Search
Close this search box.

LEITA

Search
Close this search box.

Sérviðburðir RIFF 2022 – Hellabíó

Verið er að leggja lokahönd á dagskrá RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Hinar árlegu sérsýningar RIFF, sem haldnar eru á óvenjulegum stöðum, gefa áhorfendum tækifæri til að njóta kvikmyndamenningar í aðstæðum sem magnar áhrif myndanna sem sýndar eru í hvert skipti. Á þessum dagskrárlið er lögð áhersla á að para saman viðeigandi kvikmyndir og umhverfi. Sérsýningar RIFF seljast að venju upp á skömmum tíma því takmarkað sætaframboð er á hverja sýningu. Í ár verður hið sérstæða jarðfræðilega umhverfi Íslands nýtt til hins ítrasta.

 

Hellabíó – Sýningar í Raufarhólshelli

Hryllingsmyndin Niðurleiðin, The Descent, í leikstjórn Neil Marshall, verður sýnd í Raufarhólshelli á RIFF 2022, þann 1. október klukkan 18:15 og aftur klukkan 20.15 Myndin fjallar leiðangur sex kvenna um helli og átök þeirra við verur sem leynast í flóknu hellakerfi neðanjarðar. Hvergi er meira viðeigandi að horfa á myndina en í sambærilegu umhverfi og myndin gerist í og magnar það upplifun áhorfandans.

 


Kaupa miða

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email