Verðlaunamyndir RIFF 2021 verða sýndar á Sunnudag

Hátíðin er senn á enda en á morgun verður verðlaunaafhending hátíðarinnar kl 17:00. Sigurmyndir allra flokka verða tilkynntar og aðstandendum veitt verðlaun í viðurvist aðstandenda hátíðarinnar, dómnefnda, heiðursgesta og fjölmiðla.

Á sunnudag verður svo hægt að sjá sigurmyndirnar í Bíó Paradís. Verðlaunamynd Gullna lundans í flokknum Vitranir verður sýnd á sunnudag kl 19:30. Tvær myndir í flokknum Vitranir sem fá sérstaka viðurkenningu verða líka í sérstakri sýningu á sunnudaginn kl 21:40 og 22:00 og sigurmynd í flokknum Verðlaun unga fólksins er sýnd kl 21:45.

Hægt er að tryggja sér miða á sýningarnar hér. Allir titlarnir verða líka aðgengilegir í RIFFheima á watch.riff.is.

 

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email