LEITA

SÆKJA UM

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík mun fara fram milli 25. september og 5. október 2025 í 22. skiptið.

Megintilgangur RIFF, stærsta kvikmyndaviðburðar Íslands, er að bjóða upp á fjölbreytt úrval af framsæknum kvikmyndum, og að leggja áherslu á ungt og upprennandi kvikmyndagerðafólk með því að sýna einungis fyrstu eða aðra mynd í fullri lengd í aðalsamkeppnisflokk okkar Vitrunum. Markmið hátíðarinnar er að auka áhuga fólks á sjálfstæðri kvikmyndagerð, efla kvikmyndalæsi og auðga íslenska kvikmyndamenningu með því að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og miðlanir.

Hér geturðu nálgast upplýsingar um innsendingu á kvikmyndum, blaðamanna- eða bransafaggildingu og umsókn í RIFF smiðjuna (e. Talent Lab).