Íslensk kvikmyndahelgi á RIFF 2023

Íslenskar myndir eru í hávegum hafðar í Háskólabíói um helgina á kvikmyndahátíðinni RIFF sem stendur nú sem hæst en henni lýkur eftir viku.

Frumsýndur verður fjöldi Íslenskra mynda sem ekki hafa verið sýndar fyrr hér á landi  m.a. á morgun sunnudag heimildarmyndin Dagurinn sem Ísland stöðvaðist, sem fjallar um kvennafrídaginn árið 1975, Tógólísa eftir Öldu Lóu Leifsdóttur sem fjallar um tónlistarbúðir í anda stelpur rokka sem settar hafa verið upp Tógó af söngkonunni Mirlindu. 

Mannvirki sem er frumruaun Gútavs Geirs Bollasonar en mynd hans hlaut afar góðar viðtokur á Rotterdam hátíðinni fyrr á árinu. Auk þess eru frumsýndur fjöldi nýrra íslenskra  styttmmynda m.a. eftir Erlend Sveinsson, Blæ Hinriksson, Grímu Geirsdóttur og Birnu Ketilsdóttur.

Á mánudaginn verður sýnd íslenska  myndin Sorgarstig og mun tónlistarmaðurrinn þekkti úr Kaleo Þorvaldur Gaukur í kjölfar myndarinnar spjalla við sálfræðinginn Pétur Tyrfingsson um sorg og sorgarviðbrögð. Tónleikar í anda myndarinnar Sorgarstig fara síðan fram í Norræna húsinu á miðvikudag þar sem Þorvaldur Gaukur kemur fram ásamt Davíð Þór Jónssyni og Skúla Sverrisson koma fram.

RIFF er ekki bara bíómyndir því búið er að breyta anddyrinu í Háskólabíói í bar og setustofu þar sem hægt er að eiga samverustund, slaka og spjalla um bíó. Auk þess verða matarvagnar á svæðinu yfir hátíðina

Nánar er hægt að lesa um myndirnar, kaupa miða og skoða dagskrá RIFF á www.riff.is 

The Day Iceland Stood Still / Dagurinn sem Ísland stöðvaðist

Myndin fjallar um það þegar 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf á Kvennafrídeginum 1975 lömuðu þær tímabundið íslenskt atvinnulíf og komu Íslandi í fremstu röð í alþjóðlegri jafnréttisbaráttu. Þetta er sönn saga af 12 klukkustundum sem hrundu af stað byltingu.

Myndin verður frumsýnd í Háskólabíó klukkan 19:15 á sunndaginn 1. Október þar sem Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Pamela Hogan, leikstjórar myndarinn munu sitja fyrir svörum og verða einnig margar af þeim konum sem tóku þátt í Kvennafrídeginum viðstaddar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson verður einnig viðstaddur sýninguna.

Togolisa / Tógólísa

Er fyrsta heimildarmynd Öldu Lóu Leifsdóttur, leikstjóra sem hlaut verðlaun á City of Angels Women’s Film Festival sem Besta heimildarmyndin. 

Tógó, haustið 2019. Söngkonan Mirlinda, Tatas, og kokkurinn Sisi, setja upp tónlistarsumarbúðir í fjórða sinn. 40 tógóskar stúlkur taka þátt. Nokkrar af stelpunum frá síðasta ári eru að koma aftur. Fimm dagar af leik, dansi og þátttöku er fylgt eftir með tónleikum fyrir foreldrana. Um er að ræða lifandi kvikmyndasýningu með tónlist og dansi.

Myndin verður sýnd í Háskólabíó á sunnudaginn 01.10. og verða tónleikar á undan þar sem Mirlinda kemur fram. 

 

Mannvirki 

Merkileg blanda af heimildarmynd, framúrstefnu og skáldskap frá leikstjóranum Gústav Geir Bollasyni, sem rannsakar yfirgefna byggingu á norðurströnd Íslands. Framvinda í rústum þar sem sjá má „verkamenn“, hlutast til um eða ýta undir hnignun byggingarinnar. Verur, dýr og gróður sem eru í snertingu við bygginguna hafa áhrif á hana, hver með sínu lagi.

 

Stuttmyndakeppni RIFF 2023

Fjöldamargar íslenskar stuttmyndir eru einnig sýndar en þær eru partur af stuttmyndakeppni RIFF. Fyrsti hluti myndanna var sýndur nú í dag í Háskólabíó klukkan 11:00 en seinni hlutinn verður sýndur sunnudag klukkan 11:00.

RÚV og Trickshot munu verðlauna bestu íslensku stuttmyndina á RIFF 2023. RÚV mun kaupa stuttmyndina til sýningar og svo mun Trickshot gefa sigurvegara 300.000 kr. gjafabréf.

Úr myndinni Bookswapping (Late summer in Reykjavík) / Bókaskipti (Síðsumar í Reykjavík)

Sem dæmi um spennandi leikstjóra sem taka þátt í keppninni eru Hörður Freyr Brynjarsson sem leikstýrir myndinni „Stages“ eða „Sorgarstig“. Haldnir verða tónleikar í tengslum við myndina þann 4. Október í Norræna Húsinu þar sem Skúli Sverrisson, Davíð Þór Jónsson og Þorleifur Gaukur, munnhörpuleikari Kaleo leika tónlist úr myndinni. 

Úr myndinni “That Time at the Beach / Strandglöp / Huller i Sandet”

Einnig má nefna Erlend Sveinsson sem sendir frá sér myndina „Moon Pie Vanilla“ sem er heimsfrumsýnd í keppninni. Hann hefur áður sent frá sér fjöldamargar stuttmyndir og leikstýrði meðal annars tónlistarmyndinni „Flýg Upp x Varlega“ með tónlistarmanninum Aron Can. 

Úr myndinni “Nature Bonds / Náttúrubönd”

Þá má einnig nefna Brynju Valdísi Gísladóttur leikkonu sem margir kannast við úr íslenskum kvikmyndum. Hún hefur áður sent frá sér stuttmyndirnar „Einu sinni var“ (2009) og „Fjölskylda“ (2008).

Þær myndir sem eru til sýningar eru :

Moon Pie Vanilla
Erlendur Sveinsson

Stages / Sorgarstig
Hörður Freyr Brynjarsson & Stroud Rohde Pearce

Together / Sjoppa
Ísak Hinriksson

All Around / Allt um kring
Birna Ketilsdóttir Schram

Bookswapping (Late summer in Reykjavík) / Bókaskipti (Síðsumar í Reykjavík)
Bergur Árnason

Sorrow Eats the Heart / Sorg étur hjarta
Haukur Hallsson

That Time at the Beach / Strandglöp / Huller i Sandet
Oddur S. Hilmarsson

Primal Instinct / Frumeðli
Brynja Valdís Gísladóttir

Nature Bonds / Náttúrubönd
Sven Peetoom, Gríma Irmudóttir, Jonathan Damborg

Vestige / Ummerki
Joe Simmons

 

Í dómnefnd fyrir keppnina eru: 

Marek Hovorka

Stofnandi og stjórnandi Ji.hlava alþjóðlegu heimildarmyndahátíðarinnar.

Tatiana Hallgrímsdóttir

Forstöðumaður menningarmála hjá The Reykjavik Edition.

Búi Dam

Leikstjóri, leikari og tónlistarmaður.

 

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email