Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Hellabíó/ RIFF Thrilling Cave Cinema/ Niðurleiðin/ The Descent

október 1, 2022 @ 20:15 - 22:00

7400$
Cave Cinema - The Descent Image

RIFF er ekki talin ein frumlegasta kvikmyndahátíð heims að ástæðulausu. Við leggjum okkur fram við að bjóða gestum okkar upp á nýstárlegar sýningarupplifanir – meðal annars sýningar á vel völdum myndum djúpt í iðrum jarðar, Raufarhólshelli.Þessi upplifun er engum lík og leyfir gestum að kynnast Íslandi á eftirminnilegan hátt. Hvern hefur ekki dreymt um að horfa á kvikmynd neðanjarðar, umvafin jöklum og eldfjöllum? Fyrir þau ykkar sem hafa ekki heimsótt helli í lengri tíma minnum við á að kvikan rann fyrir 5.200 árum og langt síðan hún kólnaði. Það er nauðsynlegt að klæða sig vel fyrir þessa sýningu.

Hellatryllirinn The Descent eftir Neil Marshall frá 2005 hæfir sýningarstaðnum einkar vel þótt í myndinni megi líta mun skuggalegri helli: Eftir að hafa misst mann sinn og dóttur í hræðilegu bílslysi fer Sarah í hellisferð með adrenalínsjúkum vinkonuhópi. Það á eftir að reyna bæði á vináttuna og mannlegt eðli þegar þær festast í hellinum og þurfa að horfast í augu við sínar myrkustu hliðar.

The Descent hefur hlotið frábæra dóma frá helstu gagnrýnendum hryllingsmynda – og nær oftast í topp 10 lista yfir bestu myndir kvikmyndagreinarinnar – svo nú er ekki eftir neinu að bíða með að tryggja sér sæti í RIFF hellinum, þar sem magn miða er takmarkað.

RIFF is not considered one of the most original film festivals in the world for nothing; we live up to that reputation by offering our visitors innovative cinema experiences, one of which is screening selected films at the unique volcanic formation Raufarhólshellir, a lava-tube-turned-cave close to Reykjavík.This one-of-a-kind subterranean experience brings an especially Icelandic flavour to the film festival circuit. Who can resist watching a film underground, in a natural geological formation in the land of glaciers and volcanoes? (The lava left 5,200 years ago, though, so do remember to dress warmly.)

The film that we will be screening at this natural cinema venue befits the surroundings as Neil Marshall’s 2005 horror The Descent takes place in a cave system, but in a much more ominous setting. A group of girlfriends goes on a spelunking trip, but they get a hell of a lot more than they bargained for. Witness a literal as well as metaphorical descent into madness as grisly forces awaken below earth and the heroes’ dark sides are revealed.

The Descent has received great reviews from the genre’s leading critics and is regularly mentioned when “Top 10” lists of horrors are drafted, so do hurry up and book your spot at the RIFF Cave Cinema as capacity is limited!

Details

Date:
október 1, 2022
Time:
20:15 - 22:00
Cost:
7400$
Event Category:

Organizer

Reykjavík International Film Festival
Phone
561 8337
Email
midasala@riff.is
View Organizer Website

Venue

Raufarhólshellir / The Lava Tunnel
Þrengslavegur
Reykjavík, Iceland
+ Google Map