Search
Close this search box.

LEITA

Search
Close this search box.

„Kvikmyndir og tónlist sameina okkur án orða“

Tónlistarmyndir (Cinema Beats) // RIFF 2023

 

RIFF 2023 kynnir með stolti flokkinn Tónlistarmyndir (Cinema Beats) þar sem sérstök áhersla er lögð á myndir sem hafa tónlist í forgrunni. 

Slíkar kvikmyndir fá sérstakan flokk á hátíðinni þar sem tónlist gegnir lykilhlutverki í lífi og dægurmenningu okkar. Tónlist líkt og kvikmyndir getur tjáð tilfinningar og hugmyndir án orða og getur sameinað fólk með því einu að fá hjörtu þess til slá í takt. 

Í þessum flokki er sérstaklega einblínt á heimildarmyndir sem veita innsýn í líf tónlistarmanna og menningarheim þeirra og færa þar að auki áhorfendur á tiltekinn stað og stund með töfrandi blöndu tónlistar og myndar. 

Til stendur að margir góðir gestir muni sækja RIFF heim til að fylgja myndum sínum eftir en Brooklyn Sudano, dóttir Donnu Summer mun koma til Íslands til að fylgja mynd sinni Love to Love You, Donna Summer. Þá mun einnig Sophie Blondy verða viðstödd en hún leikstýrir myndinni Tell me Iggy sem er heimildarmynd um pönk goðsögnina Iggy Pop. 

Jørgen Leth og Andreas Koefoed munu einnig vera viðstaddir sýningu myndar sinnar Music for Black Pigeons en myndin fylgir eftir tónskáldinu Jakob Bro um 14 ára skeið þegar hann vinnur með mörgu af þekktasta jazz tónlistarfólki samtímans. Mynd sem allt áhugafólk um góðan jazz ætti ekki að láta fram hjá sér fara. 

 

Love to Love You, Donna Summer / Elska að elska þig, Donna Summer

Roger Ross Williams, Brooklyn Sudano, US, 2023, 105 min

Berlinale Documentary Award: Tilnefning / Nomination

Margslungin mynd af konunni, listamanninum, eiginkonunni og móðurinni með rödd sem breytti tónlistarsögunni til frambúðar. Samsafn af einstökum, áður óséðum upptökum, myndböndum, ljósmyndum, listaverkum, persónulegum hljóðupptökum og ýmsu öðru, myndar líflega heimild um líf og list eins magnaðasta tónlistarflytjanda sem stigið hefur á stokk.

Brooklyn Sudano, dóttir Donnu Summer sem er einn leikstjóri myndarinn verður viðstödd sýningu myndarinnar á RIFF 2023.

Trailer: https://www.youtube.com/watch?v=xQXInltKe8E

Max Roach: The Drum Also Waltzes / Max Roach: Tromman dansar líka

Sam Pollard, Ben Shapiro, US, 2023, 82 min

 

Myndin skoðar líf og tónlist hins goðsagnakennda trommuleikara, tónskálds, hljómsveitarstjóra og baráttumanns Max Roach í gegnum ótrúlega röð skapandi hátinda, mótbyrs og enduruppgötvana. Farið er með áhorfendur í ferðalag allt frá Jim Crow-tímabilinu til mannréttindabaráttu blökkumanna, með viðkomu í módernískum djassi eftirstríðsáranna, hip hop-tónlist og víðar.

Um myndina: https://www.pbs.org/wnet/americanmasters/max-roach-the-drum-also-waltzes-film/26469

Music for Black Pigeons / Tónlist fyrir svartar dúfur

Jørgen Leth, Andreas Koefoed, DK, 2022, 92 min

Venice: Heimsfrumsýning / World premiere

Heimildarmyndameistararnir Jørgen Leth og Andreas Koefoed fylgdu danska tónskáldinu Jakob Bro í gegnum Norður-Ameríku, Evrópu og Japan um 14 ára skeið og urðu vitni að stefnumótum hans í tónlistinni. Afraksturinn er tónlistar-heimildarmynd sem fjallar um nokkra þekktustu og afkastamestu djasstónlistarmenn heims, þar á meðal Bill Frisell, Lee Konitz, Paul Motian og Midori Takada.

Trailer: https://www.youtube.com/watch?v=YI07dp_pFsU

Tell Me Iggy / Segðu mér Iggy

Sophie Blondy, FR, 2022, 52 min

 

Persónuleg heimildarmynd um rokkgoðsögnina Iggy Pop sem tekin var upp í Evrópu og Bandaríkjunum fyrir Canal+. Myndin býður áhorfendum að fylgja hinum 76 ára listamanni, sem er enn að koma fram um allan heim, í gegnum viðtöl við vini hans og samstarfsmenn á borð við John Waters, Johnny Depp, Debbie Harry og Blondie, Denis Lavant, Pierre & Gilles og framleiðanda hans Alain Lahana.

Trailer: https://www.themoviedb.org/movie/977402-tell-me-iggy#play=704076292

The Klezmer Project / Klezmer verkefnið / Adentro mío estoy bailando

Leandro Koch, Paloma Schachmann, AR, AT, 2023, 115 min

Berlinale GWFF: Besta fyrsta mynd / Best First Feature

Argentínski tökumaðurinn Leandro vinnur við það að kvikmynda gyðingabrúðkaup. Í einu slíku brúðkaupi verður hann ástfanginn af Palomu, klarinettuleikara Klezmer-hljómsveitar. Til að heilla hana þykist Leandro vera að gera heimildarmynd um hefðbundna jiddíska þjóðlagatónlist. En það sem Leandro veit ekki er að „falska“ kvikmyndaverkefnið hans mun fara með hann í óvænt ferðalag um Austur-Evrópu í leit að síðustu Klezmer-lögunum.

Trailer: https://www.youtube.com/watch?v=3JivjokgWyo

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email