Search
Close this search box.

LEITA

Search
Close this search box.
53201166894 cac9571541 o 2

Smart7

SMART7 flokkurinn á RIFF

RIFF (Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík) tekur  þátt í samstarfsverkefninu SMART7 sem er samstarfsverkefni sjö kvikmyndahátíða í Evrópu.

Samstarfið hefur það hlutverk að kynna unga kvikmyndagerðarmenn sem þykja skara framúr en í flokkinn eru valdar myndir eftir unga og spennandi leikstjóra sem þykja fara nýstárlegar leiðir í sköpun sinni.  Hlutverk Smart7 er jafnframt að styrkja samvinnu og samstarf milli hátíðanna semallar svipuð markmið að leiðarljósi sem er að vekja ahygli á óháðii kvikmyndagerðarlist með áherslu á unga og framsækna leikstjóra.  Smart7 nýtur stuðnings Creative Media.

Þær kvikmyndahátíðir sem saman standa að samstarfinu eru:  

New Horizons International Film Festival (Pólland),

IndieLisboa International Film Festival (Portúgal),

Thessaloniki International Film Festival (Grikkland),

Transilvania International Film Festival (Rúmenía),

FILMADRID International Film Festival (Spánn),

Reykjavik International Film Festival (Iceland),

Vilnius International Film Festival Kino Pavasaris (Litháen)

Allar sýna þessar hátíðir sömu myndirnar og munu vinna náið saman til að ná því sameiginlega markmiði að dreifa hágæða kvikmyndagerð til sem flestra í Evrópu.

Smart7 myndirnar 2023

Mannvirki_Still_03

Mannvirki (Ísland)

Gústav Geir Bollason

Þessi Íslenska mynd er merkileg blanda af hefðbundinni og tilraunakenndri kvikmyndagerð ásamt heimildarmyndagerð frá leikstjóranum Gústav Geir Bollasyni, sem rannsakar yfirgefna byggingu á norðurströnd Ísland. Framvinda í rústum þar sem sjá má „verkamenn“, hlutast til um eða ýta undir hnignun byggingarinnar. Verur, dýr og gróður sem eru í snertingu við bygginguna hafa áhrif á hana, hver með sínu lagi.

riff-2023-black-stone-still-hi-res-0-1955450

Black Stone (Grikkland)

Spiros Jacovides

Hópur heimildargerðarfólks sem leitast við að fjalla um opinbera starfsmenn í Grikklandi rekst á móðurina Haroula sem leitar örvæntingarfull að syni sínum. Hópurinn tjáir konunni að sonur hennar hafi verið sakaður um svindl og leggur hún þá af stað ásamt öðrum syni sínum sem er hreyfihamlaður og Grísk-Afrískum leigubílstjóra til þess að finna hinn týnda son og færa hann heim. Kvikmyndin er í leikstjórn Spiros Jacovides sem einnig skrifar handrit hennar. Spiros hefur áður leikstýrt þremur stuttmyndu en Black Stone er hans fyrsta mynd í fullri lengd.

riff-2023-bread-and-salt-still-hi-res-0-1963078

Bread and Salt (Pólland)

Damian Kocur

Kvikmynd sem innblásin er af sönnum atburðum sem leikstjóri myndarinnar Damian Kocur segir endurspegla þau átök sem fólk víðsvegar um Evrópu stendur frammi fyrir vegna vaxandi fjölda flóttafólks í heimsálfunni.  Myndin er leikin af ófaglærðum leikurum og fylgir Tymek, ungum og hæfileikaríkum píanista sem stundar nám við tónlistarskóla í Varsjá. Þegar Tymek snýr aftur til smábæjarins sem hann ólst upp í verður hann vitni að rísandi spennu á milli ungmenna í bænum og Araba sem opnað hafa vinsælan kebab stað. Spennu sem mun á endanum leiða til harmleiks.

riff-2023-india-still-hi-res-0-1962362

Índia (Portúgal)

Telmo Churro

Þrír Portúgalskir menn af mismunandi kynslóðum (faðir, sonur og barnabarn) lifa á mörkum drauma, glataðra tækifæra og tilvistarkreppu í Lissabon. Líf þeirra flækist þegar þeir rekast á Karen, Brasilíska konu sem flakkar um götur borgarinnar og sendir úr bréf um reynslu sína. Kvikmyndin er í andstöðu við heldrunarvæðingu borga að sögn leikstjóra hennar Telmo Churro sem einnig skrifaði handritið með Mariönu Ricardo. Myndin tekst einnig á við hugmyndina um óviljandi rasisma sem sprettur fremur af vanþekkingu en illsku en hún hefur núþegar hlotið mikið lof gagnrýnenda.

riff-2023-secaderos-original-title-still-lo-res-0-1989709

Secaderos /Tobacco Barns (Spánn)

Rocío Mesa

Dularfullar tóbakks hlöður standa í afskekktu sveitaþorpi sem verður að paradís fyrir unga stúlku úr borginni. Annar unglingur sem býr á staðnum lítur þó á staðinn sem fangelsi. Tvær sögur fléttast saman á einu sumri sem er þrungið af töfraraunsæi og þykkum tóbakslaufum. Myndinni er leikstýrt af Rocío Mesa og byggir að miklu leyti á hennar eigin reynslu sem barn á Suður-Spáni.

riff-2023-mammalia-still-hi-res-0-1954649

Mammalia (Rúmenía)

Sebastian Mihăilescu

Rúmenski leikstjórinn Sebastian Mihăilescu færir okkur súrrealískt drama í sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Sagan fylgir manni á draumkenndri vegferð sem leiðir okkur að landamærum hins raunverulega. Á ferð sinni uppgötvar hann veröld sem er uppfull af uggandi helgisiðum og samfélögum á meðan mörkin á milli hins raunverulega og súrrealíska verða sífellt ógreinilegri

RememberToBlink

Remember to Blink (Litháen)

Austeja Urbaite

Barnlaust par frá Frakklandi ættleiðir ung systkini frá Litháen. Til þess að aðstoða við aðlögun barnanna ráða hinir nýju foreldrar til sín neman Gabriele sem talar bæði litháísku og frönsku. En brátt byrja andstæð gildi og menningarmunur að mynda ágreining á milli hinna fullorðnu einstakling. Nokkuð sem myndar óvissu um framtíð barnanna. Myndin er margverðlaun og hefur hlotið mikla athygli á kvikmyndahátíðum.