NÝJASTA TÆKNI OG KVIKMYNDIR
Þar sem nýjasta í kvikmyndagerð, sýndarveruleika, gagnauknum veruleika og tölvuleikjum kemur saman.
Í ár er áhersla lögð á að sýna verk innan sýndarveruleika og gestir geta séð úrval af verðlaunaverkum í Bíó Paradís helgina 9. – 10. október.
Gestir fá rúmlega 2 klukkustundir til að kynna sér öll verkin. Miðaverð er 3900 kr.
Opnunarhóf Nýjasta tækni og kvikmynda verður haldið á Loft Hostel föstudagskvöldið 8. október með ýmsum framúrstefnulegum skemmtiatriðum.
Aðalstyrktaraðili Nýjasta tækni og kvikmyndir er Raw Fury.
Aðrir styrktar- og samstarfsaðilar eru Huldufugl, Hliðskjálf VR Lab, Aldin Dynamics, Flow and Rent a Party.
Nýjasta tækni og kvikmyndir - Sérviðburðir
NÝJASTA TÆKNI OG KVIKMYNDIR / RIFF XR
Laugardagurinn 9. október / Saturday, October 9 – 13:00 – 15:15
NÝJASTA TÆKNI OG KVIKMYNDIR / RIFF XR
Laugardagurinn 9. október / Saturday, October 9 – 15:30 – 17:45
NÝJASTA TÆKNI OG KVIKMYNDIR / RIFF XR
Sunnudagurinn 10. október / Sunday, October 10 – 13:00 – 15:15
NÝJASTA TÆKNI OG KVIKMYNDIR / RIFF XR
Sunnudagurinn 10. október / Sunday, October 10 – 15:30 – 17:45
Dagskrá
A LINHA / THE LINE
Í þessari ástarsögu fær áhorfandinn að ljúka upp töfraheimi þar sem Pedro og Rosa frá São Paulo eru í aðalhlutverki. Verkið hefur farið sigurför um heiminn og m.a. unnið til Emmy verðlauna.
Árvore BRA / 12 mín
BATTLESCAR
Ertu fyrir pönk? Battlescar er mynd um uppvaxtarár stúlku í New York í kringum 1970 og talsetning er í höndum Rosario Dawson.
Atlas V FRA / 28 mín
GLOOMY EYES
Gloomy Eyes segir sögu um sólina sem varð þreytt á manneskjum og ákvað að fela sig og koma aldrei upp aftur. Talsetning er í höndum Colin Farrell.
Atlas V FRA / 18 mín
HANAHANA
Finnst þér gaman að kubba? Í þessu súrrealíska og gagnvirka verki fá áhorfendur tækifæri til að kubba á nýjan hátt, með að stýra vexti handleggja í eyðimerkurlandslagi.
Mélodie Mousset SWI / Max playtime 15 min
NOTES ON BLINDNESS
Þegar John Hull byrjaði að verða blindur árið 1983, þá fór hann að taka upp raddlýsingar á umhverfi sínu. Þær eru notaðar í þessu einstaka heimildarverki sem notast við 360° umhverfi sem kanna heim blindra.
Ex Nihilo FRA 2016 / 7 mín
THE UNDER PRESENTS
Verk sem breytir tíma og rúmi, fyrir marga spilara í einu. Leikrænt ævintýri með hópi af litríkum rauntíma og fyrirfram uppteknum persónum, töframennsku til að flytja og sögur að afhjúpa.
Tender Claws USA / Max playtime 30 min
WALTZ OF THE WIZARD
Upplifðu sjálfa/n þig sem töframann. Í íslensku upplifuninni Waltz of the Wizard verða fantasíur að veruleika og fólk á öllum aldri finnur eitthvað við sitt hæfi í þessu vinsæla verki.
Aldin Dynamics IS / Max playtime 15 min