baltasar Kormákur kíkti í heimsókn sem leynigestur og hlýddi á handritsthugmyndir stúlknanna og gaf þeim góð ráð. Spennandi verður að sjá hver verður leynigestur næst!

 

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email